Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5099 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er hluti af erfðamengi manna kominn frá veirum?

Útreikningar vísindamanna benda til þess að um 8% erfðamengis manna sé upprunnið úr erfðamengi veira, og önnur 40% eru endurteknar raðir sem talið er að eigi líklega einnig uppruna sinn að rekja til veirusýkinga.[1] Til samanburðar má nefna að aðeins um 1% af erfðaefni manna eru gen sem skrá fyrir prótínum, en ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...

category-iconJarðvísindi

Hvenær myndast helluhraun?

Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Helluhraunbreiður myndast að jafnaði í mörgum hraunflóðum, þar sem hvert þeirra er mótað úr fjölda hraunsepa (sjá skýringarmynd). Slíkar hraunbreiður myndast í hraungosum, hvort heldur frá sprungum eða hringlaga gosrás, þar sem framleiðnin er hl...

category-iconStærðfræði

Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er upplýsingaóreiða?

Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...

category-iconVísindi almennt

Eru stjörnuspár sannar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er fylgni milli hegðunar eða persónuleika við fæðingardag? (Albert Teitsson)Hvað er til í stjörnumerkjafræði; að þessi sé svona eða hinsegin eftir því hvenær hann er fæddur? (Sigurlaug Jónasdóttir)Í stuttu máli: nei. Stjörnuspeki virkar ekki og spárnar eru því ek...

category-iconVeðurfræði

Hvað er El Niño?

Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um El Niño. Aðrir spyrjendur eru: Ragnheiður Hrönn, Steinunn Ingvarsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hildur Anna Karlsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hildur Ósk Pétursdóttir, Jórunn Helgadóttir, Esther Bergsdóttir, Hanne...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?

„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...

category-iconStærðfræði

Hefur það einhverja merkingu að velja stak af handahófi úr óendanlegu mengi?

Öll þekkjum við ferlið að velja einn kost af nokkrum af hreinu handahófi þar sem hver kostur kemur upp með jöfnum líkum. Kunnugleg dæmi eru að kasta krónu til að velja milli tveggja kosta (til dæmis hvort liðið byrjar kappleik) með jöfnum líkum $1/2$ ($50\%$) á hvorum þeirra og að kasta sex hliða teningi til að fá...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er pönk?

Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá baráttunni um El Alamein?

Oft er talað um orrustuna við El Alamein eða jafnvel orrusturnar tvær en í raun voru þrjár meginorrustur háðar við El Alamein seinni hluta ársins 1942. Sú fyrsta var 30. júní - 17. júlí þegar samveldisherinn náði að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland, önnur orrustan var dagana 31. ágúst - 3. september þe...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft?

Aðrar spurningar um bjór og bjórbann: Af hvaða ástæðu var bjór bannaður á Íslandi í svo mörg ár en ekki sterkara áfengi? Af hverju var bjór bannaður á Íslandi? Hvenær var bjór fyrst leyfður á Íslandi? Hvenær var bjór bannaður á Íslandi? Hver voru áhrif afléttingar bjórbanns á áfengisneyslu Íslendinga? Áfen...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um hraða sjónskynjunar?

Sjónskynjun er flókið fyrirbrigði sem er erfitt að meta og mæla. Vísindamenn innan lífeðlisfræði og sálarfræði hafa unnið mikið starf á þessu sviði en ljóst er að enn er margt óljóst um hvernig mynd er unnin úr umhverfi okkar, það er að segja því sem við sjáum. Mynd af því sem við horfum á er varpað á sjónhimnu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru margar holur á golfkúlum?

Holufjöldinn á golfkúlum er breytilegur eftir tegundum en algengt er að hann sé um 400. Í sumum tilvikum er hans getið í tegundarheiti og stundum fylgir einnig orð eða skammstöfun sem segir til um hver lögunin á holunni er (hringlaga, fimmhyrningar, sexhyrningar og svo framvegis). Holurnar og einkenni þeirra hafa ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er bjartasta stjarnan sem vitað er um, hvert er ljósafl hennar og raunbirta og hvenær fannst hún?

Talið er að bjartasta þekkta stjarnan (og ein sú massamesta) sé í þoku sem kallast á ensku "Pistol Nebula" eða "Skammbyssuþokan". Stjarnan er í um 25 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðu, staðsett nálægt miðju Vetrarbrautarinnar, og er talið að hún sé 100 sinnum massameiri en sólin okkar og 10 milljón sinnum bjartari...

Fleiri niðurstöður