Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var?Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorningum norður af Húsavík allt út að Tjörnestá, má finna ein merkilegustu jarðlög veraldar. Úr jarðlögum þessum hafa jarðfræðingar ekki aðeins lesið breytingar á hitastigi sjávar síðustu ármilljónirnar heldur einnig sögu ísaldarinnar, nánast eins og hún leggur sig. Fyrir þá sem vilja kynnast þessari sögu getur dagsferð um Tjörnes verið hrífandi og undraverð. Á aðeins nokkurra kílómetra leið er hægt að ganga í gegnum 1,5 milljón ára jarðsögu loftslagsbreytinga og utar á nesinu skiptast á sá fjöldi jökullaga og hraunlaga að slíkt á sér vart hliðstæðu annars staðar á jörðinni.

Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorningum norður af Húsavík allt út að Tjörnestá, má finna ein merkilegustu jarðlög veraldar. Tjörnestá er í forgrunni á myndinni.

Breiðavík séð til suðausturs. Í Breiðavíkurlögunum skiptast á fjöldi hraun- og jökulbergslaga og ná þau alla leið norður að Tjörnestá.

Húsavik séð til norðurs að Tjörnesi. Rannsóknir á skeljasteingervingum benda til þess að þegar gáruskeljalögin hlóðust upp hafi sjávarhiti við landið verið allt að 10°C hærri en nú.

Ýmis önnur merkileg fyrirbæri má finna á nesinu, til að mynda þennan gríðarmikla stein sem borist hefur með borgarís frá Grænlandi.
- Buchardt, B. og Leifur A. Símonarson. 2002. Isoptope palaeotemperatures from the Tjörnes beds in Iceland: evidence of Pliocene cooling. Palaeogeography, Palaeoclimatology, Palaeoecology 189, 71-95.
- Guðmundur G. Bárðarson. 1925. A stratigraphical survey of the Pliocene deposits at Tjörnes, in northern Iceland. Det Kongelige Danske Videnskabernes Selskab, Biologiske Meddelelser 4 (5).
- Jón Eiríksson. 1981. Lithostratigraphy of the upper Tjörnes sequence, North Iceland: The Breiðavík Group. Acta Naturalia Islandica 29.
- Kristinn J. Albertsson. 1976. K/Ar ages of Pliocene-Pleistocene glaciations in Iceland with special reference to the Tjörnes sequence, northern Iceland. Doktorsritgerð, Cambridge University, Cambridge.
- Kristinn J. Albertsson. 1978. Um aldur jarðlaga á Tjörnesi. Náttúrufræðingurinn 48 (1-2), 1-8.
- Leifur A. Símonarson og Jón Eiríksson. 2008. Tjörnes – Pliocene and Pleistocene sediments and faunas. Jökull 58, 331-342.
- Leifur A. Símonarson og Jón Eiríksson. 2012. Steingervingar og setlög á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 82 (1-4), 89-101.
- Leifur A. Símonarson og Ólöf E. Leifsdóttir. 2002. Jökultodda á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 71 (1-2), 72-78.
- Leifur A. Símonarson og Ólöf E. Leifsdóttir. 2009. Miguskeljar á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 78 (1-2), 57-65.
- Trausti Einarsson. 1963. Some new observations of the Breiðavík deposits in Tjörnes. Jökull 13, 1-9.
- Verhoeven, K, Louwye, S., Jón Eiríksson og Schepper, S. D. 2011. A new age model for the Pliocene–Pleistocene Tjörnes section on Iceland: Its implication for the timing of North Atlantic–Pacific palaeoceanographic pathways. Palaeogeography, Palaeoclimatology, Palaeoecology 309, 33-52.
- Fyrstu þrjár myndirnar: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sóttar 31.07.2015).
- Fjórða myndin: Tjörnes - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 31.07.2015).
Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.