Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1946 svör fundust
Hvernig verður ummyndun í bergi?
Öll efnafræðileg ferli leita í átt til jafnvægis við ríkjandi hita og þrýsting. Berg sem myndaðist við hraða kólnun frá 1100°C hita er greinilega í ójafnvægi við þær aðstæður sem ríkja við yfirborð jarðar. Hins vegar eru flest efnahvörf mjög hæg við slíkar aðstæður; hitni það hins vegar upp aftur, til dæmis í jarð...
Getur þú sagt mér allt um tasmaníutígurinn og sýnt mér mynd af honum og afkvæmi?
Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus) var stærsta ránpokadýr nútímans. Menn greinir enn á um það hvort tígurinn sé útdauður eða ekki og á hverju ári telur fjöldi fólks sig hafa séð dýrið í þéttum laufskógum Tasmaníu. Nokkur dæmi eru einnig um að menn hafi rekist á fótspor tasmaníutígursins, meðal annars fann ...
Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?
Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einfö...
Hvert er lengsta leikrit í heimi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað heitir lengsta leikrit í heimi, hver skrifaði það og hvað er það langt?Uppfærslur á leikritinu The Warp eftir Neil Oram er iðulega taldar vera lengstu leiksýningarnar. Þær hafa tekið allt frá 18 tímum og upp í 29 klukkustundir í flutningi. Frumuppfærsla breska leiks...
Hvað er genaklónun, hvernig fer hún fram og í hvaða tilgangi?
Með genaklónun eða einræktun gena er átt við það þegar gen eru einangruð, flutt inn í genaferjur og látin margfaldast með þeim í lifandi frumum. Genaferjurnar eru oftast nær annað hvort veirur eða litlar hringlaga DNA-sameindir, svonefnd plasmíð, sem fjölga sér óháð litningi hýsilfrumunnar. Fyrstu tilraunir með...
Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?
Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...
Hvað er sinnepsgas?
Sinnepsgas (e. mustard gas) er almenna heitið yfir það sem kallast á máli efnafræðinnar 1,1-thiobis(2-chloroethane). Efnaformúla þess er Cl-CH2-CH2-S-CH2-CH2-Cl. Þjóðverjar notuðu sinnepsgas fyrst í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1917 og Frakkar og Bretar beittu því 1918. Eftir því sem best er vitað hefur sinneps...
Hver voru Bellerófon og Kímera?
Bellerófon var barnabarn Sísyfosar konungs í Korintuborg sem er kunnastur fyrir að hafa hlotið þann dóm í undirheimum að velta upp á hæð þungum steini sem rann alltaf niður áður en upp á brúnina var komið. Bellerófon hét áður Hipponous en hlaut nafnið Bellerófontes eftir að hafa vegið skrímslið Bellerus. Síðar var...
Hver var Erik H. Erikson?
Erik Erikson var fyrsti kenningasmiðurinn sem varð þekktur fyrir að setja fram kenningu um allt æviskeiðið frá vöggu til grafar. Fram að því taldi fólk að þroskanum lyki þegar fólk kæmist á fullorðinsár og eftir það lægi leiðin niður á við. Einnig varð hann kunnur fyrir að setja fram þá kenningu að verkefni fólks ...
Hvert er hlutverk páfans?
Samkvæmt kaþólskri kenningu er Pétur talinn fremstur postulanna og biskuparnir eru eftirmenn þeirra. Kaþólska kirkjan er sannfærð um að það hafi verið vilji Krists að meðal biskupanna skuli vera einn sem verði eftirmaður Péturs og hafi því á hendi mannlega stjórn biskupanna og þar með allrar kirkjunnar. Það er...
Eru bleikháfar hættulegir mönnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til bleikháfur og ef svo er hversu hættulegur er hann mönnum? Samkvæmt Sjávardýraorðabók Gunnars Jónssonar fiskifræðings gengur hákarlategundin Carcharhinus leucas undir heitinu bleikháfur á íslensku. Tegundin er þó kunnari undir heitinu nautháfur sem er bein þýðing á enska h...
Hver var John Rawls?
John Rawls (1921-2002) er af mörgum álitinn merkasti stjórnamálaheimspekingur á síðari hluta 20. aldar. Hann fæddist í Maryland-fylki í Bandaríkjunum, hlaut háskólamenntun í Princeton-háskóla og útskrifaðist þaðan árið 1950 með doktorspróf í siðfræði. Námið var þó rofið í síðari heimsstyrjöldinni er hann skráði s...
Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?
Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...
Hvers vegna er stundum kalt og stundum heitt?
Hitabreytingar kringum okkur verða af margvíslegum ástæðum. Þegar ég skrúfa frá ofninum hitnar smám saman hérna inni og ef ég skrúfa fyrir þá kólnar. Ég get líka opnað gluggann og þá kólnar inni ef ég er á Íslandi þar sem er nær alltaf kaldara úti en inni. Ég get líka fært mig til hérna inni, til dæmis ýmist nær o...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júlí 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júlímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar? Hvers vegna kreista sumir tannkremstúpurnar að framan en ekki aftan frá eins og eðlilegt er? Gáta: Hvað er strætóbílstjórinn gamall? Gáta: Hvernig er h...