Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5547 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er stærsta blóm í heimi?

Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Ind...

category-iconMannfræði

Eru einhverjar líkur á því að enn séu til ættbálkar frumbyggja sem hafa ekki fundist?

Mjög litlar líkur eru á því núorðið að einhver hópur fólks geti lifað í þess konar einangrun að hægt sé að telja hann „ófundinn“ eða „týndan“. Það er margt sem mælir gegn því. Landsvæði hafa víðast verið þaulkönnuð með tilliti til mögulegra auðlinda og trúboðar eru mjög kappsamir um að ná til fólks á afskekktum sv...

category-iconJarðvísindi

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða menjar sjást eftir ísaldarjökulinn á Reykjavíkursvæðinu?

Ísaldarjökullinn sem lá yfir Reykjavík hefur skilið eftir sig fjölbreytilegar menjar. Þær blasa við nánast hvert sem litið er. Þegar jökullinn skreið af hálendinu, yfir láglendið og út til sjávar á höfuðborgarsvæðinu svarf hann og mótaði undirlag sitt með ýmsum hætti. Hann skildi eftir sig jökulrispur á klöppum en...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er þessi „obbi“, þegar talað er um obbann af einhverju?

Orðið obbi merkir ‛mestur hluti af einhverju’. Það er algengast í orðasambandinu obbinn af einhverju ‛mestur hluti einhvers’. Elst dæmi um það eru frá 17. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:682) er obbi skylt forsetningunni of ‛yfir, um’ og forsetningunni/atviksorðinu...

category-iconHeimspeki

Er hægt að brjóta náttúrulögmál?

Nei, það er ekki hægt að brjóta náttúrulögmál. Það er einfaldlega í eðli slíkra lögmála að þau verða ekki brotin. Til að átta okkur á þessu þurfum við að byrja á því að skilja hvað náttúrulögmál eru. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? eru lögmál kenningar sem lýs...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru Tyrkjarán framin í öðrum löndum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er vitað um sambærilega atburði og Tyrkjaránið annars staðar í N-Evrópu? Tyrkjaránið á Íslandi 1627 var einstakur atburður í afmarkaðri sögu landsins en hann var ekki einstæður í heimssögunni. Slík strandhögg voru alvanaleg í nokkrar aldir við Miðjarðarhafið. Segja má ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategund er í mestri útrýmingarhættu?

Það er líklega ógerlegt að nefna eina dýrategund og segja að hún sé í allra mestri útrýmingarhættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Ástæðan er meðal annars sú að erfitt getur reynst að meta stofnstærð sjaldgæfra dýra ef heimkynni þeirra eru mönnum erfið yfirferðar. Það hefur meira að segja ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?

Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...

category-iconHugvísindi

Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar?

Limra er bragarháttur sem kom upp í enskum skáldskap á fyrri hluta 19. aldar. Á ensku nefnst limrur limerick en uppruni orðsins er ekki kunnur. Á Írlandi er til borg með sama nafni. Fyrstu prentuðu limrurnar birtust í bókunum Anecdotes and Adventures of Fifteen Young Ladies og The History of Sixteen Wonderful Old ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er lífverkfræði?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hver er þýðingin á "bioengineering" á íslensku? Er þessi fræðigrein iðkuð hér á landi? Lífverkfræði (e. bioengineering) er fræðigrein sem samþættir líffræði og verkfræði við lausn ýmissa vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag. Hefðbundnu verkfræðigreinarnar byggja ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er maðurinn með mörg rifbein og viðbein?

Rifbeinin eru þunn, flöt, bogin bein sem mynda kassa til varnar líffærum í brjóstholinu, svokallaðan brjóstkassa (e. ribcage). Þau eru alls 24 eða tólf pör og skiptast í þrjá flokka. Fyrstu sjö pörin eru kölluð heilrif (e. true ribs). Þau festast við hrygginn að aftan og um svokallaðan geislung úr brjóski við brin...

category-iconFornleifafræði

Hver var Vere Gordon Childe og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Vere Gordon Childe (1892-1957) var fæddur og uppalinn í Ástralíu og nam fornfræði í Sydney. Hann flutti til Oxford til að læra klassíska fornleifafræði um það leyti sem fyrri heimsstyrjöldin skall á. Á háskólaárunum fékk Childe áhuga á sósíalisma og þegar hann sneri aftur heim til Ástralíu árið 1917 varð hann fljó...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Þyngist maður við það að byrja á pillunni?

Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....

category-iconSálfræði

Hvers vegna verður mannfólkið sífellt gáfaðra?

Orðin gáfur og gáfaður merkja ekki nákvæmlega það sama og greind og greindur. Okkur grunar þó að spyrjendur eigi við vaxandi greind. Hér verður því í raun og veru svarað spurningunni:Hvers vegna fer mæld greind fólks sífellt vaxandi?Þótt ótrúlegt megi virðast hefur frammistaða fólks á greindarprófum batnað með h...

Fleiri niðurstöður