Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7114 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?

Þessari spurningu er auðsvarað frá mínu sjónarmiði sem sagnfræðings: Nei, hvorugt. Einhverjum kann að finnast ósmekklegt að börn systkina gangi í hjónaband og líklega er það fátítt nú orðið, en ætti samt ekki að stangast á við siðferðiskennd nokkurs manns. Á miðöldum máttu ekki fjórmenningar giftast eða eignast...

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði Gamla sáttmála og hvað fólst í honum?

Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262. Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt. Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna hafa allar margliður að minnsta kosti eina rót í mengi tvinntalnanna?

Við skulum byrja á að rifja upp hvað margliður og tvinntölur eru svo að allir viti hvað um er rætt. Tvinntala er tala á forminu a + ib, þar sem a og b eru venjulegar rauntölur, og i er fasti sem uppfyllir að i2 = -1. Allar venjulegar rauntölur eru líka tvinntölur, því ef a er rauntala þá má skrifa hana sem a + i*0...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á ísöld og kuldaskeiði?

Í stuttu máli þá er munurinn á ísöld og kuldaskeiði sá að ísöld merkir ákveðið tímabil í jarðsögunni sem stóð yfir í tæplega 3 milljónir ára en kuldaskeið er notað um ákveðin skeið innan ísaldar. Kannski má líkja þessu við það að orðið vetur er notað um ákveðna árstíð en það þýðir þó ekki alltaf sé kalt á veturna ...

category-iconFélagsvísindi

Hvers konar lýðræði er í Evrópusambandinu?

Flestir Vesturlandabúar líta líklega á lýðræði sem rótgróið, sjálfsagt fyrirbæri en því fer fjarri að svo sé ef grannt er skoðað. Með góðum rökum má halda því fram að einu Evrópuríkin sem búið hafa við stöðugt og ótruflað lýðræði síðustu 50 árin séu Bretland, Benelux-löndin og Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu....

category-iconFöstudagssvar

Hvað gerist ef ég tek smurða brauðsneið, festi hana við bakið á ketti og kasta honum upp í loft?

Lesendur Vísindavefsins hefur vafalaust rennt í grun að ritstjórnin sé skipuð fólki sem dreymdi einu sinni um að vinna Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til vísindanna. Það er líka alveg rétt. Hitt er svo einnig augljóst að fyrst þau vinna á Vísindavefnum er lítil von til að þessi draumur rætist. Annar raunhæfari ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru margar virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið?

Þegar spurt er hversu margar eldstöðvar séu á Íslandi kann jarðfræðingum að vefjast tunga um tönn — á til dæmis að telja einstakan gíg sérstaka eldstöð eða goshrinur eins og Kröfluelda 1974-85 eitt eða mörg eldgos. Þess vegna var kringum 1970 tekið upp hugtakið eldstöðvakerfi sem tekur til allra þeirra eldstöðva s...

category-iconEfnafræði

Hver eru helstu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti og hvaða áhrif geta þau haft á líkamann til lengri tíma litið?

Helstu eiturefni sem finnast í ávöxtum og grænmeti hér á landi eru svonefnd varnarefni. Þeim er oftast skipt í fjóra flokka, það er skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppalyf og stýriefni, en það eru efni sem stjórna vexti plantna. Til eru að minnsta kosti 1.300 virk efni sem falla undir skilgreininguna varnarefn...

category-iconJarðvísindi

Hvenær sprakk sprengigígurinn hjá Santorini og hvaða áhrif hafði stórgosið þar?

Það má segja að Grikkland til forna, Krít og aðrar eyjar í Eyjahafi hafi verið vagga menningar Evrópu. Á seinni hluta bronsaldar, fyrir um 3600 árum, varð stórgos í Eyjahafi sem gerbreytti sögunni. Sprengigos á eynni Santorini eða Þeru í kringum árið 1625 f.Kr. er sennilega annað stærsta eldgos sem dunið hefur yfi...

category-iconVísindi almennt

Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?

Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki. Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hl...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...

category-iconStærðfræði

Er stærðfræði raunvísindi eða hugvísindi?

Það er að vissu leyti samkomulagsatriði hvort stærðfræði flokkist til raunvísinda eða hugvísinda. Það má líka færa rök fyrir því að stærðfræði tilheyri hvorki raunvísindum né hugvísindum. Af öðrum fræðigreinum á stærðfræði að mörgu leyti mest sameiginlegt með greinum eins og rökfræði (e. logic) og ákvörðunarfr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er það vandamál að íbúum landsbyggðarinnar fari fækkandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Af hverju er vandamál að íbúafjölda landsbyggðarinnar sé að fækka? Hvaða afleiðingar hefði það í för með sér t.d. ef byggð legðist 100% af á Vestfjörðum? Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun? Þekkist þetta vandamál í öðrum löndum? Þann 1. janúar 2015 bjuggu 117....

category-iconEfnafræði

Hvernig varð dínamít til?

Hér er einnig svarað spurningunni:Úr hverju er dínamít búið til og hvernig verkar það? Dínamít er sprengiefni sem sænski efnafræðingurinn Alfred Nóbel (1833-1896) fann upp árið 1867. Faðir Alfreds, Immanuel, var byggingarverkfræðingur í Stokkhólmi en þaðan fékk Alfred áhuga sinn á að finna upp öruggari og skilv...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er hugmyndin á bak við vegabréf? Hvenær komu þau fyrst fram og í hvaða tilgangi? Vegabréf er ferðaskilríki gefið út af yfirvöldum. Vegabréfið staðfestir þjóðerni eigandans og veitir heimild til þess að snúa aftur til heimalandsins. Vegabréf getur líka verið tæk...

Fleiri niðurstöður