Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Getur klór í sundlaugum drepið COVID-veiruna og þá hvernig?

Ágúst Kvaran

Stutta svarið

Klór-sótthreinsivökvi sem notaður er í sundlaugum og víðar inniheldur veika sýru sem nefnist hypýklórsýra. Hún getur smogið inn fyrir frumuhimnur örvera og fituhimnur hjúpaðra veira og valdið þar skaða á viðkomandi örverum og veirum með ýmsum efnabreytingum. Í því felst eyðingarmáttur klór-sótthreinsunar gagnvart örverum og veirum.

Lengra svar

Klór er notað sem sótthreinsiefni í sundlaugum hérlendis. Um er að ræða efnasamband sem inniheldur klórfrumeindina (atómið), táknuð með Cl, en ekki hreint klór, táknað með Cl2. Umrætt efnasamband nefnist natrínhypóklórít og hefur efnatáknið NaOCl. Það er uppleyst í vatni (H2O) þar sem það umbreytist meðal annars í veika sýru sem nefnist hypóklórsýra (HOCl) sem og basa (NaOH). Þetta gerist í samræmi við efnajöfnuna:

NaOCl + H2O = NaOH + HOCl

Hypóklórsýran (HOCl) er hið eiginlega sótthreinsiefni og hún klofnar að litlu leyti í jónirnar (hlaðnar agnir), vetnisjón (H+) og hypóklórít (OCl-) samkvæmt:

HOCl -> H+ + OCl-

Agnirnar HOCl og OCl- verka báðar sótthreinsandi, í þeirri merkingu að þær valda dauða örvera. Það gerist með þeim hætti að þær ná að smjúga í gegnum frumuhimnur viðkomandi örvera þar sem þær geta valdið „usla og skaða“ með efnahvörfum innan frumuveggjanna.

Klór er notað sem sótthreinsiefni í sundlaugum hérlendis. Svonefnd hypóklórsýra eyðileggur meðal annars prótín, erfðaefni (RNA, DNA) og ómettaðar fitusýrur.

Óhlaðna ögnin HOCl á greiðari aðgang í gegnum frumuveggi en sú hlaðna (OCl-). Því er æskilegt að sem mestur hluti sýrunnar sé á forminu HOCl. Það er tryggt með því að stilla af sýrustig vatnlausnarinnar með myndun kolsýru, á þann hátt að koltvíoxíð-gasi (CO2) er blandað saman við vatnið. Dæmigert og æskilegt sýrustig í sundlaugum hefur gildi um 7,2 – 7,3.

Skemmdaráhrif og eyðingarmáttur vegna efnahvarfa hypóklórsýru við ýmis efni í frumum örvera og ýmsum veirum eru vel þekkt. [1] Hypóklórsýran eyðileggur til að mynda prótín, erfðaefni (RNA, DNA) og ómettaðar fitusýrur. Ekki liggja enn fyrir mælingar og óyggjandi sannanir fyrir sambærilegum eyðingarmætti hypóklórsýrunnar gagnvart veirunni sem veldur COVID-19. Í ljósi þess að samsetning þeirrar veiru er í grunninn sams konar og annarra veira, sem og örvera, verður að telja afar sennilegt að viðkomandi sótthreinsiefni hafi líka hamlandi eða eyðandi áhrif á SARS-CoV-2-veiruna. Meginlífefni hennar, það er erfðaefni, prótín og fituefnahjúpur (lípíðhjúpur), eru í grundavallaratriðum þau sömu og hjá öðrum örverum og veirum.

Skýringarmynd af veiruögn. Eyðileggingarmáttur klórsins gagnvart veirum felst einkum í efnabreytingum hypóklórsýrunnar við prótín.

Samanburður á virkni klórs/hypóklórsýru annars vegar og spritts hins vegar við sótthreinsun er áhugaverður. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Drepur handspritt kórónaveiruna? þá byggir sprittun einkum á eyðileggingu ysta hjúps veirunnar, lípíðhjúpnum. Ætla má að eyðileggingarmáttur klórsins felist einkum í efnabreytingum hypóklórsýrunnar við prótín veirunnar sem eru einkum innan við þann hjúp en einnig sem bindiprótín (e. spike protein) á yfirborði veirunnar. Það eru einmitt þau prótín sem veiran nýtir sér til að tengjast viðtökum á yfirborði hýsilfrumu.

Í þessu samhengi er einnig vert að hafa í huga svar við spurningunni Er hægt að drepa veirur í mönnum með sótthreinsivökva eða orkuríkum geislum? og bendum við lesendum á að kynna sér það.

Í lokin má einnig nefna að Sóttvarnastofnun Evrópu hefur gefið út ráðleggingar um notkun klórs til sótthreinsunar, til að verjast veirunni SARS-CoV-2. Þær ráðleggingar byggja meðal annars á niðurstöðum rannsókna á áhrifum klórs á kórónuveiruna SARS-CoV.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá t.d.: Hypochlorous acid - Wikipedia. (Sótt 10.12.2020). Og hér: Does Chlorine Kill Coronavirus? - COVID-19, Featured, Health Topics - Hackensack Meridian Health. (Sótt 10.12.2020).
  2. ^ Sjá: Study on the resistance of severe acute respiratory syndrome-associated coronavirus. (Sótt 11.12.2020). Einnig hér: Survival of Severe Acute Respiratory Syndrome Coronavirus. (Sótt 11.12.2020).

Myndir:

Spurningu Odds er hér svarað að hluta.

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

11.12.2020

Spyrjandi

Oddur Pálsson

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Getur klór í sundlaugum drepið COVID-veiruna og þá hvernig? “ Vísindavefurinn, 11. desember 2020. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75361.

