Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8238 svör fundust
Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...
Hvað er kafaraveiki og hvernig er hægt að losna við hana?
Loftið sem við öndum að okkur er í raun blanda af mismunandi lofttegundum. Mest af rúmmáli loftsins er nitur eða 78%, súrefni er 21% en aðrar lofttegundir mun minna. Við köfun er notaður sérstakur búnaður til að anda með, svokölluð köfunartæki (e. self-contained underwater breathing apparatus = scuba). Kafari ...
Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?
Þegar svara á þessari spurningu skiptir máli til hve langs tíma er litið. Þegar horft er yfir langan tíma má gera ráð fyrir að eldvirkni aukist á um 6 milljón ára fresti þegar rekbeltið, þar sem gliðnun skorpuflekanna verður, er staðsett yfir miðjum möttulstróknum undir landinu. Það gerðist síðast fyrir um 3-4 mil...
Á sá fund sem finnur?
"Sá á fund sem finnur!" Þessi staðhæfing heyrist oft og notuð bæði í háði og alvöru. Margir nota þennan frasa sem réttlætingu þess að eigna sér hluti, til dæmis peninga, sem þeir finna á förnum vegi. Menn vilja friða samviskuna með einhverjum hætti. Þessi fullyrðing stenst þó ekki í mörgum tilfellum. Lítum til dæm...
Úr hvaða ritum fékk Snorri Sturluson sína vitneskju um fljótið Tanais sem nú kallast Don?
Snorri Sturluson getur fljótsins Tanais í Heimskringlu. Þar segir í upphafi Ynglingasögu: Úr norðri frá fjöllum þeim, er fyrir utan eru byggð alla, fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanais; hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl; hún kemur til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallað Van...
Hvað er andremma og af hverju stafar hún?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður maður andfúll? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að verða andfúll eða losna við andfýlu? Af hverju vaknar maður andfúll á morgnana þó maður hafi burstað tennurnar kvöldið áður? Aðrir spyrjendur eru: Birna Gunnarsdóttir, Hrund Harðardóttir, Eiríkur Þorbjö...
Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?
Vitað er að sum skordýr, fuglar og fiskar geta greint útfjólublátt ljós. Auk þess er talið að til dæmis fuglar og sum skordýr geri greinarmun á litum sem við mannfólkið sjáum engan mun á. Er spurningunni þar með svarað? Nei, líklega ekki. Það þarf ekki að vera að þessi dýr sjái það sem við köllum liti þótt þau sjá...
Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu?
Það er ekki neitt til sem kalla má algilt líkan til að spá verðbólgu ef með því er átt við að líkanið spái fullkomlega rétt fyrir um verðþróun. Raunar er það eðli allra líkana, jafnt í hagfræði sem öðrum vísindagreinum, að þau eru einföldun á raunveruleikanum og geta því ekki lýst honum fullkomlega. Að öðru jö...
Er möguleiki að okkar raunveruleiki sé draumsýn eða jafnvel skapaður veruleiki, samanber kvikmyndina The Matrix?
Þegar rætt er um möguleika er stundum verið að ræða um hvað stangast á við þá þekkingu sem við höfum og hvað ekki. Í þessum skilningi er hvaðeina mögulegt sem samrýmist öllu sem við vitum. Ýmislegt getur verið mögulegt í þessum skilningi þótt það geti ekki gerst í raun og veru, stangist til dæmis á við náttúrulögm...
Hvernig búum við til ný orð?
Hér er jafnframt svarað spurningum sama efnis frá Elsu Hlín Einarsdóttur og Önnu K. Jónasdóttur. Ný orð eru sífellt að bætast í málið. Mestur hluti þeirra er af innlendum rótum runninn, en sum eru tökuorð, fengin að láni úr öðrum málum og löguð að íslensku málkerfi. Sum orðanna eru búin til meðvitað og í ákveðnum...
Hvað eru fiðrildahrif og óreiðukenning?
Til þess að skilja fyrirbæri náttúrunnar reyna eðlisfræðingar að gera líkön af þeim. Venjulega er líkanið safn stærðfræðilegra jafna sem vonast er til að lýsi vissum eiginleikum kerfisins nokkurn veginn. Eðlisfræðingar kalla jöfnur sem lýsa hreyfingu kerfis eða þróun þess í tíma oft hreyfijöfnur. Líkönin eru misgó...
Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt?
Skattar eru lagðir á með lögum sem sett eru af stjórnmálamönnum og rökstuðningurinn fyrir tilteknum skatti þarf ekki að vera annar en að það sé meirihluti fyrir honum á löggjafarþinginu. Það er þó hægt að tína til ýmsa kosti og galla við mismunandi skatta með hagfræðilegri greiningu og niðurstöður úr slíkri vinnu ...
Hvernig ferðast ljósið?
Ljósið hegðar sér ýmist sem agnir eða bylgjur eftir aðstæðum. Þegar það birtist sem agnir ferðast það á afar einfaldan hátt eftir beinum línum. Þegar það kemur fram sem bylgjur er hegðun þess að flestu leyti hliðstæð öðrum bylgjum sem við þekkjum, svo sem bylgjum á vatni, bylgjum í streng, hljóðbylgjum í lofti eða...
Eru einhver jóla-örnefni á Íslandi?
Í nokkrum örnefnum hérlendis kemur orðliðurinn jól fyrir. Það er þó sjaldnar orðið jól í merkingunni ‘hátíð’ sem hér er um að ræða heldur jóli í merkingunni ‘hvönn, hvannleggur’. Orðið hefur í samsetningunni hvann-jóli orðið njóli. Stundum er ekki vitað um uppruna örnefna með -jól(a). Þessi örnefni verða nú rakin:...
Hvað hefur vísindamaðurinn Finnur Friðriksson rannsakað?
Finnur Friðriksson er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa aðallega að félagslegum málvísindum, einkum málbreytingum, viðhorfum til máls og málbreytinga og málnotkun unglinga. Finnur hefur einnig rannsakað stöðu íslenskunnar sem námsgreinar og kennslutungu í skólakerfinu og viðhorf ne...