Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1124 svör fundust
Í hvers konar gosum myndast hraungúlar?
Hraungúlar (e. lava dome) myndast í gosum þar sem uppstreymi kvikunnar er mjög hægt. Reyndar svo hægt að auðveldast er að mæla það með ljósmyndum sem teknar eru frá sama stað og sjónarhorni á viku til mánaðar fresti (sjá mynd 1). Að sama skapi er framleiðnin í þessum gosum í minna lagi, eða á bilinu 1-100 rúmmetra...
Er einhver útlitsmunur á kven- og karlhrafni?
Í örstuttu máli þá er mjög lítill útlitsmunur á kven- og karlhröfnum. Í líffræði er talað um kynbundna tvíbreytni, kyntvíbreytni eða kynferðistvímyndun (e. sexual dimorphism) þegar kerfisbundinn munur er á útliti eða atferli kynja sömu tegundar. Kynbundin tvíbreytni er mjög algeng og birtist á ýmsan hátt. Til ...
Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?
Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...
Hvað eru smástirni?
Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...
Hvernig í ósköpunum kom Hannibal fílum yfir ískalda Alpana?
Leiðin sem Hannibal fór er ekki þekkt í öllum smáatriðum þótt fornir sagnaritarar greini frá leiðangrinum í löngu máli. Enn fremur er ekki alltaf ljóst hvaðan upplýsingar sagnaritaranna koma og vert að velta því aðeins fyrir sér áður en lengra er haldið. Elsta og besta ritaða heimildin um Alpaför Hannibals, sem en...
Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...
Hvað þýðir Finna- í örnefninu Finnafjörður?
Uppurnalega spurningin var Hvaðan er nafnið Finnafjörður komið? Í Landnámabók er maður sem heitir Finni kynntur til sögu og fjörðurinn Finnafjörður, þar sem nú er Langanesbyggð, kenndur við hann: ‘Finni hét maðr, er nam Finnafjǫrð ok Miðfjǫrð. Hans son var Þórarinn, faðir Sigurðar, fǫður Glíru-Ha...
Eru allir betur settir þegar stór ríkisfyrirtæki eru einkavædd?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Eru allir betur settir þegar stór fyrirtæki í eigu ríkisins eru einkavædd? Ef svo er, getið þið lýst nákvæmlega hvernig? Ekki kemur fram hjá spyrjanda hvað átt sé við með hugtakinu „allir“. Ég leyfi mér að gefa mér að átt sé við alla lifandi þegna ríkisins og undanskil löga...
Hvernig var sólmyrkvi notaður til að sýna fram á kenningar Einsteins?
Þann 6. nóvember 1919 var haldinn fundur sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir Albert Einstein og viðtökurnar á kenningum hans. Að fundinum stóðu tvö félög, Konunglega breska vísindafélagið (the Royal Society) og Konunglega breska stjarnfræðifélagið (the Royal Astronomical Society). Fundarstjóri var forseti V...
Hvað er sérstakt við ómíkron-afbrigðið?
Veiran sem veldur COVID-19 hefur dreift sér um alla heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði veirunnar er skilgreint ef eitt eða fleiri atriði eiga við, til dæmis meiri smithæfni, alvarlegri einkenni, mikil dreifing á vissum svæðum eða sérstökum stökkbreytingum á erfðaefninu. Afbrigðin eru skilgreind a...
Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?
Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...
Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?
Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...
Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóm sem kallast Lupus eða Rheumatoid Arthritis? Hér er í raun verið að spyrja um tvo sjúkdóma, annars vegar lupus (Systemic Lupus Erythematosus) sem oft er kallaður rauðir úlfar á íslensku og hins vegar iktsýki eða liðagigt (Rheumatoid Arthritis)....
Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?
Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...
Tengjast mótorhjólaklúbbar eins og Hells Angels vafasamri starfsemi eins og margir halda fram?
Fyrir tveimur árum var unnið BA-verkefni í félagsfræði við Háskóla Íslands um svonefnd 1% samtök mótorhjólamanna (Snædís Góa Guðmundsdóttir, 2010). Eitt prósent nafngiftin vísar til þess að 99% mótorhjólamanna eru löghlýðnir borgarar en einungis 1% álíta sig útlaga handan við lög og rétt. Samtökin Hells Angels (Ví...