Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Fönikíumenn?

Ester Ósk Hafsteinsdóttir

Fönikíumenn voru afkomendur Kananíta sem höfðu búið á landsvæði Kananlands frá því 3000 árum f.Kr. Fönikískar borgir byrjuðu að myndast í kringum 1500 f.Kr. og í kringum 1200 f.Kr. fengu Fönikíumenn sjálfstæði frá Egyptum.

Þrátt fyrir að talað sé um Fönikíu sem land og Fönikíumenn sem þjóðflokk þá eru hvergi heimildir um að Fönikíumenn hafi nokkurn tíma myndað eitt ríki. Þeir eru betur skilgreindir sem bandalag kaupmanna þar sem þrjár stærstu borgirnar, Týra, Byblos og Sídon, voru óháðar hvorri annarri og hjálpuðust ekki að nema í brýnni neyð. Hver borg hafði sinn konung sem talið er að hafi erft vald sitt. Einnig var öldungaráð en það samanstóð af konungsbornu fólki og valdamiklum kaupmönnum. Því er hægt að velta fyrir sér hvort öldungaráðið hafi haft mikinn hemil á konungum borganna eða hvort þeir hafi haft algjört vald.

Fönikíumenn voru miklir sjómenn en líka færir handverksmenn og unnu meðal annars með við, textíl, leir og gler. Þessar vörur seldu þeir á ferðum sínum.

Fönikíumenn voru miklir sjómenn en einnig færir handverksmenn og unnu meðal annars með við, textíl, leir og gler. Þessar vörur seldu þeir á ferðum sínum og þær voru eftirsóknarverðar enda voru Fönikíumenn miklir hagleiksmenn og vönduðu til verka.

Sú söluvara sem Fönikíumenn urðu líklega þekktastir fyrir er fjólublár litur sem þeir unnu úr skeljum snigla. Liturinn varð svo þekktur að Fönikíumenn voru kenndir við litinn. Grikkir tóku upp á því að kalla Fönikíumenn phoinix, sem þýðir fjólublár og nafnið hefur haldist til dagsins í dag. Rómverski keisarinn Neró lýsti því yfir að einungis keisarar mættu klæðast litnum.

Það sem leiddi helst til þess að Fönikíumenn fóru að leita út fyrir strandlengjuna við botn Miðjarðarhafs var eftirspurn eftir nýjum vörum og þörf á nýjum mörkuðum. Þó eru einnig hugmyndir um að Fönikíumenn hafi þurft að færa sig lengra vegna þurrka og átaka við nágrannaríki. Að auki getur verið að þurrkar og léleg uppskera hafi ýtt undir að þeir reyndu að stækka verslunarsvæði sitt. Útrás Fönikíumanna leiddi til mikilla áhrifa þeirra við strandlengju Miðjarðarhafsins. Fönikíumenn sigldu yfirleitt nálægt strandlengjunni og aðeins að degi til. Þeir þurftu því að stoppa oft og völdu staði þar sem hafnir voru góðar og ferskvatn í næsta nágrenni. Með tímanum urðu þessir staðir að varanlegum nýlendum sem svo að lokum þróuðust yfir í borgir.

Líklega voru það Fönikíumenn sem byggðu þetta assyríska herskip.

Flestir telja að Fönikíumenn hafi byrjað að stofna nýlendur einhvern tíma á bilinu 12.-8. öld f.Kr. Nýlendurnar voru meðal annars á Kýpur, í Norður-Afríku og á Ítalíu. Mikilvægasta nýlendan var Karþagó á norðurströnd Afríku. Sú borg varð á endanum stærri en fönikíska borgin Týra og varð heimsveldi á eigin forsendum.

Það að Fönikíumenn voru ekki sameinaðir og ekki hernaðarlega sterkir gerði þá að auðveldu skotmarki fyrir önnur lönd Austurlanda nær. Á 9. öld f.Kr. var sjálfstæði Fönikíumanna sífellt meira ógnað en þeir héldu friðinn með því að greiða Assyríumönnum skatt. Það dugði þó ekki því á 8. öld f.Kr. tók Assyría fullt vald yfir Fönikíu og innlimaði þá í veldi sitt. Við tók tímabil þar sem Fönikíumenn virtust ekki ætla að verða sjálfstæðir aftur. Eftir að yfirtöku Assyríu lauk, tóku Babýloníumenn völd í Fönikíu og Persar þar á eftir. Fönikíumenn höfðu verið mjög ósáttir við stöðu sína undir Assyríumönnum en voru sáttari undir stjórn Persa. Fönikíumenn voru enn miklir sjómenn en Persar höfðu hvorki sjóher né skip til yfirráða. Því voru Fönikíumenn fengnir til að byggja flota Persa sem síðan var notaður í stríði þeirra gegn Grikkjum.

