Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6436 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...

category-iconLífvísindi: almennt

Er breska afbrigðið af veirunni sem veldur COVID-19 hættulegt?

Öll spurningin var: Hvað er vitað um breska afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og er það hættulegt?[1] Þann 14. desember 2020 lýsti Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, því yfir að nýtt afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 hefði fundist og að gögn bendi til þess að það smitist mun hraðar en eldri...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Hannibal Lecter?

Hannibal Lecter hefur aldrei verið til í raun og veru en hann er persóna í þekktum skáldsögum eftir ameríska rithöfundinn Thomas Harris. Eftir skáldsögunum hafa verið gerðar kvikmyndir og er Lömbin þagna væntanlega sú sem flestir þekkja. Nafnið Hannibal Lecter er eflaust það fyrsta sem kemur upp í huga margra þ...

category-iconVísindi almennt

Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?

Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...

category-iconEfnafræði

Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?

Þessi spurning hefur oft borist Vísindavefnum: Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru þvegnir með sápu eða settir í uppþvottavélar? (Fannar Andrason) Verða góðir hnífar bitlausir og lélegir á því að fara í uppþvottavél og ef svo er hvað veldur því að uppvask fer ekki jafn illa með þá? (Dagur Fanna...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?

Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ég bý í Grafarvogi og sé ljós í Breiðholti og víðar titra og flökta. Hvers vegna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég bý í Grafarvoginum á 5. hæð í blokk. Í heiðskíru veðri sé ég ljós í Breiðholtinu og víðar. Mig langar að vita hvers vegna ég sé ljós, sem eru lengst í burtu, titra eða flökta. Það er líka misjafnt hvort þetta sé snemma morguns eða seint á kvöldin. Mest er þetta áberandi í köl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?

Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...

category-iconBókmenntir og listir

Finnast þjóðsögur í öllum löndum?

Til að svara þessari spurningu verður eiginlega að byrja á því að skilgreina hvað þjóðsaga er. Reyndar ber spurningin með sér að sú sem spyr viti hvað þjóðsögur eru en best er að vera viss um að spyrjandinn, sú sem svarar og þau sem lesa svarið séu öll að tala um sama hlutinn. Innan hugtaksins þjóðsögur má seg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Brynhildur Þórarinsdóttir stundað?

Brynhildur Þórarinsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa helst að lestraráhuga og lestrarvenjum, lestraruppeldi og sambandi lestraráhuga og lestraruppeldis eða bakgrunns barna. Hún hefur til að mynda birt greinar um þróun lestrarvenja íslenskra unglinga í evrópskum samanbur...

category-iconUmhverfismál

Hvernig vita vísindamenn hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í skógareldum?

Til að reikna hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í gróðureldum (sem skógareldar tilheyra) þarf að vita hversu stórt svæði hefur brunnið, hvaða gróður er á svæðinu og hversu mikið af honum brann, en ekki brennur alltaf allt að fullu. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er hægt að nota vel þekkta stuðla...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?

Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...

category-iconStærðfræði

Hver var Évariste Galois og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Kannski er það ástæðan fyrir því að enginn hefur enn gert kvikmynd um líf franska stærðfræðingsins Évariste Galois (1811-1832); ótti við að fólk trúi sögunni einfaldlega ekki. Galois er einn af frumlegri stærðfræðingum sögunnar. Hann gjörbylti algebru me...

category-iconStjórnmálafræði

Af hverju var framið þjóðarmorð í Rúanda árið 1994?

Fjölgmargir hafa spurt Vísindavefinn um atburðina í Rúanda. Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvaða áhrif höfðu þjóðarmorðin í Rúanda á þjóð og komandi ár? Af hverju gerðust atburðirnir í Rúanda 1994 og hverjar eru afleiðingar þeirra? Hvernig byrjaði allt blóðbaðið í Rúanda og hvernig standa málin í dag? H...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvenær hófst notkun rafsegulbylgna í læknavísindum?

Rekja má notkun rafsegulbylgna í læknavísindum allt aftur til síðasta áratugar 19. aldar. Vert er að hafa í huga að notkunin er fjölbreytt, enda geta rafsegulbylgjur haft mjög misjafna eiginleika eftir því hver tíðni þeirra er. Rafsegulbylgjur eru stundum flokkaðar eftir tíðni í útvarpsbylgjur, örbylgjur, inn...

Fleiri niðurstöður