Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Er hægt að drepa veirur í mönnum með sótthreinsivökva eða orkuríkum geislum?

Snædís Huld Björnsdóttir, Ágúst Kvaran, Jón Magnús Jóhannesson og Hrund Ólöf Andradóttir

Öll spurningin hljóðaði svona:

Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega þetta: Kraftmiklar aðferðir til að óvirkja veirur á ósértækan hátt, til dæmis með sterkum efnum eða orkuríkum geislum, eru líka til þess fallnar að skemma frumur líkamans. Fyrir þessu er sú einfalda ástæða að efnasamsetning lífvera og veira er náskyld að miklu leyti og eyðingarmáttur efnanna eða geislanna því keimlíkur.

Sótthreinsiefni og orkuríkir geislar skemma lífrænar sameindir eins og erfðaefni og prótín. Efnin eða geislarnir gera ekki greinarmun á veirum, bakteríum, sveppum, sníkjudýrum eða mönnum. Þau henta því alls ekki við meðhöndlun veirusýkinga og geta haft mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi. Helsta undantekningin er notkun vægra sótthreinsiefna (til dæmis spritts) á húð sem getur þolað þau að vissu marki.

Efnasamsetning lífvera og veira er náskyld. Kraftmiklar aðferðir til að „útrýma“ eða óvirkja veirur á ósértækan hátt með sterkum efnum eða orkuríkum geislum eru líka til þess fallnar að drepa lífverur, þar með talið manneskjur.

Þegar veirur sýkja lífverur fara þær inn í frumur hennar og fjölga sér þar. Því þarf sérhæfðar aðferðir til að ráða niðurlögum veira innan lífvera án þess að valda miklum skaða. Veirulyf beinast þannig oftast að mjög sértækum efnahvörfum sem tengjast ákveðnum veirum eða því hvernig veirurnar þekkja þær frumur sem þær sýkja.

Þróun krabbameinslyfja er áhugaverð hliðstæða. Smám saman hafa þess háttar lyf orðið sértækari, en eldri lyf drápu heilbrigðar frumur til jafns við krabbameinsfrumur. Að sama skapi hafa mörg eldri sýklalyf skaðlegri áhrif á frumur manna en þau lyf sem helst eru notuð í dag.

Ekki dugar að efni geti óvirkjað veirur ef markmiðið er að lækna veirusýkingu. Til að hægt sé að nota efni gegn slíkri sýkingu þurfa nokkur mikilvæg skilyrði að vera fyrir hendi:
  • Efnið þarf að virka innan frumna.
  • Efnið þarf að berast til veiranna. Tökum veiruna sem veldur COVID-19 sem dæmi. Hún fjölgar sér innan frumna í öndunarvegi, frá nefholi og niður í lungu. Efnið þarf því að berast til þessara svæða og komast inn í sýktar frumur.
  • Efnið þarf að vera í nægjanlegum styrk til að ná fram áhrifum sínum. Mörg efni geta borist til frumna og jafnvel inn í þær en eru þá í svo litlu magni að áhrifa þeirra gætir ekki.
  • Efnið má ekki vera skaðlegra en veiran sjálf. Mörg efni virka sérlega vel gegn vissum veirum en hafa svo skaðleg áhrif á manneskjur að notkun þeirra er alls ekki réttlætanleg.

Bleikiefni (e. bleach) eru efni sem hafa mikla sótthreinsieiginleika en um leið mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi. Bleikiefni eru ýmist með klóri (oft kallað bleikiklór eða einfaldlega „klór“) eða án hans. Bleikiklór er algengur á heimilum sem þvottaefni og veldur því miður oft skaða, sérstaklega meðal barna sem innbyrða hann fyrir slysni. Bleikiklór er einkum skaðlegur slímhúðum sem þekja öndunarveginn, meltingarveginn og fleiri líffærakerfi.

Þegar veirur sýkja lífverur fara þær inn í frumur hennar og fjölga sér þar. Því þarf sérhæfðar aðferðir til að ráða niðurlögum veira innan lífvera án þess að valda miklum skaða. Á myndinni sjást fjölmargar SARS-CoV-2-veirur sem hafa brotið sér leið úr hýsilfrumu.

Fjölmörg sótthreinsiefni eru til, eiginleikar þeirra eru mismunandi en mörg þeirra skaða menn. Vel er hægt að óvirkja veiruagnir utan líkamans með þeim og einnig með eðlisfræðilegum aðferðum eins og háum hita eða orkuríkum geislum. Slíkum aðferðum er beitt víða um heim við hreinsun drykkjarvatns og skólps, framleiðslu matvæla og dauðhreinsun ýmissa efna og áhalda. Þær henta þó engan veginn við meðferð á veirusýkingum í fólki í ljósi skaðsemi á vefi og þar sem þær virka hvorki að nægu marki né á réttum stöðum í líkamanum.

Heimildir:

Myndir:

Höfundar

Snædís Huld Björnsdóttir

sameindalíffræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Hrund Ólöf Andradóttir

prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ

Útgáfudagur

25.4.2020

Spyrjandi

Baldvin, ritstjórn

Tilvísun

Snædís Huld Björnsdóttir, Ágúst Kvaran, Jón Magnús Jóhannesson og Hrund Ólöf Andradóttir. „Er hægt að drepa veirur í mönnum með sótthreinsivökva eða orkuríkum geislum?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2020. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79289.

