Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er merkilegt við prentsmiðjuna í Hrappsey á 18. öld og hvers konar rit voru prentuð þar?
Frá því að prentverk var fyrst flutt til Íslands um 1530 höfðu kirkjunnar menn - með biskupinn á Hólum í fararbroddi - stjórnað bókaútgáfu í landinu og að vonum lagt höfuðáherslu á trúarleg rit. Einokun kirkjunnar á prentun bóka var ekki aflétt fyrr en 1773 með stofnun prentsmiðju i Hrappsey á Breiðafirði og urðu ...
Hvað gerist við tæringu málma í sýru og hvar er hægt að fá upplýsingar um staðalspennu málma?
Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið sagt mér eitthvað um bruna og leysni málma í brennisteinssýru? Í svarinu Hvað er spennuröð málma og hvernig tengist hún tæringu? er rætt um galvaníska tæringu málma en hún getur orðið þegar tveir málmar í raflausn snertast (eða tengjast með rafleiðandi vír). Málmurin...
Er það rétt að kvikan sem kom upp við Fagradalsfjall 2021 sé ólík annarri kviku á Reykjanesskaga?
Í stuttu máli: 2021-hraunin við Fagradalsfjall eru við fyrstu sýn venjulegt basalt en reynast við nánari skoðun að ýmsu leyti frábrugðin flestum öðrum hraunum á Reykjanesskaga. 1. mynd. Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði...
Hvaða fráhvarfseinkenni fylgja því að hætta að reykja og hvernig er best að takast á við þau?
Nikótín í sígarettum er eitt sterkasta ávanabindandi fíkniefni sem til er. Talið er að með því reykja í tvígang sé táningur í allt að í 70% hættu á að reykja næstu fjörutíu árin. Reykingar eru því ekki eingöngu lærð hegðun heldur líka fíkn, og nikótín veldur því bæði líkamlegri og sálfélagslegri ávanabindingu. Frá...
Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi?
Það er erfitt að hugsa sér að það gæti gilt um okkar alheim að hann væri aðeins eitt atóm í öðrum alheimi, að minnsta kosti ef við höfum í huga hinn hefðbundna skilning á hugtakinu atóm. Hugmyndin um atóm er venjulega kennd við grísku heimspekingana Demókrítos og Levkippos. Sá fyrrnefndi fæddist um 460 f.Kr. e...
Eru til íslensk fyrirtæki sem búa við skrifræðisskipulag (bureaucracy) og hefur vegnað vel? Hverjir eru helstu kostir skrifræðis?
Segja má að sérhvert fyrirtæki hafi einhver skrifræðiseinkenni í skipulagi sínu. Það á bæði við um íslensk fyrirtæki og erlend. Í bókum um skipulagsheildir, til dæmis bók Richard L. Daft, Organization Theory and Design, er upplýst að félagsfræðingurinn Max Weber hafi fyrstur manna farið að skoða skipulega hvort bæ...
Brennir maður meiri orku með því að skokka 1 km eða að ganga 1 km, við sömu aðstæður?
Í svari við spurningunni Hver er orkubrennsla í mismunandi áreynslu, eins og sundi, skokki, göngu, golfi og körfubolta? kemur fram að orkunotkun við áreynslu er mjög mismunandi eftir einstaklingum og fer meðal annars eftir þyngd viðkomandi þar sem þyngri einstaklingar eyða meiri orku við að hreyfa sig heldur en lé...
Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá? Eru það sömu áhrif sem sýna okkur að bíll er að nálgast eða fara burt?Margir hafa veitt því athygli að sírenuhljóð sjúkrabíls eru ekki þau sömu þegar hann nálgast okkur og þegar hann fjarlægi...
Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð?
Almennt gildir hið þveröfuga. Rík lönd hafa mun meiri hag af viðskiptum innbyrðis en af viðskiptum við fátæk lönd. Skiptir þá engu hve stór fyrirtækin sem eiga í viðskiptunum eru. Sem dæmi má nefna að viðskipti Bandaríkjamanna við nágranna sína fyrir norðan, Kanada, skipta Bandaríkjamenn miklu meira máli en við...
Hvernig er hægt að láta jöfnuna 5 + 5 + 5 = 550 standast með því að bæta við einu striki?
Hægt er að láta útreikningana 5 + 5 + 5 = 550 standast á að minnsta kosti tvennan hátt með því að bæta við einu striki. Í fyrsta lagi má setja strik þvert á "jafnt og" merkið til að fá út "ekki jafn og" merkið og þá stendur 5 + 5 + 5 er ekki jafnt og 550 sem er alveg rétt. Skemmtilegri aðferð er þó sú ...
Skýrir snúningur jarðar það að aðdráttarafl jarðar er eða virðist minna við miðbaug þar sem miðflóttaaflið er mest?
Þyngdarkraftur frá jörð, til dæmis á pendúl, mælist yfirleitt minni við miðbaug en annars staðar á jörðinni. Til þess liggja tvær ástæður og áhrif þeirra leggjast saman. -- Önnur er sú að miðbaugur er lengra frá jarðarmiðju en aðrir staðir á yfirborði jarðar og þyngdarkrafturinn minnkar með vaxandi fjarlægð frá m...
Krabbameinsfrumur verjast með jákvæðri rafhleðslu. Getur verið að frumurnar losi sig við Ca-jónir, til að mynda +hleðslu?
Undirrituð kannast reyndar ekki við að krabbameinsfrumur beri jákvæða rafhleðslu eða verji sig með henni gegn einhverju, til dæmis lyfjum eða ónæmiskerfinu. Ca-jónir eru jákvætt hlaðnar þannig að ég get ekki alveg séð hvernig það ætti að ganga upp að frumurnar fengju jákvæða hleðslu með því að losa sig við þær. Ég...
Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?
Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl....
Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?
Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúa...
Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?
Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...