Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að nota vetnisperoxíð til tannhvíttunar?

Emelía Eiríksdóttir

Vetnisperoxíð (e. hydrogen peroxide) er vökvi með efnaformúluna H2O2. Efnið er aðeins þykkara en vatn og örlítið bláleitt á hreinu formi en litlaust þegar það er blandað vatni. Vetnisperoxíð er til ýmissa hluta nytsamlegt, það er meðal annars notað sem sótthreinsir, til að hreinsa drykkjarvatn, aflita hár og efni og er algengt eldsneyti í flugeldum. Það er einnig hægt að nota vetnisperoxíð til að lýsa eða hvítta tennur. Nánar er fjallað um vetnisperoxíð í svari Gunnars Reginssonar við spurningunni Hvað er vetnisperoxíð, í hvað er það helst notað og hvar er hægt að nálgast það?

Tennur fólks eru mismunandi á litinn, sumir hafa mjög ljósar tennur en hjá öðrum eru tennurnar dekkri. Algengt er að tennur fólks dökkni með aldrinum því glerungur þeirra þynnist og þá sést betur í gult tannbeinið fyrir innan. Matur og drykkir, eins og te, kaffi og rauðvín, geta litað tennur. Tóbaksnotkun og einstaka sýklalyf (til dæmis tetracycline) geta einnig dekkt tennur auk þess sem rótfylltar tennur dökkna með tímanum. Erfðir geta líka haft áhrif á lit tanna.

Tannhvíttanir eru ekki nýjar af nálinni og til eru allt að 170 ára gamlar heimildir um tannlýsingar. Tannhvíttanir svipaðar þeim sem við þekkjum í dag hófust hins vegar á 7. áratug síðustu aldar.

Tennur eru oft hvíttaðar með vetnisperoxíði sem þá er sett í sérsniðnar skinnur sem látnar eru liggja á tönnunum í ákveðinn tíma.

Þegar tannlæknir lýsir tennur og/eða þegar fólk lýsir sjálft tennur sínar, er mjög vinsælt að nota strimla eða tannlýsingarskinnur. Strimlarnir eru gerðir úr plasti og koma húðaðir með vetnisperoxíði, þeir eru látnir sitja framan á tönnunum í einhvern tíma, daglega nokkra daga í senn.

Tannlýsingarskinnurnar eru sniðnar að hverjum einstaklingi fyrir sig og passa ekki á tennur annarra. Tannlæknirinn byrjar á því að gera leirmót af tönnum viðkomandi og notar það til að útbúa hart gipsmót sem hann sendir til tannsmiðs. Tannsmiðurinn útbýr svo skinnur úr mjúku plasti eftir mótinu. Þetta má sjá á stuttu myndskeiði hér.

Tannlýsingargel er sett í skinnurnar og þær látnar sitja á tönnunum í einhvern tíma, daglega nokkra daga í röð þar til tilætluðum árangri er náð. Tannlýsingargelið inniheldur annað hvort vetnisperoxíð eða svonefnt karbamíðperoxíð (e. carbamide peroxide), sem er blanda af vetnisperoxíði og þvagefni (e. urea). Virka efnið í gelinu er vetnisperoxíðið og veldur það lýsingu tannanna. Gelið sem inniheldur karbamíðperoxíð er aðeins stöðugra en gelið sem inniheldur eingöngu vetnisperoxíð en bæði gelin eru áþekk hvað virkni og árangur tannhvíttunar varðar. Mælt er með því að geyma báðar geltegundirnar í ísskáp til að lengja geymslutíma þeirra.

Hægt er að fá gel með mismiklu magni af vetnisperoxíði en gullna reglan í tannhvíttun er sú að því sterkara sem tannlýsingargelið er, þeim mun styttri tíma þarf það að vera á tönnunum. Varast ber að láta gelið liggja of lengi á tönnunum í hvert sinn. Sumir verða nefnilega viðkvæmir í tönnum eftir meðferðir, til dæmis fyrir kulda. Einnig skal halda gelinu frá tannholdinu því það fer fljótt að svíða undan því vegna vetnisperoxíðsins. Fólki undir tvítugu er almennt ráðlagt frá því að hvítta tennur, enda eru tennur þeirra viðkvæmari en tennur eldra fólks. Einnig er óæskilegt að þungaðar konur og konur með barn á brjósti hvítti tennurnar. Tannhvíttun virkar ekki á tennur með krónur, brýr eða fyllingar.

Tannhvíttun er ekki varanleg því tennurnar geta litast af mat, drykkjum og tóbaki alla ævi. Yfirleitt þarf því að skerpa á hvíttuninni í nokkra daga í senn á hverju ári.

Vetnisperoxíðið smýgur í gegnum glerunginn og myndar þar súrefnisstakeindir sem hvarfast við brúnu litarefnin og brjóta þau niður með oxun.

En hvernig lýsir vetnisperoxíð tennurnar? Vetnisperoxíðið smýgur í gegnum glerunginn og myndar þar súrefnisstakeindir (e. free radicals) sem hvarfast við brúnu litarefnin og brjóta þau niður með oxun, enda er vetnisperoxíð þekkt sem oxunarmiðill. Nýju efnin sem myndast eru ljós á litin eða litlaus og því minnkar brúni litur tannanna.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.1.2022

Spyrjandi

Bára Sif Werner Leonard

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að nota vetnisperoxíð til tannhvíttunar?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2022, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68161.

