Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1123 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?

Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...

category-iconStærðfræði

Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er upphaf algebru og hvenær barst hún til Evrópu?

Þegar flett er upp í ritum um sögu stærðfræðinnar er að finna klausur um algebru meðal menningarþjóða í Egyptalandi, Babýloníu og Kína löngu fyrir daga Krists. Þessar þjóðir fengust við algebru í þeim skilningi að menn leystu til dæmis fyrsta stigs jöfnur með einni eða tveimur óþekktum stærðum, þekktu Pýþagórasarr...

category-iconLæknisfræði

Hverjar eru helstu smitleiðir HPV-sýkinga og hverjir eru í mestri hættu á að smitast?

Nær allar rannsóknir um algengi og nýgengi HPV-sýkinga (e. Human Papillomavirus) benda til að aðaláhættan sé tengd fjölda kynlífsfélaga. Ungt fólk sem er mjög virkt kynferðislega er í mestri áhættu að fá HPV-sýkingu og er tíðnin hæst hjá ungmennum á aldrinum 18-28 ára.1,2 Áhættuþættir sem tengjast HPV-sýkingum hjá...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa erfðaþættir áhrif á veirusýkingar?

Upprunalega spurningin var: Skipta erfðir hýsils máli í sýkingum vegna veira eða annara sýkla? Breytileiki í einkennum lífvera orsakast af erfðum, umhverfi, samspili hvoru tveggja eða tilviljunum. Munur er á styrk áhrifanna eftir eiginleikum. Form vængja ávaxtaflugna eða munnvídd fólks eru dæmi um breytilei...

category-iconStærðfræði

Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?

Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...

category-iconSálfræði

Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um notkun hugtakanna vinstri og hægri í umræðu um stjórnmál: Hver er ástæða þess að stjórnmálastefnur er titlaðar til hægri eða vinstri? Þegar það er talað um vinstri og hægri í pólitík, hvað er þá átt við? Hver er munurinn á hægrisinnuðum manni eða vinstrisinnuðum? Hvað er ...

category-iconHeimspeki

Hvað er markhyggja?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er markhyggja? Hvenær og af hverju varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? Markhyggja er í grófum dráttum hver sú kenning sem beitir tilgangsskýringum. Tilgangsskýringar eru útskýringarnar sem vísa til tilgangs eða ætlunar sem þáttar í orsakasamhengi. Þá er það sem...

category-iconJarðvísindi

Hvaða viðbætur við botnskriðskenninguna komu með flekakenningunni?

Í stuttu máli Samkvæmt botnskriðskenningunni[1] gliðnar hafsbotnsskorpan um miðhafshryggi, skorpuna rekur frá hryggnum til beggja átta, basaltbráð fyllir jafnóðum upp í sprunguna. Við kólnun tekur bergið á sig segulstefnu ríkjandi segulsviðs sem gerir kleift að aldursgreina hafsbotninn og meta hraða gliðnunar. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?

Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?

Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar. Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eld...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru kynin bara tvö?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru kynin bara tvö og hver er munurinn á þeim? Stutta svarið við spurningunni er nei. Fjölbreytileiki er mikill í stofni manna og annarra dýra. Eðlilegast er að hugsa um fjölbreytt róf kyntengdra einkenna, frekar en tvö aðgreind kyn. Lengra svar Líffræði kyns er flókin. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gæti ég fengið að vita það helsta um kolefni?

Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?

Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...

category-iconJarðvísindi

Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?

Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...

Fleiri niðurstöður