Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?

Magnús Jóhannsson

Upprunalega spurningin var:

Ef einstaklingi er gefið vetnisperoxíð (H2O2) og C-vítamín hverjar eru líkurnar á því að manneskjan losni við veiru úr líkamanum eins og t.d. COVID-19?

Stutta svarið við spurningunni er að samkvæmt núverandi þekkingu eru líkurnar engar á því að vetnisperoxíð eða C-vítamín gagnist við COVID-19. Að gefa efnin saman breytir engu þar um.

Vetnisperoxíð hefur efnaformúluna H2O2 og klofnar auðveldlega í vatn (H2O) og súrefni (O2). Margir þekkja efnið undir nafninu súrvatn eða brintoverilte og algengt er að það sé í styrkleikanum 3%. Vetnisperoxíð er sterkt oxandi efni. Þetta efni er notað í ýmis konar iðnaði en einnig til að bleikja hár og sem sótthreinsiefni meðal annars til að hreinsa sár. Það seinkar gróanda sára og eykur hættu á örmyndun og er þess vegna óheppilegt til þeirra nota.

Í óhefðbundnum lækningum hefur vetnisperoxíð einkum verið notað við krabbameini, lungnasjúkdómum og ýmis konar sýkingum þar með talið alnæmi. Sumt af þessu byggir á þeirri kenningu að vetnisperoxíð drepi sveppi sem aftur séu undirrót ýmis konar sjúkdóma. Ekkert af þessu hefur verið sannað og notkun vetnisperoxíðs getur verið hættuleg. Þegar efnið er notað til lækninga (óhefðbundinna) er það gefið í langan tíma, annað hvort er það drukkið eða sprautað í vöðva eða æð. Þegar það er drukkið sem 3% lausn getur það auðveldlega valdið skemmdum í munni, vélinda og maga með tilheyrandi óþægindum og að sprauta efninu er beinlínis lífshættulegt og þekkt eru mörg dauðsföll við þannig notkun.

Vetnisperoxíð má nota til að bleikja hár en það á ekkert erindi á eða í líkamann.

Vetnisperoxíð má nota til að bleikja hár en það á ekkert erindi á eða í líkamann.

C-vítamín er eitt af vatnsleysanlegu vítamínunum. Ráðlagðir dagskammtar fyrir fullorðna eru á bilinu 50 – 100 mg. Þeir sem borða hollan og fjölbreyttan mat fá í honum það C-vítamín sem þarf en mest er af þessu vítamíni í grænmeti og ávöxtum.

Í meira en hálfa öld hafa staðið um það deilur hvort C-vítamín í stórum skömmtum gagnist við kvefi og þá hugsanlega öðrum veirusjúkdómum. Í flestum rannsóknum hafa verið gefnir skammtar á bilinu 200-8000 mg á dag. Gæði þessara rannsókna eru mismunandi og niðurstöðurnar með ýmsu móti. Skoðuð hafa verið áhrif á hættuna að sýkjast af kvefi, alvarleika veikinda og lengd veikinda. Sumir hafa fundið að C-vítamín minnki hættuna að fá kvef en einungis hjá þeim sem reyna mikið á sig eða lenda í miklum kulda (maraþonhlaup, skíðakeppni, hermennska). Í sumum rannsóknum hefur sést stytting veikinda í kvefi, mest 14% hjá börnum og 8% hjá fullorðnum en aðrir sjá engin slík áhrif. Áhrif C-vítamíns á það hversu þungt kvef leggst á sjúklingana eru óljós.

C-vítamín í stórum skömmtum (yfir 2000 mg á dag) getur haft ýmsar aukaverkanir og má þar t.d. nefna meltingaróþægindi, höfuðverk, svefntruflanir og nýrnasteina.

Niðurstaðan er sú að fyrir hinn venjulega borgara er lítill sem enginn ávinningur í að taka stóra skammta af C-vítamíni til að verjast kvefi og þá væntanlega einnig öðrum veirusjúkdómum. Engar rannsóknir hafa enn sem komið er verið birtar á hugsanlegum áhrifum stórra skammta af C-vítamíni á COVID-19.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

17.4.2020

Spyrjandi

Hjördís Bech

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2020. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79150.