Í kringum árið 334 f.Kr. náði Alexander mikli völdum yfir Fönikíu við lítinn fögnuð íbúa. Hann yfirtók auðveldlega allar borgir Fönikíu nema borgina Týru. Alexander var mjög ákveðinn í því að ná völdum og nýtti sér það að Fönikíumenn væru ekki sterk hernaðarþjóð og réðist inn í Týru. Hann virtist ekki bara hafa ætlað sér að vinna borgina heldur líka ætlað að eyða goðsögninni sem Fönikíumenn höfðu orðið og sýna að hann hafi sigrað „guði hafsins“. Yfirtakan var því mun grófari en aðrar innrásir sem Alexander hafði stýrt. Eftir fall borgarinnar var Fönikía öll á valdi Alexanders og Grikkja og var það upphafið á endalokun Fönikíumanna.

Ein helsta arfleið Fönikíumanna er stafrófið. Elsta þekkta dæmi um stafróf Fönikíumanna finnst á grafkistu Ahiram konungs af Byblos sem geymd er á þjóðminjasafninu í Beirút í Líbanon.

Árið 64 f.Kr. varð landsvæðið svo hluti af Rómaveldi og var það næstu 600 árin. Á þessum tíma höfðu Fönikíumenn hægt og rólega aðlagað sig grískri og rómverskri menningu sem olli því að þeir töpuðu einkennum sínum hægt og rólega. Þar á meðal tungumálinu.

Ein helsta arfleið Fönikíumanna er stafrófið. Fönikíumenn notuðust aldrei við myndrúnir eða myndir heldur lærðu að skrifa með því að finna upp stafróf sem er grunnur að stafrófinu sem við þekkjum í dag. Ástæðan fyrir því að þeir ákváðu að búa til sitt eigið, frekar en að notast við stafróf sem þegar var til, er talin sú að þeim hafi þótt þau of flókin og margþætt. Stafróf Fönikíumanna var þannig byggt að hver stafur táknaði aðeins eitt hljóð. Þessi einföldun stafrófsins og það hve mikið Fönikíumenn ferðuðust gerði það að verkum að stafrófið dreifðist hratt og varð að lokum grunnur að meðal annars gríska og hebreska stafrófinu.

Heimildir:

Myndir:

Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Spurningu Helenu Bjarkar er hér svarað að hluta.

Höfundur

Ester Ósk Hafsteinsdóttir

BS-nemi í iðnaðarverkfræði

Útgáfudagur

10.5.2017

Spyrjandi

Helena Björk Valtýsdóttir

Tilvísun

Ester Ósk Hafsteinsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Fönikíumenn?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2017, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73675.

Ester Ósk Hafsteinsdóttir. (2017, 10. maí). Hvað getið þið sagt mér um Fönikíumenn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73675

Ester Ósk Hafsteinsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Fönikíumenn?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2017. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73675>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Fönikíumenn?
Fönikíumenn voru afkomendur Kananíta sem höfðu búið á landsvæði Kananlands frá því 3000 árum f.Kr. Fönikískar borgir byrjuðu að myndast í kringum 1500 f.Kr. og í kringum 1200 f.Kr. fengu Fönikíumenn sjálfstæði frá Egyptum.

Þrátt fyrir að talað sé um Fönikíu sem land og Fönikíumenn sem þjóðflokk þá eru hvergi heimildir um að Fönikíumenn hafi nokkurn tíma myndað eitt ríki. Þeir eru betur skilgreindir sem bandalag kaupmanna þar sem þrjár stærstu borgirnar, Týra, Byblos og Sídon, voru óháðar hvorri annarri og hjálpuðust ekki að nema í brýnni neyð. Hver borg hafði sinn konung sem talið er að hafi erft vald sitt. Einnig var öldungaráð en það samanstóð af konungsbornu fólki og valdamiklum kaupmönnum. Því er hægt að velta fyrir sér hvort öldungaráðið hafi haft mikinn hemil á konungum borganna eða hvort þeir hafi haft algjört vald.

Fönikíumenn voru miklir sjómenn en líka færir handverksmenn og unnu meðal annars með við, textíl, leir og gler. Þessar vörur seldu þeir á ferðum sínum.

Fönikíumenn voru miklir sjómenn en einnig færir handverksmenn og unnu meðal annars með við, textíl, leir og gler. Þessar vörur seldu þeir á ferðum sínum og þær voru eftirsóknarverðar enda voru Fönikíumenn miklir hagleiksmenn og vönduðu til verka.

Sú söluvara sem Fönikíumenn urðu líklega þekktastir fyrir er fjólublár litur sem þeir unnu úr skeljum snigla. Liturinn varð svo þekktur að Fönikíumenn voru kenndir við litinn. Grikkir tóku upp á því að kalla Fönikíumenn phoinix, sem þýðir fjólublár og nafnið hefur haldist til dagsins í dag. Rómverski keisarinn Neró lýsti því yfir að einungis keisarar mættu klæðast litnum.

