Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1602 svör fundust
Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég skil ekki þessa ljósmynd af svartholinu. Getur ekki einhver útskýrt fyrir mér hvað ég er að horfa á. Ef svarti depillinn er skuggi svartholsins er þá ekki hægt að sjá út frá honum hvar svartholið sjálft er sem ég veit að er ósýnilegt? Hvernig stendur á þessum ljósahring...
Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingi er gefið vetnisperoxíð (H2O2) og C-vítamín hverjar eru líkurnar á því að manneskjan losni við veiru úr líkamanum eins og t.d. COVID-19? Stutta svarið við spurningunni er að samkvæmt núverandi þekkingu eru líkurnar engar á því að vetnisperoxíð eða C-vítamín gagnist...
Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er það rétt að kólnandi sjór taki til sín CO2 og hlýnandi sjór skili honum frá sér, er það rétt eða rangt? Allar lofttegundir sem eru í andrúmsloftinu leysast upp í sjó að einhverju marki og almennt er leysni hverrar þeirra meiri við lágan sjávarhita en háan. Styrkur...
Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Geta þeir farið í allar áttir í jarðskorpunni? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ? Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til st...
Hver eru elstu handrit að Frumþáttum Evklíðs og hefur verkið varðveist í heild sinni í upprunalegri mynd?
Elstu handritin sem geyma rit Evklíðs, Frumþætti (Elementa, Σστοιχεῖα) á frummálinu, það er að segja á forngrísku, eru frá 9. og 10. öld. Það eru handritin Codex Bodleianus Doruillianus X (oft táknað með bókstafnum B) sem er frá 9. öld og síðan Codex Vaticanus Graecus ...
Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?
Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna. *** Hér er einnig að finna svar við spu...
Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?
Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gr...
Er löglegt að spila fjárhættuspil á Netinu og ef svo er, þarf maður þá að borga skatt af gróðanum?
Áhugi á ýmis konar netspilum hefur aukist undanfarin ár. Póker og „21“ eru dæmi um vinsæl spil á Netinu. Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið kemur meðal annars fram að 1,3% aðspurðra hafi á undanförnum 12 mánuðum spilað póker á Netinu og voru karlmenn í aldurshópnum 18-25 ára fjölmennasti hópu...
Metár og meira en milljón lesendur 2020
Notendur Vísindavefs HÍ fóru í fyrsta sinn yfir eina milljón á síðasta ári. Samkvæmt tölum Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi voru notendur Vísindavefsins um 1.300.000 og fjölgaði þeim um rúm 32% frá árinu 2019. Flettingar jukust um rúmlega 13% á milli ára og nálgast nú fjórar milljónir. Flettingar h...
Hvaða þættir hafa áhrif á sjávarflóð við Ísland?
Sjávarflóð verða vegna samspils ýmissa þátta bæði frá sjó og landi. Frá sjó eru sjávar- og ölduhæð mikilvægustu þættirnir. Sjávarhæð ræðst síðan af sjávarföllum annars vegar og svokölluðum áhlaðanda hins vegar. Áhlaðandi er af þrennum toga, vegna lágs loftþrýstings, álandsvinds og hækkunar sjávarborðs innan brimga...
Hvernig eru hraun flokkuð?
Um flokkun hrauna eftir efnasamsetningu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu? Eins og þar kemur fram er heppilegra að flokka hraun eftir formtegundum með sterkri tilvísun í einkennandi ásýnd og byggingarlag. Slík flokkun er rökréttari, því að hún tekur mei...
Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin?
Það virðist felast í merkingu orðsins alheimur að ekki geti verið um það að ræða að alheimurinn eigi sér mörk sem eitthvað annað felst á bakvið. Ekki er þar með sagt að alheimurinn hljóti að vera endalaus en alheimurinn hlýtur að vera það sem innifelur allt sem er til. Þetta má sýna fram á með óbeinni sönnun sem s...
Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?
Þrjár tegundir sækúa eru til. Þær tilheyra allar sömu ættkvíslinni sem heitir Trichechus á latínu. Tegundirnar þrjár lifa í þremur heimsálfum. Tegundin Trichecus inunguis (e. Amazon manatee) lifir í Amasonfljóti og Orinoco-fljótunum og er í mikilli útrýmingarhættu. Önnur tegund, Trichechus manatus (e. Caribbean ma...
Getið þið sagt mér hvar ég finn nákvæmar og góðar heimildir um upphaf kvikmyndalistarinnar?
Nokkrar ágætar bækur eru til um sögu kvikmyndalistarinnar. Hér bendum við á tvær þeirra en önnur er nýútkomin í íslenskri þýðingu. Hægt er að nálgast ritin annað hvort á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, á öðrum bókasöfnum eða í bókabúðum:Parkinson, David, Saga kvikmyndalistarinnar (þýð. Vera Júlíusdóttir...
Hvar á að leita upplýsinga um hafstrauminn sem Hafrannsóknastofnunin fann nýlega út af Vestfjörðum?
Áður óþekktur hafstraumur hefur komið í ljós við straummælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, en stofnunin hefur undanfarin ár staðið fyrir mælingum á straumum á Hornbankasniði á 21°35´V. Straumurinn kom í ljós yfir landgrunnshlíðinni og ber hann með sér þungan djúpsjó sem síðan streymir út um Grænlandssund suður...