Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað veldur því að við sjáum speglun sólarinnar í tunglinu?

Fyrirbærinu speglun var lýst að nokkru á Vísindavefnum í svari við spurningunni Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?. Þar var greint á milli speglunar frá gljáandi fleti og dreifðrar speglunar eða endurkasts frá möttum fleti. Við dreifða speglun dreifast ljósgeislarnir í allar áttir frá speglunarfletinu...

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á gígum eftir sprengigos og gígum eftir árekstur við stóran loftstein?

Þeir sprengigígar sem helst líkjast loftsteinsgígum eru öskugígar eða "hverfjöll" (eftir samnefndu felli í Mývatnssveit), en slíkir gígar myndast við það að bergkvikan kemst í snertingu við grunnvatn á leið sinni til yfirborðsins, hún freyðir og sundrast í smáar agnir; ekkert hraun myndast heldur einungis gjós...

category-iconÞjóðfræði

Hvað eru mörur?

Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, óvættur sem ræðst á sofandi fólk. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Þessi þjóðtrú var útbreidd víða í Norður-Evrópu, svo sem á Bretlandseyjum (samanber nightm...

category-iconTrúarbrögð

Hverjir eru englar? Af hverju var einn engla guðs óvinur? Verð ég engill?

Orðið engill er af grískum uppruna og merkir sendiboði. Að kristnum skilningi eru englar sérstakir sendiboðar Guðs, settir okkur til verndar. Þeir eru ósýnilegir og ósnertanlegir. Margt fólk trúir því að englar séu stundum sendir með skilaboð og eru til reynslusögur frá fólki af því að engill hafi vitrast því, stu...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig varð Guð til?

Hér er einnig svarað spurningum Ásláks Ingvarssonar, Lindu Guðjónsdóttur, Stefáns Freys Stefánssonar, Lilju Guðmundsdóttur, Dags Torfasonar, Ingu Jónu Kristjánsdóttur og Jóhönnu Kristínar Gísladóttur sama efnis. Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú. Þá væri hann maður, dýr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað heitir hæsti maður í heimi og hvað er hann hár?

Hér er einnig svarað spurningu Rutar Bergmann: „Hvað var Jóhann risi hár?” Hæsti maður í heimi heitir Wang Fengjun frá Kína en hann er meira en 2,5 metrar á hæð. Fengjun er 22 ára og á að fara í aðgerð sem á að fá hann til að hætta að stækka. Aðrir spítalar hafa neitað að framkvæma þessa aðgerð af því að hún ku...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hve stór þarf spegill að vera til að maður sjái sig allan í honum og hvernig yrði geislagangurinn?

Þessu er í rauninni best svarað með myndinni hér á eftir. Hún sýnir að hæð spegilsins þarf að vera að minnsta kosti helmingur af hæð mannsins. Ef spegillinn hefur nákvæmlega þá hæð þarf hins vegar einnig að stilla vandlega hversu hátt á veggnum spegillinn er. Með því að skoða myndina vel sést að hæð efri brúnar þa...

category-iconNæringarfræði

Hvað er mjólkursýra og hvaða tilgangi þjónar hún?

Mjólkursýra verður til við "ófullkomið" niðurbrot eða bruna á glúkósa eða þrúgusykri í vöðvum og í rauðum blóðkornum, en glúkósi er sú sykurtegund sem er mikilvægust í lífríkinu. Mjólkursýran fer úr frumunum út í blóðið og berst með því til lifrarinnar. Í lifrinni breytist mjólkursýran aftur í glúkósa og berst síð...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvað flýgur býflugan í gátunni langt?

Tvær járnbrautarlestir leggja af stað á sama tíma, önnur frá stað A en hin frá stað B. Báðar ferðast þær með hraðanum 50 km/klst og 100 km eru milli staðanna. Járnbrautin liggur eftir beinni línu. Býfluga leggur einnig af stað frá stað A á sama tíma og lestin og flýgur meðfram járnbrautarteinunum í átt að s...

category-iconJarðvísindi

Hvaða steintegundir eru friðlýstar á Íslandi? Má taka hrafntinnu, silfurberg og jaspis ef þeir eru ekki á friðlýstu svæði?

Samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 eru einungis dropsteinar friðlýstir enn sem komið er. Á heimasíðu Náttúruverndar ríkisins www.natturuvernd.is er að finna auglýsingu um friðlýsingu dropsteina frá 1974 og tekur friðlýsingin til dropsteina í öllum hellum á Íslandi. Í auglýsingunni segir meðal annars að ...

category-iconUmhverfismál

Hvaða áhrif hefur það á lífið á jörðinni ef ósonlagið hverfur?

Ósonið í ósonlaginu gleypir í sig skaðlega útfjólubláa geislun af flokki B, með bylgjulengd 200 – 300 nm, og hindrar þar með að hún komist að yfirborði jarðar (1 nm eða 1 nanómetri er milljarðasti partur úr metra). Þessi geislun hefur styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós og hver ljóseind er að sama skapi orkumeiri...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju er öfugt spurningarmerki á undan spurningu á spænsku?

Hversu oft höfum við ekki lent í því þegar við erum að lesa upphátt fyrir aðra að athuga ekki fyrr en í lok setningar að um spurningu er að ræða? Slíkt gerist ekki í spænsku því þar er lesandinn ávallt varaður við með spurningarmerki á hvolfi í upphafi spurningar ¿. Almenn fullyrðingarsetning getur hæglega ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gefa gíraffar frá sér einhver hljóð?

Já, gíraffar gefa frá sér hljóð. Þau eru hinsvegar lág, mynduð í kokinu, og heyrast varla og því hefur löngum verið haft fyrir satt að gíraffar væru hljóðlausir. Kálfarnar jarma líkt og lömb. Gíraffar eru hæstu dýr jarðarinnar. Karldýrin geta orðið rúmlega 4 metra há (20 fet). Hæðina má þakka löngum fótum gíraf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru margar tegundir kolkrabba hér við Ísland og hversu stórir geta þeir orðið. Eru einhverjir þeirra eitraðir?Sennilegt er að tvær tegundir kolkrabba lifi við Ísland. Önnur tegundin nefnist á ensku ‘lesser octopus’ eða ‘curled octopus’ (Eledone cirrhosa) en hina hefur ...

category-iconVísindavefur

Hvað er þingmannaleið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er þingmannaleið? Það eina sem ég veit um hana er að hún er mælieining!Þingmannaleið er mælieining sem jafngildir 37,5 km. Svo borið sé saman við aðra gamla mælieiningu jafngildir þingmannaleið rúmlega 4 vikum sjávar en fjallað er um þá mælieiningu í svari við spurning...

Fleiri niðurstöður