Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7543 svör fundust
Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ef vinur minn selur mér sál sína gegn greiðslu og við gerum með okkur skriflegan samning/afsal, er hann þá sálarlaus?Eins og venja er á Vísindavefnum þótti viðeigandi að leita álits sérfræðings til að svara þessu brýna álitaefni. Einhverra hluta vegna vísuðu sálfræðiskor Hás...
Hvað er lambalágur?
Orðið lambalágur finnst ekki í söfnum Orðabókar Háskólans. Hugsanlega er um ásláttarvillu að ræða fyrir -láfur en það orð er notað um 'meis' eða 'laup'. Átt var við rimlakassa sem hey var borið í við fóðurgjöf. Lambaláfur er þá meis sérstaklega ætlaður undir hey handa lömbum. Orðið láfur er reyndar einnig notað um...
Er sódavatn óhollt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er sódavatn óhollt? Hefur koltvísýringurinn slæm áhrif á líkamann?Ekki er vitað til þess að koltvísýringur úr kolsýrðum drykkjum hafi nein alvarleg áhrif á líkamann. Koltvísýringur breytist í kolsýru í lausn og sýrir þannig lausnina eitthvað, en í flesta gosdrykki er einnig ...
Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar?
Já, fullhlaðnar rafhlöður eru örlítið þyngri en tómar rafhlöður. Massamunurinn er svo lítill að nánast ógerlegt er að mæla hann en engu að síður er hann til staðar. Rafhlöður nýta efnahvörf til að umbreyta efnaorku í raforku en lesa má nánar um virkni rafhlaðna í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvernig ver...
Nýtt útlit á Vísindavef HÍ
Nýtt útlit var tekið í notkun á Vísindavef HÍ þann 8. júlí 2024. Útlitið er hannað af fyrirtækinu Jökulá sem sér um hönnun á vefjum Háskóla Íslands. Útlitsbreytingin er liður í að samræma betur ýmsa vefi HÍ og gefa þeim notendavænan heildarsvip. Geirlaugur Kristjánsson viðmótshönnuður sá um að útfæra væntanlegt út...
Hvað er varmasmiður og finnst hann á Íslandi?
Varmasmiður (Carabus nemoralis) er skordýr sem finnst við fjölbreytileg skilyrði á heimaslóðum sínum í Evrópu og er þar algengastur stóru smiðanna. Hann heldur sig í allskyns þurrlendi með frjósömum jarðvegi, í opnum skógarbotnum, skrúðgörðum og húsagörðum, bæði í byggð og villtri náttúru. Ræktarlönd og garðyrkja ...
Hvað getið þið sagt mér um Fönikíumenn?
Fönikíumenn voru afkomendur Kananíta sem höfðu búið á landsvæði Kananlands frá því 3000 árum f.Kr. Fönikískar borgir byrjuðu að myndast í kringum 1500 f.Kr. og í kringum 1200 f.Kr. fengu Fönikíumenn sjálfstæði frá Egyptum. Þrátt fyrir að talað sé um Fönikíu sem land og Fönikíumenn sem þjóðflokk þá eru hvergi he...
Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...
Hvers vegna er vatnið í Stórurð svona blátt?
Engin gögn hafa fundist um efnasamsetningu vatnsins í tjörnum Stórurðar, eða um þörungalífríki þeirra. Þess vegna fjallar þetta svar um hvaða atriði stjórna almennt litaáferð tjarna, stöðuvatna, fallvatna og sjávar. Í Stórurð er víða að vinna blágrænar tjarnir. Framlög til litaáferðar má flokka eftir uppruna;spe...
Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?
Sykursýki (Diabetes Mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Sjúkdómurinn kemur fram þegar briskirtillinn framleiðir of lítið insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér það insúlín sem brisið framleiðir. Til eru tvær tegundir sykursýki: tegund 1 er insúlínháð sykurs...
Hafa leðurblökur sjón?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hér eru vangaveltur og veðmál í bekknum sem ég er að kenna um það hvort leðurblökur hafi sjón. Þannig að við spyrjum: Hafa leðurblökur sjón? Til er enskt orðatiltæki sem oft er notað um þá sem taka ekki eftir hlutunum. Þá er sagt um viðkomandi að hann sé 'blind as a bat...
Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað þar sem nokkrar tegundir eru áþekkar að stærð. Þrjár tegundir koma helst til greina:risadoðra (Ardeotis kori) trölldoðra (Otis tarda)hnúðsvanur (Cygnus olor) Mælingar á meðalþyngd þessara fugla gefa til kynna að risadoðran sé þeirra stærst. Karlfuglinn sem er um þrisvar sinnum þ...
Af hverju keppa karlar og konur ekki við hvert annað í skák?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju keppa karlar og konur ekki saman í skák? Skák er hugaríþrótt og þar ættu líkamsburðir ekki að gefa forskot, er annað kynið þá heimskara en hitt að mati skáksambanda? Á mótum eins og Ólympíuskákmótum, sem er liðakeppni, heimsmeistaramótum og landsmótum, ti...
Þegar hjartað stoppar er það þá heilanum að kenna?
Já stundum er það heilanum að kenna en langalgengast er að hjartað hætti að slá vegna hjartsláttartruflana sem orsakast annað hvort af sjúkdómi í hjartavöðvanum eða leiðslukerfi hjartans. Hjartað hefur sitt eigið rafkerfi sem stýrir hjartslættinum. Sérhæfðar frumur í hjartanu gefa frá sér rafboð sem stýra tak...
Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?
Í mörgum heimildum á Netinu er því haldið fram að nafnið Múhameð sé algengasta nafn í heimi. Það kemur fyrir í ýmsum myndum: Muhammad, Mohammed, Mohammad, Mohamed og svo framvegis. Þetta þarf ekki að koma á óvart, Múhameð er mjög algengt nafn meðal múslíma og í raun vinsælasta karlmannsnafnið í mörgum ríkjum þeirr...