Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9696 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru interferón?

Interferón eru flokkur prótína sem tilheyra ónæmisviðbrögðum líkamans. Þau eru mynduð af frumum sem hafa sýkst af sýklum (veirum, bakteríum, sníkjudýrum) eða eru mynduð gegn æxlisfrumum. Interferón finnast í öllum hryggdýrum og tilheyra svokölluðum frumuboðum (e. cytokines) sem eru stór flokkur sykurprótína sem st...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er kæfisvefn og hvað er hægt að gera í þeim efnum?

Kæfisvefn (e. sleep apnea) getur verið hættulegur og það er full ástæða til að leita til læknis. Kæfisvefn er til hjá börnum og fullorðnum en er langalgengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Flestir þeirra sem þjást af kæfisvefni eru of feitir en það er þó ekki algilt. Kæfisvefn er eins og hrotur að því leyti að hann...

category-iconLæknisfræði

Hvað er vitað um sjúkdóminn galaktósíalídósis?

Galaktósíalídósis er einn af sjö þekktum sjúkdómum sem tengjast geymslu sykurprótína. Þetta eru arfgengir sjúkdómar í flokki kvilla sem kallast leysibólugeymslusjúkdómar. Leysibólur eru frumulíffæri sem innihalda ensím sem sundra margs konar smásykrum (e. oligosaccharides) sem er sífellt verið að mynda og brjóta n...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að fúlsa við einhverju og hver er uppruni sagnorðsins?

Spurningin í heild hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins að „fúlsa“, venjulega segir maður að maður fúlsi við einhverju en má maður líka segja að einhver fúlsi yfir einhverju? Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir um sögnina að fúlsa og alltaf með forsetningunni við (fúlsa við einhverju). E...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?

Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég las einhvers staðar að bærinn Hænuvík hefði verið nefndur Hænisvík á miðöldum. Er nokkur fótur fyrir þessu og hvað þýðir orðið hænir?

Bærinn Hænuvík er í Rauðasandshreppi hinum forna í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið Hænuvík kemur fyrir í Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 (Íslenzkt fornbréfasafn XII, 13). Sama nafnmynd er í fornbréfum á tímabilinu frá 1405-1553, en í manntalinu 1703 er bærinn nefndur Hænivík (Manntal, 178). ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?

Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, ne...

category-iconHagfræði

Hvernig virka lífeyrissjóðir?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig virkar lífeyrissjóður? Eins og staðan er í dag þá borga ég og atvinnurekandi 15,5% af launum í lífeyrissjóð. Miðað við það tekur 6,5 ár að safna fyrir einu ári af launum. (15,5%*6,5ár=100.75%). Starfsævin miðað við að viðkomandi fari í skóla er kannski 45 ár. Þannig þ...

category-iconLæknisfræði

Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?

Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?

Upprunalega spurningin var svona: Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun?

Æxlun nefnist það þegar lífverur geta af sér afkvæmi og er það eitt af einkennum allra lífvera. Í lífríkinu er hægt að greina tvo meginflokka æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlausa æxlun. Meginmunurinn á þessum æxlunargerðum er sá að við kynæxlun makast einstaklingar af gagnstæðu kyni, þar sem karld...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að lifa án hormóna?

Nei, það er ekki hægt að lifa án hormóna, að minnsta kosti ekki eðlilegu lífi. Hormón teljast til boðefna líkamans. Þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi líkamans í jafnvægi. Hormón eru lífræn efni af ýmsum gerðum. Þau eru mynduð í svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp úrið?

Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu ...

category-iconEfnafræði

Er eldur efnasamband?

Áður en spurningunni er svarað er rétt að velta því aðeins sér hvað eldur sé. Er hann hitinn sem stafar af loganum, er hann ljósið sem skín frá honum eða á jafnvel hvor tveggja við? Og af hverju stafa hiti og ljós eldsins? Logi frá kertaljósum er dæmigerður logi sem flestir þekkja. Neðst við kertalogann bráðnar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er munur á þykkt hægri og vinstri hjartaveggjar?

Veggir hjartans eru gerðir úr þremur meginlögum. Mest fer fyrir miðlaginu sem er hjartavöðvinn (e. myocardium). Hann er gerður úr sérstökum hjartavöðvavef. Utan um hjartavöðvann er þunn hjartahimna (e. epicardium) gerð úr bandvef og fituvef. Fyrir innan hjartavöðvann er örþunnt og slétt hjartaþelið (e. endocardium...

Fleiri niðurstöður