Emelía Eiríksdóttir. (2022, 6. janúar). Er hægt að nota vetnisperoxíð til tannhvíttunar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68161

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að nota vetnisperoxíð til tannhvíttunar?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2022. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68161>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að nota vetnisperoxíð til tannhvíttunar?
Vetnisperoxíð (e. hydrogen peroxide) er vökvi með efnaformúluna H2O2. Efnið er aðeins þykkara en vatn og örlítið bláleitt á hreinu formi en litlaust þegar það er blandað vatni. Vetnisperoxíð er til ýmissa hluta nytsamlegt, það er meðal annars notað sem sótthreinsir, til að hreinsa drykkjarvatn, aflita hár og efni og er algengt eldsneyti í flugeldum. Það er einnig hægt að nota vetnisperoxíð til að lýsa eða hvítta tennur. Nánar er fjallað um vetnisperoxíð í svari Gunnars Reginssonar við spurningunni Hvað er vetnisperoxíð, í hvað er það helst notað og hvar er hægt að nálgast það?

Tennur fólks eru mismunandi á litinn, sumir hafa mjög ljósar tennur en hjá öðrum eru tennurnar dekkri. Algengt er að tennur fólks dökkni með aldrinum því glerungur þeirra þynnist og þá sést betur í gult tannbeinið fyrir innan. Matur og drykkir, eins og te, kaffi og rauðvín, geta litað tennur. Tóbaksnotkun og einstaka sýklalyf (til dæmis tetracycline) geta einnig dekkt tennur auk þess sem rótfylltar tennur dökkna með tímanum. Erfðir geta líka haft áhrif á lit tanna.

Tannhvíttanir eru ekki nýjar af nálinni og til eru allt að 170 ára gamlar heimildir um tannlýsingar. Tannhvíttanir svipaðar þeim sem við þekkjum í dag hófust hins vegar á 7. áratug síðustu aldar.

Tennur eru oft hvíttaðar með vetnisperoxíði sem þá er sett í sérsniðnar skinnur sem látnar eru liggja á tönnunum í ákveðinn tíma.

Þegar tannlæknir lýsir tennur og/eða þegar fólk lýsir sjálft tennur sínar, er mjög vinsælt að nota strimla eða tannlýsingarskinnur. Strimlarnir eru gerðir úr plasti og koma húðaðir með vetnisperoxíði, þeir eru látnir sitja framan á tönnunum í einhvern tíma, daglega nokkra daga í senn.

Tannlýsingarskinnurnar eru sniðnar að hverjum einstaklingi fyrir sig og passa ekki á tennur annarra. Tannlæknirinn byrjar á því að gera leirmót af tönnum viðkomandi og notar það til að útbúa hart gipsmót sem hann sendir til tannsmiðs. Tannsmiðurinn útbýr svo skinnur úr mjúku plasti eftir mótinu. Þetta má sjá á stuttu myndskeiði hér.

Tannlýsingargel er sett í skinnurnar og þær látnar sitja á tönnunum í einhvern tíma, daglega nokkra daga í röð þar til tilætluðum árangri er náð. Tannlýsingargelið inniheldur annað hvort vetnisperoxíð eða svonefnt karbamíðperoxíð (e. carbamide peroxide), sem er blanda af vetnisperoxíði og þvagefni (e. urea). Virka efnið í gelinu er vetnisperoxíðið og veldur það lýsingu tannanna. Gelið sem inniheldur karbamíðperoxíð er aðeins stöðugra en gelið sem inniheldur eingöngu vetnisperoxíð en bæði gelin eru áþekk hvað virkni og árangur tannhvíttunar varðar. Mælt er með því að geyma báðar geltegundirnar í ísskáp til að lengja geymslutíma þeirra.

Hægt er að fá gel með mismiklu magni af vetnisperoxíði en gullna reglan í tannhvíttun er sú að því sterkara sem tannlýsingargelið er, þeim mun styttri tíma þarf það að vera á tönnunum. Varast ber að láta gelið liggja of lengi á tönnunum í hvert sinn. Sumir verða nefnilega viðkvæmir í tönnum eftir meðferðir, til dæmis fyrir kulda. Einnig skal halda gelinu frá tannholdinu því það fer fljótt að svíða undan því vegna vetnisperoxíðsins. Fólki undir tvítugu er almennt ráðlagt frá því að hvítta tennur, enda eru tennur þeirra viðkvæmari en tennur eldra fólks. Einnig er óæskilegt að þungaðar konur og konur með barn á brjósti hvítti tennurnar. Tannhvíttun virkar ekki á tennur með krónur, brýr eða fyllingar.

Tannhvíttun er ekki varanleg því tennurnar geta litast af mat, drykkjum og tóbaki alla ævi. Yfirleitt þarf því að skerpa á hvíttuninni í nokkra daga í senn á hverju ári.

Vetnisperoxíðið smýgur í gegnum glerunginn og myndar þar súrefnisstakeindir sem hvarfast við brúnu litarefnin og brjóta þau niður með oxun.

En hvernig lýsir vetnisperoxíð tennurnar? Vetnisperoxíðið smýgur í gegnum glerunginn og myndar þar súrefnisstakeindir (e. free radicals) sem hvarfast við brúnu litarefnin og brjóta þau niður með oxun, enda er vetnisperoxíð þekkt sem oxunarmiðill. Nýju efnin sem myndast eru ljós á litin eða litlaus og því minnkar brúni litur tannanna.

Heimildir og myndir:...