Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2568 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað eru grafgötur og hvað merkir orðasambandið að fara (ekki) í grafgötur með eitthvað? Orðið grafgötur er fleirtöluorð og merkir 'djúpar, niðurgrafnar götur, niðurgrafnir stígar'. Það er notað í orðasamböndunum fara ekki í grafgötur um eitthvað eða ganga ekki í gr...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er átt við með stjórnarkreppu og hefur slíkt ástand áður ríkt á Íslandi?

Stjórnarkreppa er það kallað þegar afar erfiðlega gengur að koma saman þingmeirihluta sem styður ríkisstjórn. Þingmeirihluti er nauðsynlegur fyrir ríkisstjórnir í þingræðisríkjum því samkvæmt þingræðisreglunni verða ríkisstjórnir að njóta stuðnings meirihluta þingsins. Þingflokkar koma sér saman um hver fer með fr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því?

Orðið spönn er ákveðin mælieining ‛þriðjungur úr alin, bilið milli góma þumalfingurs og litlafingurs (eða vísifingurs) útglenntra’. Orðasambönd með spönn og rassi eru til í fleiri en einni gerð. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um að sjá ekki spönn úr rassi, það er að sjá nánast ekkert og er það úr ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið grikkur og hvað er átt við þegar menn gera einhverjum grikk?

Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið grikkur eru frá miðri 18. öld og er merkingin ‘hrekkur, bragð’ en einnig ‘sérstakt bragð í glímu’. Að gera einhverjum grikk merkir þá að ‘hrekkja einhvern, leika á einhvern’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (I 272) er lýsing á glímubragðinu grik...

category-iconEvrópuvefur

Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?

Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis ...

category-iconHugvísindi

Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu?

Bæði orðin viskustykki og viskastykki eru vel þekkt um land allt. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru þó engin dæmi um viskastykki, aðeins viskustykki. Halldór Laxness talar um hinn alltuppþurrkandi hollustusvip viskustykkisins í Fuglinum í fjörunni 1932 og í Gerska æfintýrinu virðist hann nota viskustykki sem ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í Vatnsdælu sögu, 3. kafla, er orðað "Nú ef þér verður sona auðið eða þínum sonum þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja og vænti eg mér þar gæða af og hefi eg það fyrir lífgjöfina." Hvað þýðir tiltakið "láttu eigi nafn mitt niðri liggja"? Í útgáfu Hins íslenska fornri...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Ef Adolf Hitler hefði ekki verið til, hefði seinni heimsstyrjöldin þá ekki átt sér stað?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hafandi vitneskju nútímans um staðfesta atburði sögunnar, væri samt hægt að færa fyrir því einhver rök að það að fara aftur í tímann og kála Hitler sem krakka væri ekki réttlætanlegt?Ef Adolf Hitler hefði ekki risið til valda, hefði nasisminn þá aldrei risið upp eða hefði ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með orðinu ku, eins og þegar sagt er það ku vera?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með orðinu ku? Til dæmis það ku vera. Hvaðan kemur þetta? Ku er samandregin mynd af sögninni að kveða og þekkist allt frá 18. öld. Um er að ræða 3. persónu eintölu og fleirtölu í þátíð: Hann ku vera farinn, hún ku vera lasin, þeir ku vera lagðir af stað, þær ku...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni?

Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þeirra kallast tregða og þær deila henni með öllum öðrum hlutum sem hafa massa. Ástæðan til þess að þessi tregðuhreyfing eftir beinni línu gerist e...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að vera viðlátinn og við hvað er átt þegar einhver er vant við látinn?

Lýsingarorðið viðlátinn þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛undirbúinn undir, tilbúinn til’ og hélst sú merking fram eftir öldum. Dæmi úr Heilagra manna sögum er: „hann kveðzt síðar mundo betr viðlátinn um gjöldin“. Í nútímamáli er aðalmerkingin ‛viðstaddur, nærstaddur’ og eru um hana góðar heimi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða breytingar hafa átt sér stað á kynhegðun ungmenna síðustu 50 ár og hverjar eru afleiðingarnar?

Þessi spurning er mjög yfirgripsmikil og hægt að koma inn á mjög marga þætti en vegna ákveðinna takmarkana í samanburðarhæfni milli þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi verður lögð áhersla á einn mikilvægan þátt sem er aldur við fyrstu kynmök. Elsta rannsókn sem mér er kunnugt um hvað varðar kynhegðu...

category-iconLögfræði

Hvað er átt við með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og hvaðan kemur það?

„Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ hefur orðið að föstu orðatiltæki í vestrænum heimi, sem vísar til grundvallarlögmáls í lögum og rétti fornra samfélaga, svokallað lex talionis, „lög jafns endurgjalds“ eða „endurgjaldsrefsingu“. Merking latneska orðsins talio felur í sér að einhverjum sé endurgoldið í sömu mynt...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við í útflutningi/innflutningi þegar sagt er "payment TT or L/C at sight"?

TT stendur hér fyrir Telegraphic Transfer og á rætur sínar að rekja til þess er símskeyti voru notuð til að færa fé á milli bankareikninga, í þessu tilfelli af bankareikningi kaupanda (innflytjanda) á reikning seljanda (útflytjanda). Rafrænar millifærslur eru nútímaútgáfa af þessu. L/C stendur fyrir Letter of C...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er átt við með einingunni hundrað í mati á jörðum og hvað merkir 20c að dýrleika?

Hundrað er verðeining í svonefndum landaurareikningi. Eitt jarðarhundrað jafngilti 120 aurum silfurs og síðar 120 álnum vaðmáls. Lengdarmálseiningin alin er fjarlægðin frá olnboga fram fyrir fingurgóm, oftast góm löngutangar en stundum þumalfingurs. Samkvæmt lögum frá 1776-1907 samsvaraði ein alin 62,7 cm. 120 áln...

Fleiri niðurstöður