Ágúst Kvaran. (2020, 11. desember). Getur klór í sundlaugum drepið COVID-veiruna og þá hvernig? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75361

Ágúst Kvaran. „Getur klór í sundlaugum drepið COVID-veiruna og þá hvernig? “ Vísindavefurinn. 11. des. 2020. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75361>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur klór í sundlaugum drepið COVID-veiruna og þá hvernig?

Stutta svarið

Klór-sótthreinsivökvi sem notaður er í sundlaugum og víðar inniheldur veika sýru sem nefnist hypýklórsýra. Hún getur smogið inn fyrir frumuhimnur örvera og fituhimnur hjúpaðra veira og valdið þar skaða á viðkomandi örverum og veirum með ýmsum efnabreytingum. Í því felst eyðingarmáttur klór-sótthreinsunar gagnvart örverum og veirum.

Lengra svar

Klór er notað sem sótthreinsiefni í sundlaugum hérlendis. Um er að ræða efnasamband sem inniheldur klórfrumeindina (atómið), táknuð með Cl, en ekki hreint klór, táknað með Cl2. Umrætt efnasamband nefnist natrínhypóklórít og hefur efnatáknið NaOCl. Það er uppleyst í vatni (H2O) þar sem það umbreytist meðal annars í veika sýru sem nefnist hypóklórsýra (HOCl) sem og basa (NaOH). Þetta gerist í samræmi við efnajöfnuna:

NaOCl + H2O = NaOH + HOCl

Hypóklórsýran (HOCl) er hið eiginlega sótthreinsiefni og hún klofnar að litlu leyti í jónirnar (hlaðnar agnir), vetnisjón (H+) og hypóklórít (OCl-) samkvæmt:

HOCl -> H+ + OCl-

Agnirnar HOCl og OCl- verka báðar sótthreinsandi, í þeirri merkingu að þær valda dauða örvera. Það gerist með þeim hætti að þær ná að smjúga í gegnum frumuhimnur viðkomandi örvera þar sem þær geta valdið „usla og skaða“ með efnahvörfum innan frumuveggjanna.

Klór er notað sem sótthreinsiefni í sundlaugum hérlendis. Svonefnd hypóklórsýra eyðileggur meðal annars prótín, erfðaefni (RNA, DNA) og ómettaðar fitusýrur.

Óhlaðna ögnin HOCl á greiðari aðgang í gegnum frumuveggi en sú hlaðna (OCl-). Því er æskilegt að sem mestur hluti sýrunnar sé á forminu HOCl. Það er tryggt með því að stilla af sýrustig vatnlausnarinnar með myndun kolsýru, á þann hátt að koltvíoxíð-gasi (CO2) er blandað saman við vatnið. Dæmigert og æskilegt sýrustig í sundlaugum hefur gildi um 7,2 – 7,3.

Skemmdaráhrif og eyðingarmáttur vegna efnahvarfa hypóklórsýru við ýmis efni í frumum örvera og ýmsum veirum eru vel þekkt. [1] Hypóklórsýran eyðileggur til að mynda prótín, erfðaefni (RNA, DNA) og ómettaðar fitusýrur. Ekki liggja enn fyrir mælingar og óyggjandi sannanir fyrir sambærilegum eyðingarmætti hypóklórsýrunnar gagnvart veirunni sem veldur COVID-19. Í ljósi þess að samsetning þeirrar veiru er í grunninn sams konar og annarra veira, sem og örvera, verður að telja afar sennilegt að viðkomandi sótthreinsiefni hafi líka hamlandi eða eyðandi áhrif á SARS-CoV-2-veiruna. Meginlífefni hennar, það er erfðaefni, prótín og fituefnahjúpur (lípíðhjúpur), eru í grundavallaratriðum þau sömu og hjá öðrum örverum og veirum.

Skýringarmynd af veiruögn. Eyðileggingarmáttur klórsins gagnvart veirum felst einkum í efnabreytingum hypóklórsýrunnar við prótín.

Samanburður á virkni klórs/hypóklórsýru annars vegar og spritts hins vegar við sótthreinsun er áhugaverður. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Drepur handspritt kórónaveiruna? þá byggir sprittun einkum á eyðileggingu ysta hjúps veirunnar, lípíðhjúpnum. Ætla má að eyðileggingarmáttur klórsins felist einkum í efnabreytingum hypóklórsýrunnar við prótín veirunnar sem eru einkum innan við þann hjúp en einnig sem bindiprótín (e. spike protein) á yfirborði veirunnar. Það eru einmitt þau prótín sem veiran nýtir sér til að tengjast viðtökum á yfirborði hýsilfrumu.

Í þessu samhengi er einnig vert að hafa í huga svar við spurningunni Er hægt að drepa veirur í mönnum með sótthreinsivökva eða orkuríkum geislum? og bendum við lesendum á að kynna sér það.

Í lokin má einnig nefna að Sóttvarnastofnun Evrópu hefur gefið út ráðleggingar um notkun klórs til sótthreinsunar, til að verjast veirunni SARS-CoV-2. Þær ráðleggingar byggja meðal annars á niðurstöðum rannsókna á áhrifum klórs á kórónuveiruna SARS-CoV.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá t.d.: Hypochlorous acid - Wikipedia. (Sótt 10.12.2020). Og hér: Does Chlorine Kill Coronavirus? - COVID-19, Featured, Health Topics - Hackensack Meridian Health. (Sótt 10.12.2020).
  2. ^ Sjá: Study on the resistance of severe acute respiratory syndrome-associated coronavirus. (Sótt 11.12.2020). Einnig hér: Survival of Severe Acute Respiratory Syndrome Coronavirus. (Sótt 11.12.2020).

Myndir:

Spurningu Odds er hér svarað að hluta....