Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7482 svör fundust
Hvort er réttara að skrifa bleia eða bleyja? Hvaðan er orðið komið?
Samkvæmt Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út 2006, er jafn rétt að skrifa bleia og bleyja. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:63) er orðið skrifað bleia þar sem það er tökuorð úr dönsku ble og ekkert styður sérstaklega rithátt með -y-. Jafn rétt er að skrifa bleia og bleyja. Ák...
Ég rakst á orðið hjartlendi í texta fyrir skömmu. Ég þekki ekki þetta orð og langar að vita hvað það merkir.
Orðið hjartlendi virðist nýleg tökumyndun í íslensku og er fyrirmyndin orðið heartland í ensku. Fyrri liðurinn í ensku heart merkir ‛hjarta’ og samsetta orðið ‛kjarni lands eða byggðar, mikilvægt landsvæði’. Íslenska orðið er myndað á sama hátt. Það er enn það ungt í málinu að það finnst ekki í Íslensk...
Hvaða basta er átt við í punktur og basta og hver er uppruni orðasambandsins?
Orðasambandið er fengið að láni úr dönsku punktum og basta. Punktum „punktur“ er úr latínu og basta er ítölsk upphrópun „nú er nóg komið!“ af sögninni bastare „nægja“. „Nú er nóg komið!“ hugsar þessi eflaust þegar bíllinn fór ekki í gegnum skoðun. Elsta myndin í íslensku punktum og basta er frá síðari hluta 1...
Hvað þýðir orðið mæra og í hvaða merkingu er það notað hér á landi?
Orðið mæra getur verið nafnorð og sögn. Ef það er notað sem nafnorð er merkingin ‛ögn, smá biti af einhverju’, til dæmis um sælgætismola, ávaxtabita eða þess háttar en einnig um smákekki í ystri mjólk. Heimildir um nafnorðið eru til allt frá 18. öld. Nafnorðið mæra merkir lítill biti af einhverju, til dæ...
Af hverju heita vísindi þessu nafni?
Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni ‛vitur, sem hefur þekkingu til að bera’. Síðari liðurinn -indi er viðskeyti einkum notað til að mynda nafnorð af lýsingarorðum, til dæmis sannindi af sannur, heilindi af heill, harðindi af harður, rangindi af rangur. Orðið vísindi er leitt af lýsi...
Hvers konar straff eru menn settir í?
Nafnorðið straff í merkingunni ‛hegning’ og sögnin að straffa ‛refsa’ eru þekkt í málinu frá því á 16. öld. Um er að ræða tökuorð úr dönsku straf og straffe í sömu merkingu sem aftur eru fengin að láni úr miðlágþýsku straf(f) og straffen ‛ávíta, aga, refsa’. Hægt er að straffa mönnum á margvísleg...
Við hvað sýsla menn? Af hverju er sagnorðið dregið?
Í eldra máli var notað kvenkynsorðið sýsl í merkingunni ‛starf, embætti; embættissvæði’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:1012) að sögnin að sýsla ‛annast, starfa, fást við’ sé leidd af því orði fremur en kvenkynsorðinu sýsla. Samsvarandi sagnir finnast í grannmálunum, saman...
Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?
Orðasambandið að bæta úr skák er þekkt í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Merkingin er ‛að bæta úr einhverju’ og er orðasambandið mjög oft notað neitandi, þ.e. „það bætir ekki úr skák að ...“. Líkingin á rætur að rekja til skáktafls. Halldór Halldórsson prófessor fjallaði um orðsambandið í dokt...
Gáta: Hvaða regla gildir á þessari fjarlægu plánetu?
Á fjarlægri plánetu fannst heldur furðulegur heimur. Þar gildir einungis ein regla. Þar eru gluggar en ekkert gler, þar má labba en ekki hlaupa, þar finnast appelsínur en ekki epli og síðast en ekki síst má þar finna menn en ekki konur. Hver er reglan? Hægt er að senda inn lausn á gátunni á þetta netf...
Hvers konar prik er kjánaprik?
Orðið kjánaprik er notað í fremur gælandi tóni við krakka. Elsta og í raun eina dæmið í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson í þýðingu Halldórs Laxness. Kjánaprik er samsett úr kjáni 'bjáni, einfeldningur' og prik. Margir myndu væntanlega segja að hinir frægu Steini og ...
Hvað mjólka kýr lengi eftir að þær bera?
Það er breytilegt hversu lengi kýr mjólka eftir burð. Meginreglan er þó sú að kýr mjólkar nokkuð kröftuglega í um það bil sex mánuði eftir burð síðan dregur jafnt og þétt úr nytinni. Þó eru dæmi eru um að nytin falli ekki að marki fyrr en eftir 9-12 mánuði og haldist jafnvel enn lengur, en slíkt er sjaldgæft. ...
Er til íslenskt orð yfir "nonprofit organisation?"
Ekki virðist samkomulag um eitt orð yfir „nonprofit organisation“. Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur þýtt þetta með orðasambandinu „stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni“. Alþjóðasjóður villtra dýra (World Wildlife Fund, WWF) er stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Hún tilheyrir því þriðja...
Hvað er kýfingur sem kemur fyrir í samsetta orðinu auðkýfingur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur „kýfingur“ úr orðinu „auð-kýfingur“ og hvað þýðir það? Orðið -kýfingur er dregið af sögninni kýfa ‘setja kúf á, hrúga niður’. Sem ópersónuleg sögn er hún til dæmis notuð í sambandinu það kýfir niður snjó ‘það snjóar mikið’. Hér hefur kýft niður snjó. ...
Þekkist orðið dæði, fyrst til er ódæði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Fyrst til er eitthvað sem heitir ódæði, hvar eru þá dæmin um að eitthvað sé til sem heitir dæði? Dæði eitt sér kemur ekki fyrir, en bæði ódæði ‘illvirki, níðingsverk’, og fordæða ‘galdranorn; villutrú’. Að baki er nafnorðið dáð ‘afreksverk; þrek, hugrekki’. Bæði orðin eru f...
Af hverju er orðið mansal skrifað með einu n-i, en ekki tveimur eins og t.d. mannekla?
Orðið mansal er sett saman úr man ‘ófrjáls manneskja, ambátt, mær’ og nafnorðinu sal af sögninni selja. Mansal merkir þá ‘þrælasala’. Mannekla er hins vegar sett saman af nafnorðunum maður og ekla ‘vöntun, skortur’ og merkir ‘skortur á mönnum’. Mansal merkir þrælasala en mannekla er skortur á mönnum. Myn...