Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1629 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?

Sjálfsveruhyggja er ekki ein kenning heldur ýmsar kenningar og hugmyndir í þá veru að hugur manns sé með einhverjum hætti einangraður frá öllum veruleika sem er utan við hann. Sumar kenningar af þessu sauðahúsi virðast fremur sennilegar. Fljótt á litið get ég til dæmis ekki fullvissað mig um að aðrir skynji li...

category-iconHugvísindi

Hver eru merkustu rit Jóns lærða?

Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Sumarið 1637 fór Jón til Austurlands og dvaldist þar til æviloka 1658, e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skunka?

Skunkar nefnast einnig þefdýr. Til skunka teljast tólf tegundir sem flokkast í fjórar ættkvíslir innan ættarinnar Mephitidae. Tíu af þeim tólf tegundum sem þekktar eru lifa í Norður- og Suður-Ameríku, en tvær tegundir, sem tilheyra ættkvíslinni Mydaus, finnast á eyjum Indónesíu og á Filippseyjum. Hér verður að...

category-iconLæknisfræði

Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?

Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt ...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir tilvist Guðs út frá mögulegum útskýringum á tilvist alheimsins?

Tilvist alheimsins hefur verið mönnum nokkurt undrunarefni svo langt sem heimildir ná, og að öllum líkindum lengur, svo að ekki þarf að koma á óvart þótt reynt hafi verið að leita svara við slíkum spurningum í tímans rás. Hefðbundið svar felst í svonefndum „heimsfræðirökum“, sem eru ein af nokkrum sígildum rökfærs...

category-iconBókmenntir og listir

Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?

Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans...

category-iconSálfræði

Er heili siðblindingja öðruvísi en í venjulegu fólki?

Spurning Eneku hljóðaði upphaflega svona:Er heilinn í siðblindingjum eitthvað öðruvísi en í venjulegum einstaklingi? Stutta svarið við þessari spurningu er að heili svonefndra siðblindingja er að ýmsu leyti öðru vísi en í þeim sem ekki teljast vera siðblindir. Þvert á það sem margir halda er siðblinda ekki p...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta sniglar lifað það af að missa hausinn?

Stutta svarið er já, vissar tegundir sæsnigla lifa þetta af. Eða réttara sagt, hausinn lifir af og endurmyndar nýjan líkama. Þekkt er að tré missa lauf og greinar án vandræða en dýr missa yfirleitt ekki líkamsparta án aukaverkana. Undantekningarnar eru reyndar nokkrir hópar dýra sem missa líffæri, til dæmis de...

category-iconUmhverfismál

Losa framræstar mýrar enn koltvísýring þó 50 ár séu liðin frá framræsingunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru löngu framræstar mýrar, sem t.d. voru ræstar fram fyrir um 50 árum, enn að losa koltvísýring í jafn miklum mæli og þær gerðu í upphafi? Eða eru þær orðnar að þurrlendi í þeim skilningi? Á jarðsögulegum tímaskala eru 50 ár skammur tími og því varla hægt að segja ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?

Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...

category-iconBókmenntir og listir

Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?

Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...

category-iconHeimspeki

Hvaða sérfræðingum á að treysta í málefnum sem tengjast COVID-19?

Sérfræðingar gegna tveimur mikilvægum hlutverkum í COVID-19-faraldrinum. Í fyrsta lagi aðstoða þeir stjórnvöld við stefnumótun og í öðru lagi sjá þeir um að upplýsa almenning og byggja upp traust. En þá vaknar mikilvæg spurning: hverjir eru þessir sérfræðingar? Hverjir eiga að aðstoða stjórnvöld við stefnumótun og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað stjórnar litaskiptunum hjá rjúpunum?

Fiður er mjög mikilvægt líffæri sem einkennir fugla. Fiðrið gegnir fyrst og fremst því hlutverki að vera einangrunarlag, sem temprar líkamshitann, og er einnig mjög mikilvægt flugtæki. Auk þess er fiðrið mikilvægt vegna litar og munsturs, sem er venjulega til þess fallið að fuglinn verður minna áberandi, en er ein...

category-iconMannfræði

Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?

Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á að flokkun manna í kynþætti er ákveðið afsprengi menningar okkar og sögu, en ekki náttúruleg skipting mannkyns í líffræðilega hópa. Því má segja að flokkun í kynþætti sé félagsleg flokkun byggð á fjöbreytileikanum í svipgerð (e. phenotype) mannkyns, þar sem einkum er ein...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru geðsjúkdómar ættgengir?

Hér er einnig svarað spurningu Rósu Kristjánsdóttur um sama efni. Lengi hefur verið talið að alvarlegir geðsjúkdómar eins og geðklofi (enska schizophrenia) og geðhvarfasýki (manic-depressive illness), væru að einhverju eða öllu leyti arfgengir. Flestir eru löngu orðnir sammála um að geðhvarfasýki sé að verulegu l...

Fleiri niðurstöður