Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1269 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?

Í stóráhugaverðu svari hér á Vísindavefnum er sagt frá því hvernig orðið þórðargleði kom inn í íslenskt mál. Íslendingar eru ákaflega heppnir að eiga svo skemmtilegt heiti yfir þetta sérstaka hugafar. Að gleðjast yfir óförum annarra hefur þó vafalaust þekkst áður en orðið var viðurkennt í málinu. Mann-, mál og þjó...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara mál að beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær kom orðið gagnrýni inn í íslensku? Stundum er spurt hvort eigi að segja beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun. Stutta svarið er að hvort tveggja er rétt, en það þarfnast nánari skýringar. Venjuleg mynd þessa lýsingarorðs í nefnifalli eintölu er gagnrý...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Til hvers þarf maður að læra stærðfræði þegar við getum notað reiknitölvu?

Þörf er á stærðfræði: til að geta látið tölvu reikna fyrir sig til að geta tekið þátt í spilum og leikjum til að geta breytt mataruppskrift sem miðuð er við fjóra í uppskrift fyrir sex til að geta metið hvort maður hefur efni á að kaupa það sem mann langar í til að geta reiknað út í huganum hva...

category-iconHugvísindi

Hve margir hafa forsetar Bandaríkjanna verið og hvað hétu þeir?

Forsetar Bandaríkjanna hafa alls verið 45 að sitjandi forseta, Donald Trump, meðtöldum. Forsetar Bandaríkjanna hingað til: George Washington 1789—1797 (Stjórnarskrá tekur gildi 1789.) John Adams 1797—1801 Thomas Jefferson 1801—1809 (Vesturhlutinn sem tilheyrði Frakklandi innlimaður í Bandaríkin 1803.) Jame...

category-iconLæknisfræði

Er alnæmi það sama og HIV-veiran?

Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu það að alnæmi (Aquired Immunodeficiency Syndrome – AIDS) er sjúkdómurinn sem HIV veiran (Human Immunodeficiency Virus) veldur. Á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er að finna góða útskýringu á hugtökunum HIV og alnæmi. Þar segir:HIV er sú veira sem valdið getur...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er kynímynd?

Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýði...

category-iconVísindi almennt

Hvað er talið að olíubirgðir jarðar endist lengi?

Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um svar við þessari spurningu. Flestir telja þó að olían í jörðinni endurnýist ekki og að sennilegast sé að olían endist ekki nema út þessa öld. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries) hafa áætlað að olían í aðildarlöndum þess munu endas...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hringrás blóðsins?

Í grófum dráttum er hringrás blóðs eins og hér er lýst. Hefjum ferðina í hægri gátt hjartans, sem er efra hólf þess í hægri helmingnum. Inn í hægri gáttina kemur blóð frá öllum vefjum líkamans um tvær stórar bláæðar sem heita efri og neðri holæð. Bláæðar eru æðar sem flytja blóð til hjartans. Í holæðunum er blóði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu:Ef efnisklumpur brennur ekki í geimnum vegna súrefnisskorts hvers vegna er þá sólin einn allsherjarbruni?Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi? segir meðal annars...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni?

Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? er tegundin maður (Homo sapiens) óvenju einsleit í skilningi erfðafræðinnar þrátt fyrir landfræðilega útbreiðslu sem spannar nær öll landsvæði jarðar. Það er því ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvers vegna tegund okkar er svo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur?

Hunangsflugur eru af ætt býflugna en ólíkt býflugum gera þær sér ekki varanlegt bú. Lengi vel var aðeins ein tegund af ættinni hér á landi en nú eru þær þrjár. Gamla íslenska hunangsflugan heitir móhumla (Bombus jonellus). Hún er nokkuð algeng á láglendi um allt land en er mest í dreifbýli og finnst sjaldan í þ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru kraftar Londons?

Venjulegar sameindir (e. molecules) eru óhlaðnar sem heild og þess vegna verka ekki milli þeirra neinir rafkraftar af venjulegustu gerð, það er að segja svokallaðir Coulomb-kraftar milli hlaðinna efniseinda. Hins vegar er jákvæð hleðsla í atómkjörnum sameindarinnar og jafnstór neikvæð hleðsla í rafeindum hennar sa...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Það er hægt að breyta rafmagni í örbylgjur en er hægt að snúa ferlinu við og breyta örbylgjum í rafmagn?

Það má breyta örbylgjum í rafstraum með afriðandi loftneti (e. rectenna, rectifier antenna). Afriðandi loftnet breytir örbylgjum beint í jafnstraum. Einfalt afriðandi loftnet er byggt með því að leggja Schottky-tvist (e. Schottky diode) á milli póla loftnets. Schottky-tvistur hefur þann eiginleika að leiða vel raf...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?

Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...

Fleiri niðurstöður