Snædís Huld Björnsdóttir, Ágúst Kvaran, Jón Magnús Jóhannesson og Hrund Ólöf Andradóttir. (2020, 25. apríl). Er hægt að drepa veirur í mönnum með sótthreinsivökva eða orkuríkum geislum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79289

Snædís Huld Björnsdóttir, Ágúst Kvaran, Jón Magnús Jóhannesson og Hrund Ólöf Andradóttir. „Er hægt að drepa veirur í mönnum með sótthreinsivökva eða orkuríkum geislum?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2020. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79289>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að drepa veirur í mönnum með sótthreinsivökva eða orkuríkum geislum?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega þetta: Kraftmiklar aðferðir til að óvirkja veirur á ósértækan hátt, til dæmis með sterkum efnum eða orkuríkum geislum, eru líka til þess fallnar að skemma frumur líkamans. Fyrir þessu er sú einfalda ástæða að efnasamsetning lífvera og veira er náskyld að miklu leyti og eyðingarmáttur efnanna eða geislanna því keimlíkur.

Sótthreinsiefni og orkuríkir geislar skemma lífrænar sameindir eins og erfðaefni og prótín. Efnin eða geislarnir gera ekki greinarmun á veirum, bakteríum, sveppum, sníkjudýrum eða mönnum. Þau henta því alls ekki við meðhöndlun veirusýkinga og geta haft mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi. Helsta undantekningin er notkun vægra sótthreinsiefna (til dæmis spritts) á húð sem getur þolað þau að vissu marki.

Efnasamsetning lífvera og veira er náskyld. Kraftmiklar aðferðir til að „útrýma“ eða óvirkja veirur á ósértækan hátt með sterkum efnum eða orkuríkum geislum eru líka til þess fallnar að drepa lífverur, þar með talið manneskjur.

Þegar veirur sýkja lífverur fara þær inn í frumur hennar og fjölga sér þar. Því þarf sérhæfðar aðferðir til að ráða niðurlögum veira innan lífvera án þess að valda miklum skaða. Veirulyf beinast þannig oftast að mjög sértækum efnahvörfum sem tengjast ákveðnum veirum eða því hvernig veirurnar þekkja þær frumur sem þær sýkja.

Þróun krabbameinslyfja er áhugaverð hliðstæða. Smám saman hafa þess háttar lyf orðið sértækari, en eldri lyf drápu heilbrigðar frumur til jafns við krabbameinsfrumur. Að sama skapi hafa mörg eldri sýklalyf skaðlegri áhrif á frumur manna en þau lyf sem helst eru notuð í dag.

Ekki dugar að efni geti óvirkjað veirur ef markmiðið er að lækna veirusýkingu. Til að hægt sé að nota efni gegn slíkri sýkingu þurfa nokkur mikilvæg skilyrði að vera fyrir hendi:
  • Efnið þarf að virka innan frumna.
  • Efnið þarf að berast til veiranna. Tökum veiruna sem veldur COVID-19 sem dæmi. Hún fjölgar sér innan frumna í öndunarvegi, frá nefholi og niður í lungu. Efnið þarf því að berast til þessara svæða og komast inn í sýktar frumur.
  • Efnið þarf að vera í nægjanlegum styrk til að ná fram áhrifum sínum. Mörg efni geta borist til frumna og jafnvel inn í þær en eru þá í svo litlu magni að áhrifa þeirra gætir ekki.
  • Efnið má ekki vera skaðlegra en veiran sjálf. Mörg efni virka sérlega vel gegn vissum veirum en hafa svo skaðleg áhrif á manneskjur að notkun þeirra er alls ekki réttlætanleg.

Bleikiefni (e. bleach) eru efni sem hafa mikla sótthreinsieiginleika en um leið mjög skaðleg áhrif á lifandi vefi. Bleikiefni eru ýmist með klóri (oft kallað bleikiklór eða einfaldlega „klór“) eða án hans. Bleikiklór er algengur á heimilum sem þvottaefni og veldur því miður oft skaða, sérstaklega meðal barna sem innbyrða hann fyrir slysni. Bleikiklór er einkum skaðlegur slímhúðum sem þekja öndunarveginn, meltingarveginn og fleiri líffærakerfi.

Þegar veirur sýkja lífverur fara þær inn í frumur hennar og fjölga sér þar. Því þarf sérhæfðar aðferðir til að ráða niðurlögum veira innan lífvera án þess að valda miklum skaða. Á myndinni sjást fjölmargar SARS-CoV-2-veirur sem hafa brotið sér leið úr hýsilfrumu.

Fjölmörg sótthreinsiefni eru til, eiginleikar þeirra eru mismunandi en mörg þeirra skaða menn. Vel er hægt að óvirkja veiruagnir utan líkamans með þeim og einnig með eðlisfræðilegum aðferðum eins og háum hita eða orkuríkum geislum. Slíkum aðferðum er beitt víða um heim við hreinsun drykkjarvatns og skólps, framleiðslu matvæla og dauðhreinsun ýmissa efna og áhalda. Þær henta þó engan veginn við meðferð á veirusýkingum í fólki í ljósi skaðsemi á vefi og þar sem þær virka hvorki að nægu marki né á réttum stöðum í líkamanum.

Heimildir:

Myndir:...