Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7260 svör fundust
Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?
Gunnar spurði sérstaklega um flatar- og rúmmál áttunda og níunda gossins á Sundhnúksgígaröðinni. Öll spurningin frá Marsibil hljóðaði svona: Ég er að gera skólaverkefni um eldgos á Reykjanesi en mér finnst ofboðslega erfitt að finna heimildir um hve mörg gos hafa verið frá 2021. Er einhver séns að þið gætuð veitt ...
Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!
Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...
Af hverju telja vísindamenn að hægt sé að búa til bóluefni við COVID-19 þegar enn hefur ekki tekist að gera bóluefni við HIV?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju telja vísindamenn og aðrir sig geta búið til bóluefni fyrir COVID-19 sem er veira sem talið er að hafi borist frá dýrategund til mannskepnunnar, á svo stuttum tíma þegar það er ekki til bóluefni fyrir HIV sem er einnig veira sem talið er að hafi borist frá dýrategund ti...
Hvað er kristall og af hverju myndast hann?
Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...
Hvaða viðbætur við botnskriðskenninguna komu með flekakenningunni?
Í stuttu máli Samkvæmt botnskriðskenningunni[1] gliðnar hafsbotnsskorpan um miðhafshryggi, skorpuna rekur frá hryggnum til beggja átta, basaltbráð fyllir jafnóðum upp í sprunguna. Við kólnun tekur bergið á sig segulstefnu ríkjandi segulsviðs sem gerir kleift að aldursgreina hafsbotninn og meta hraða gliðnunar. ...
Hvernig verða hellar til?
Flestir náttúrlegir hellar heimsins hafa orðið til við það að roföfl af ýmsu tagi grófu holrúm í berg sem áður hafði myndast. Undantekningar eru hraunhellar á eldfjallasvæðum, til dæmis á Íslandi og Hawaii, sem verða til samtímis berginu sem þeir eru hluti af. Kalksteinshellar Lang-algengastir og frægastir eru...
Hvert er hámarksdýpi jarðskjálfta á Íslandi?
Langflestir jarðskjálftar á Íslandi eru tengdir flekaskilunum sem ganga gegnum landið og stafa af spennu í jarðskorpunni sem safnast upp vegna færslu flekanna út frá skilunum.[1] Í efri hluta jarðskorpunnar er brotstyrkur bergsins með þeim hætti að bergið brestur við ákveðin brotmörk, það myndast sprunga eða gömul...
Hvað getið þið sagt um einstaka vísindamenn sem voru uppi á árinu 1944?
Uppgötvanir, kenningar og niðurstöður í vísindum eru yfirleitt afrakstur vinnu sem á sér stað á margra ára og oft áratuga tímabili. Oftast er um að ræða samstarf margra sem byggir jafnframt á rannsóknum annarra vísindamanna. Hér er spurt um árið 1944 en svarið takmarkast þó ekki við vísindamenn sem unnu merk afrek...
Hvað er latexofnæmi og hvaða fæðutegundir eru tengdar við það?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fæðutegundir eru tengdar við latexofnæmi og hvers vegna? Eða: Hvað má ég helst ekki borða ef ég er með latexofnæmi og hvers vegna? Stundum skjóta ný heilbrigðisvandamál upp kollinum án þess að ástæður liggi í augum uppi. Eitt slíkt vandamál er ofnæmi fyrir latex. Því var ...
Hvað er hæðarveiki?
Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...
Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?
Karlmenn verða ekki óléttir af því að þeir hafa ekki þau líffæri sem þarf til þess að nýr einstaklingur geti þroskast og dafnað innan líkama þeirra. Eitt af einkennum lífvera er að þær fjölga sér. Fjallað er um æxlun í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlu...
Hvað eru til margar tegundir af stofnfrumum?
Þrjú hugtök eru helst notuð til að skilja eðli og hæfni stofnfruma. Alhæfar (e. totipotent) frumur er hugtak sem einungis á við frjóvgað egg og fósturvísi stuttu eftir frjóvgun þar sem einungis frumufjölgun en engin frumusérhæfing hefur átt sér stað. Alhæfar stofnfrumur geta bæði gefið af sér frumur sem verða að f...
Hver er munurinn á takmarki og markmiði?
Ekki er mikill merkingarmunur á orðunum takmark og markmið. Í Íslenskri orðabók er markmið skýrt sem ‛eitthvað sem keppt er að, tilgangur’ en takmark ‛mark, mið, eitthvað til að keppa að’. Menn setja sér markmið, markmiðið getur verið skammt (eða langt) undan og að lokum ná menn markmiðinu eða ná því e...
Hvað er gagnrýnin hugsun?
Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...
Hafa gullfiskar gagn og gaman af því að hafa dót í búrinu?
Þessari spurningu er erfitt að svara því að þekking okkar á hugsun og tilfinningalífi dýra er takmörkuð. Þó vita þau okkar sem hafa umgengist dýr að mörg þeirra geta leikið sér og haft af því gaman. Hver hefur til dæmis ekki séð hrafna sýna loftfimleika í háloftunum, kisur sem eltast við garnhnykla og hunda sem hl...