Það sem leiddi helst til þess að Fönikíumenn fóru að leita út fyrir strandlengjuna við botn Miðjarðarhafs var eftirspurn eftir nýjum vörum og þörf á nýjum mörkuðum. Þó eru einnig hugmyndir um að Fönikíumenn hafi þurft að færa sig lengra vegna þurrka og átaka við nágrannaríki. Að auki getur verið að þurrkar og léleg uppskera hafi ýtt undir að þeir reyndu að stækka verslunarsvæði sitt. Útrás Fönikíumanna leiddi til mikilla áhrifa þeirra við strandlengju Miðjarðarhafsins. Fönikíumenn sigldu yfirleitt nálægt strandlengjunni og aðeins að degi til. Þeir þurftu því að stoppa oft og völdu staði þar sem hafnir voru góðar og ferskvatn í næsta nágrenni. Með tímanum urðu þessir staðir að varanlegum nýlendum sem svo að lokum þróuðust yfir í borgir.

Líklega voru það Fönikíumenn sem byggðu þetta assyríska herskip.

Flestir telja að Fönikíumenn hafi byrjað að stofna nýlendur einhvern tíma á bilinu 12.-8. öld f.Kr. Nýlendurnar voru meðal annars á Kýpur, í Norður-Afríku og á Ítalíu. Mikilvægasta nýlendan var Karþagó á norðurströnd Afríku. Sú borg varð á endanum stærri en fönikíska borgin Týra og varð heimsveldi á eigin forsendum.

Það að Fönikíumenn voru ekki sameinaðir og ekki hernaðarlega sterkir gerði þá að auðveldu skotmarki fyrir önnur lönd Austurlanda nær. Á 9. öld f.Kr. var sjálfstæði Fönikíumanna sífellt meira ógnað en þeir héldu friðinn með því að greiða Assyríumönnum skatt. Það dugði þó ekki því á 8. öld f.Kr. tók Assyría fullt vald yfir Fönikíu og innlimaði þá í veldi sitt. Við tók tímabil þar sem Fönikíumenn virtust ekki ætla að verða sjálfstæðir aftur. Eftir að yfirtöku Assyríu lauk, tóku Babýloníumenn völd í Fönikíu og Persar þar á eftir. Fönikíumenn höfðu verið mjög ósáttir við stöðu sína undir Assyríumönnum en voru sáttari undir stjórn Persa. Fönikíumenn voru enn miklir sjómenn en Persar höfðu hvorki sjóher né skip til yfirráða. Því voru Fönikíumenn fengnir til að byggja flota Persa sem síðan var notaður í stríði þeirra gegn Grikkjum.

Í kringum árið 334 f.Kr. náði Alexander mikli völdum yfir Fönikíu við lítinn fögnuð íbúa. Hann yfirtók auðveldlega allar borgir Fönikíu nema borgina Týru. Alexander var mjög ákveðinn í því að ná völdum og nýtti sér það að Fönikíumenn væru ekki sterk hernaðarþjóð og réðist inn í Týru. Hann virtist ekki bara hafa ætlað sér að vinna borgina heldur líka ætlað að eyða goðsögninni sem Fönikíumenn höfðu orðið og sýna að hann hafi sigrað „guði hafsins“. Yfirtakan var því mun grófari en aðrar innrásir sem Alexander hafði stýrt. Eftir fall borgarinnar var Fönikía öll á valdi Alexanders og Grikkja og var það upphafið á endalokun Fönikíumanna.

Ein helsta arfleið Fönikíumanna er stafrófið. Elsta þekkta dæmi um stafróf Fönikíumanna finnst á grafkistu Ahiram konungs af Byblos sem geymd er á þjóðminjasafninu í Beirút í Líbanon.

Árið 64 f.Kr. varð landsvæðið svo hluti af Rómaveldi og var það næstu 600 árin. Á þessum tíma höfðu Fönikíumenn hægt og rólega aðlagað sig grískri og rómverskri menningu sem olli því að þeir töpuðu einkennum sínum hægt og rólega. Þar á meðal tungumálinu.

Ein helsta arfleið Fönikíumanna er stafrófið. Fönikíumenn notuðust aldrei við myndrúnir eða myndir heldur lærðu að skrifa með því að finna upp stafróf sem er grunnur að stafrófinu sem við þekkjum í dag. Ástæðan fyrir því að þeir ákváðu að búa til sitt eigið, frekar en að notast við stafróf sem þegar var til, er talin sú að þeim hafi þótt þau of flókin og margþætt. Stafróf Fönikíumanna var þannig byggt að hver stafur táknaði aðeins eitt hljóð. Þessi einföldun stafrófsins og það hve mikið Fönikíumenn ferðuðust gerði það að verkum að stafrófið dreifðist hratt og varð að lokum grunnur að meðal annars gríska og hebreska stafrófinu.

Heimildir:

Myndir:

Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Spurningu Helenu Bjarkar er hér svarað að hluta.

...