Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7600 svör fundust
Hvað er ys og þys og koma orðin einhvern tíma fyrir ein og sér?
Upprunalega spurningin var á þessa leið:Hver eru þessi títtnefndu "ys" og "þys" og hvernig haga þessi orð sér í öðrum myndum (já, eða ein og sér) ef einhverjum dytti nú í hug að vilja nota þau utan þessa eina frasa? Orðið ys merkir ‘hávaði af fólki, kliður’ og þekkist þegar í fornu máli. Það er nánast alltaf í...
Er siðferðilega rétt að sádi-arabísk knattspyrnulið sanki að sér bestu knattspyrnumönnum í heimi?
Þessi spurning vísar til nokkurs sem hefur verið mikið í umræðunni á síðastliðnum árum. „Íþróttaþvottur“ (e. sportwashing) er hluti af siðferðilegum þvottabrögðum (grænþvottur (e. greenwashing) er mögulega þekktasta útgáfan) þar sem aðilar reyna að losna undan gagnrýni á siðferðilegt inntak starfsemi eða stjórnarh...
Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?
Skynjun er gífurlega flókið og viðamikið ferli, svo flókið að ómögulegt er að gera grein fyrir því öllu í litlu svari sem þessu. Hér verður því aðallega fyrsta skrefinu, það er hvernig skynfærin taka við umhverfisáreitum, lýst í stuttu máli. Sjónskyn Flestir geta verið sammála um að sjónskynið sé mikilvægast...
Gengur líkamsklukkan alltaf í takt við venjulega klukku?
Þrjár klukkur koma við sögu þegar fjallað er um mikilvægi þess að hafa rétta klukku; sólarklukka og staðarklukka (sem báðar eru ytri klukkur) og dægurklukka (innri klukka). Þessar klukkur eru ólíkar en tengjast þó innbyrðis. Sólarklukkan endurspeglar snúning jarðar um sólu en jafnfram líka um möndul sinn. Sólar...
Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?
Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning g...
Hvaða áhrif hefur hungurverkfall á líkamann?
Við föstu eða svelti þarf líkaminn að treysta á eigin birgðir af orkugefandi næringarefnum. Fyrst um sinn nýtir hann birgðir sínar af kolvetnum og fitu, en kolvetnabirgðirnar sem eru fyrst og fremst á formi glúkósa (þrúgusykurs) í glýkógensameindum klárast á aðeins nokkrum klukkustundum. Þar sem heilinn, ásamt ...
Er gos fitandi?
Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...
Vita vísindamenn hvar stærsta risasvarthol alheimsins er og hversu stórt það er?
Það er erfitt að segja hvaða risasvarthol er það stærsta sem mælst hefur. Mismunandi aðferðum er beitt til að mæla massa svarthola og óvissan sem er fólgin í mælingum er mismikil. Stundum gefa jafnvel mismunandi mæliaðferðir misvísandi svör. En það er engu að síður ljóst að allra stærstu svartholin sem fundist haf...
Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?
Í nútíma svæfingalæknisfræði er notast við nokkra mismunandi lyfjaflokka til að gera skurðlæknum kleift að framkvæma skurðaðgerðir án sársauka. Innöndun á rokgjörnum svæfingalyfjum hefur verið notuð til svæfinga síðan um miðja nítjándu öld. Eter var fyrst notaður árið 1846 og var það fyrsta lyfið í flokki lyfj...
Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða baði?
Í samanburði sem þessum þarf að gefa sér einhverjar forsendur. Mjög misjafnt er hversu lengi fólk stendur undir sturtunni, hve mikill kraftur er á vatninu og hversu mikið vatn er sett í baðkarið. Hér er stuðst við upplýsingar sem má finna á heimasíðu Vistverndar í verki, en mati og áherslum í þeim þó breytt nokkuð...
Kemur kalt sumar á eftir köldu vori?
Veður í vor (apríl og maí 2013) hefur verið í svalasta lagi miðað við síðustu 20 ár. Áberandi kaldara var 1989. Þeirri spurning hefur verið varpað fram hvort köldu vori fylgdi ekki alltaf kalt sumar. Til þess að skoða það berum við saman vor- og sumarhita í Reykjavík frá 1874 til 2012, reiknum aðfallslínu og t...
Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?
Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur. Á Netinu má finna lista yfir sy...
Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Ég er mjög forvitinn að vita hvers konar stjörnukíki þið eruð með undir kúplinum sem sést frá Suðurgötunni? Takk, Gabriel... Áhugamaður um stjörnuskoðun Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjónaukinn ...
Eru til græn spendýr?
Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...
Hver eru tengslin milli kílójúls og watta?
Júl er mælieing fyrir orku (e. energy) en watt er mælieining fyrir afl eða afköst (e. power) sem er orka á tímaeiningu. Eitt júl er sú orka sem eitt watt gefur á einni sekúndu. Því er eitt kílójúl sú orka sem 1000 W eða 1 kW (kílówatt) gefa á einni sekúndu. Júlið er yfirleitt skrifað "Joule" á erlendum málum....