Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 984 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Jean-Paul Sartre og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Jean-Paul Sartre fæddist 21. júní 1905 í París. Faðir hans Jean-Baptiste sem var sjóliðsforingi veiktist og dó þegar Sartre var rúmlega árs gamall. Sartre flutti þá með móður sinni Anne-Marie til móðurforeldra sinna, þar sem hann ólst upp innan um bækur afa síns Charles Schweitser. Í Orðunum1, endurminningum Sartr...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um Cassini-Huygens-leiðangurinn til Satúrnusar?

Cassini-Huygens er ómannað geimfar sem rannsakar Satúrnus, hringa hans og fylgitungl. Því var skotið á loft þann 15. október 1997 og komst á braut um Satúrnus þann 1. júlí 2004. Geimfarið skiptist í Cassini-brautarfarið, sem hringsólar um Satúrnus, og Huygens-kannann sem lenti á Títan þann 14. janúar 2005. Geimför...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?

Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fullveldið á menningarástand og leikhúslíf á Íslandi?

Saga byggingar Þjóðleikhússins er að segja má samofin fullveldi Íslands sem og stofnun lýðveldisins. Á síðari hluta nítjándu aldar koma fram hugmyndir um byggingu leikhúss sem eiga margt skyld við þjóðleikhúshugmyndir, en það er ekki fyrr en í byrjun tuttugustu aldar sem krafan rís um byggingu þjóðleikhúss. Í ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna má ekki taka upp nýtt ættarnafn á Íslandi?

Til þess að svara þessari spurningu verður að horfa allmarga áratugi aftur í tímann. Rétt er byrja á því að staldra við árið 1925 þegar samþykkt voru lög á Alþingi sem meinuðu fólki að taka upp ný ættarnöfn. Segja má að þetta ákvæði sé að vissu leyti enn í gildi. Í stuttu máli sagt þá má halda því fram að lagasetn...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða afleiðingar hafði franska byltingin á konungsfjölskylduna?

Þegar franska byltingin hófst var Loðvík sextándi (1754-1793) við völd í Frakklandi. Kona hans var Marie Antoinette (1755-1793) og áttu þau saman fjögur börn, þau Marie-Thérèse-Charlotte (1778-1851), Louis-Joseph-Xavier-François (1781-1789), Louis-Charles (1785 -1795) og Sophie-Hélène-Béatrix (1786-1787). Bæði Sop...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?

Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...

category-iconEfnafræði

Getið þið leyst úr deilu milli mín og pabba um það hvort frumefnið vetni sé búið til úr vatni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég og pabbi minn erum búin að vera í deilum í langan tíma vegna vetnis. Mér datt í hug að láta Vísindavefinn útkljá vandamálið. Vetni er frumefni. Vetni + súrefni búa til vatn, ekki satt? En vetni er ekki búið til úr vatni er það nokkuð? Efnaformúla vatns er H2O sem þýði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er æskilegt að nota hlutlaust orðalag um ýmis starfsheiti, t.d. vísindafólk í staðinn fyrir vísindamenn?

Mikill meirihluti íslenskra starfsheita er karlkyns. Mörg þeirra hafa -maður sem seinni lið, svo sem vísindamaður, alþingismaður, námsmaður, verslunarmaður, verkamaður, lögreglumaður, stýrimaður, iðnaðarmaður, leiðsögumaður, formaður og fjölmörg fleiri. Ýmis önnur karlkynsorð eru líka seinni liður í mörgum starfsh...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju köllum við landið Magyarország Ungverjaland?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Er vitað út af hverju Íslendingar kalla Hungary Ungverjaland, en landið heitir Magyarország? Kveðja frá Ungverjalandi (Sverrir). Ef Ungverjaland heitir Hungary á ensku, af hverju heitir það ekki 'Hungverjaland' á íslensku? (Vífill). Fyrir Krists burð áttu meðal anna...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er eitt áratog langt?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er áratog mælt og hversu langt er það? Mælieining á vegalengd, hefur með árabáta að gera. Eitt áratog er ekki föst vegalengd heldur er orðið notað yfir „það að toga í árarnar, róa með árum“[1]. Eitt áratog er því sú vegalengd sem farin er þegar þessi aðgerð er framkvæmd...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hafði kalda stríðið einhver áhrif á útfærslu landhelgi á Íslandi?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Útfærsla landhelginnar átti sér aðallega stað í þremur þorskastríðum um og eftir miðja 20. öld, þar sem Bretar voru aðalandstæðingar Íslendinga.[1] Sigur smáríkis í deilu þar sem valdbeiting á sér stað er yfirleitt ólíkleg niðurstaða. Það sem gerði Íslandi klei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu?

Ný orð bætast sífellt við, bæði meðvitað og ómeðvitað, og því er ekki unnt að koma með ákveðið svar við því hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu. Svokallaðar augnablikssamsetningar verða til á degi hverjum þar sem nýyrði eru mynduð um leið og þegar þörf er á og yfirleitt án mikillar umhugsunar. Dæmi um...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá baráttunni um El Alamein?

Oft er talað um orrustuna við El Alamein eða jafnvel orrusturnar tvær en í raun voru þrjár meginorrustur háðar við El Alamein seinni hluta ársins 1942. Sú fyrsta var 30. júní - 17. júlí þegar samveldisherinn náði að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland, önnur orrustan var dagana 31. ágúst - 3. september þe...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Í þessum pistli, þeim f...

Fleiri niðurstöður