Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 989 svör fundust
Hvað er loftvog og hvernig er hún notuð?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er barómetermælir og hvernig les maður úr þessum tveim vísum sem er í mælinum og af hverju heitir þetta barómeter? Loftvog er samheiti yfir tæki sem notuð eru til þess að mæla þrýsting loftsins. Neðstu loftlög hvíla undir þeim sem ofar liggja, hin efri þjappa hinum neðri s...
Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?
Einfalda og stutta svarið við spurningunni er „nei“. Við sömu áreynslu svitnar fólk jafnmikið, hvort sem það er í verra eða betra formi, það er ef allar innri og ytri aðstæður eru þær sömu að öðru leyti. Hins vegar er raunveruleikinn oft flóknari en þetta og margar undantekningar geta verið frá þessu. Margt getur ...
Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?
Íslenski hesturinn er fremur smár reiðhestur, að meðaltali um 140 cm á herðakamb og 350 kg. Til samanburðar eru mörg önnur reiðhestakyn gjarnan um 160 cm á herðakamb og um og yfir 500 kg. Þess vegna lítur fullorðið fólk oft út fyrir að vera stórir knapar á íslenskum hestum og hlutfall þunga knapa af þyngd hestsins...
Stökkbreytist veiran sem veldur COVID-19 hraðar en aðrar RNA-veirur?
Erfðamengi veira er lítið, það getur verið frá rúmlega þúsund bösum upp í um milljón basa. Til samanburðar eru um 6,5 milljarðar basa í hverri frumu manna. Stökkbreytihraði erfðaefnis er í öfugu hlutfalli við stærð erfðamengja, þannig að minni erfðamengi stökkbreytast örar. Fjallað er meira um þetta í svari við sp...
Hvað gera alþingismenn annað en að setja ný lög og breyta lögum?
Hlutverk þingmanna á Íslandi er margþætt. Það helgast af því að Alþingi fer með löggjafarvaldið og á Alþingi sitja kjörnir fulltrúar stjórnmálaflokka. Auk þess er Ísland þingræðisríki sem þýðir að engin ríkisstjórn situr nema hún hafi stuðning meirihluta þingmanna og oftast nær koma ráðherrar úr röðum þingmanna. Þ...
Hvað eru triggerpunktar eða trigger points?
Því er ekki endilega auðsvarað hvað triggerpunktar (e. trigger points) eru en á íslensku hefur heitið gikkpunktar verið notað um fyrirbærið. Vandinn við að skilgreina gikkpunkta felst meðal annars í því að ýmsum mismunandi fyrirbærum hefur verið gefið þetta heiti og einnig hafa gikkpunktar fengið mismunandi nöfn á...
Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?
Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...
Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?
Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...
Gátu karlar verið völvur á víkingaöld?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla. Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhri...
Hvað hétu lærisveinar Jesú?
Hugtakið „lærisveinar Jesú“ er víðtækt og tekur til hins stóra hóps fylgjenda Jesú sem allir voru nefndir lærisveinar. Hinn stóri hópur lærisveina taldi bæði konur og karla og eru nokkrir einstaklingar innan hans nafngreindir í guðspjöllunum. Lúkasarguðspjall nefnir í áttunda kaflanum nokkrar konur sem hafi hjálpa...
Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta? Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun...
Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?
Stutta svarið Eiginleikar einstaklinga allra tegunda á jörðinni mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Þessir þrír þættir, og samspil þeirra á milli, hafa þess vegna áhrif á kyn, kyneinkenni, kynvitund og kynhneigð fól...
Hvernig dó Napóleon? Var honum byrlað eitur?
Napóleon Bónaparte (1769-1821), keisari Frakklands, er gjarnan talinn einn mesti hersnillingur allra tíma. Þeim sem vilja fræðast nánar um ævi hans er bent á svar sama höfundar við spurningunni Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan? Dauði Napóleons þykir líka áhugaverður og mikið hefur verið ...
Skilar stjórnmálaáróður árangri og hvers vegna þá?
Samkvæmt skilgreiningu á áróðri er markmið sendenda (þeirra sem standa fyrir áróðrinum) að hafa áhrif á skoðanir, viðhorf og/eða hegðun viðtakenda (þeirra sem áróðurinn beinist að). Þegar stjórnmálaáróður er skoðaður er því mikilvægt að kanna hvernig hafa megi áhrif á viðhorf fólks. Í því samhengi er orðið fortölu...
Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir?
Vísindavefurinn hefur margoft fengið spurningar um fæðingarbletti, hvernig og hvers vegna þeir myndist, hvort þeir hverfi, hvort þeir séu hættulegir og hvernig þeir tengist krabbameini, svo dæmi séu nefnd. Aðrir spyrjendur eru: Ásta Björnsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, Bryndís Halldórsdóttir, Halldóra Gunnardóttir, H...