Magnús Jóhannsson. (2020, 17. apríl). Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79150

Magnús Jóhannsson. „Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2020. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79150>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?
Upprunalega spurningin var:

Ef einstaklingi er gefið vetnisperoxíð (H2O2) og C-vítamín hverjar eru líkurnar á því að manneskjan losni við veiru úr líkamanum eins og t.d. COVID-19?

Stutta svarið við spurningunni er að samkvæmt núverandi þekkingu eru líkurnar engar á því að vetnisperoxíð eða C-vítamín gagnist við COVID-19. Að gefa efnin saman breytir engu þar um.

Vetnisperoxíð hefur efnaformúluna H2O2 og klofnar auðveldlega í vatn (H2O) og súrefni (O2). Margir þekkja efnið undir nafninu súrvatn eða brintoverilte og algengt er að það sé í styrkleikanum 3%. Vetnisperoxíð er sterkt oxandi efni. Þetta efni er notað í ýmis konar iðnaði en einnig til að bleikja hár og sem sótthreinsiefni meðal annars til að hreinsa sár. Það seinkar gróanda sára og eykur hættu á örmyndun og er þess vegna óheppilegt til þeirra nota.

Í óhefðbundnum lækningum hefur vetnisperoxíð einkum verið notað við krabbameini, lungnasjúkdómum og ýmis konar sýkingum þar með talið alnæmi. Sumt af þessu byggir á þeirri kenningu að vetnisperoxíð drepi sveppi sem aftur séu undirrót ýmis konar sjúkdóma. Ekkert af þessu hefur verið sannað og notkun vetnisperoxíðs getur verið hættuleg. Þegar efnið er notað til lækninga (óhefðbundinna) er það gefið í langan tíma, annað hvort er það drukkið eða sprautað í vöðva eða æð. Þegar það er drukkið sem 3% lausn getur það auðveldlega valdið skemmdum í munni, vélinda og maga með tilheyrandi óþægindum og að sprauta efninu er beinlínis lífshættulegt og þekkt eru mörg dauðsföll við þannig notkun.

Vetnisperoxíð má nota til að bleikja hár en það á ekkert erindi á eða í líkamann.

Vetnisperoxíð má nota til að bleikja hár en það á ekkert erindi á eða í líkamann.

C-vítamín er eitt af vatnsleysanlegu vítamínunum. Ráðlagðir dagskammtar fyrir fullorðna eru á bilinu 50 – 100 mg. Þeir sem borða hollan og fjölbreyttan mat fá í honum það C-vítamín sem þarf en mest er af þessu vítamíni í grænmeti og ávöxtum.

Í meira en hálfa öld hafa staðið um það deilur hvort C-vítamín í stórum skömmtum gagnist við kvefi og þá hugsanlega öðrum veirusjúkdómum. Í flestum rannsóknum hafa verið gefnir skammtar á bilinu 200-8000 mg á dag. Gæði þessara rannsókna eru mismunandi og niðurstöðurnar með ýmsu móti. Skoðuð hafa verið áhrif á hættuna að sýkjast af kvefi, alvarleika veikinda og lengd veikinda. Sumir hafa fundið að C-vítamín minnki hættuna að fá kvef en einungis hjá þeim sem reyna mikið á sig eða lenda í miklum kulda (maraþonhlaup, skíðakeppni, hermennska). Í sumum rannsóknum hefur sést stytting veikinda í kvefi, mest 14% hjá börnum og 8% hjá fullorðnum en aðrir sjá engin slík áhrif. Áhrif C-vítamíns á það hversu þungt kvef leggst á sjúklingana eru óljós.

C-vítamín í stórum skömmtum (yfir 2000 mg á dag) getur haft ýmsar aukaverkanir og má þar t.d. nefna meltingaróþægindi, höfuðverk, svefntruflanir og nýrnasteina.

Niðurstaðan er sú að fyrir hinn venjulega borgara er lítill sem enginn ávinningur í að taka stóra skammta af C-vítamíni til að verjast kvefi og þá væntanlega einnig öðrum veirusjúkdómum. Engar rannsóknir hafa enn sem komið er verið birtar á hugsanlegum áhrifum stórra skammta af C-vítamíni á COVID-19.

Mynd:...