Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4925 svör fundust
Hvernig dó Marilyn Monroe?
Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...
Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi?
Spyrjandi bætir við: Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf? Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á grein...
Hvað er San Andreas sprungan?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er San Andreas-sprungan? Hvernig varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? San Andreas sprungan liggur á flekamörkum tveggja af stærstu jarðskorpuflekum jarðarinnar og markar skil á milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Þessi mörk liggja eftir Kaliforníu endi...
Hver var Arthur Rimbaud?
Arthur Rimbaud (1854-1891) var franskt ljóðskáld og ævintýramaður. Hann er jafnan talinn vera meðal frumkvöðla á sviði nútímaljóðlistar og þykir eitt áhrifamesta skáld táknsæisstefnunnar (e. symbolism). Æviferill Rimbaud er óvenjulegur, hann orti af krafti í örfá ár en sneri svo endanlega baki við ljóðlistinni ...
Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum?
Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan sjö daga vikan, sem er í notkun um næstum allan heim, er upprunnin. Einhverjar heimildir benda þó til að Súmerar, Babýloníumenn og Ísraelar hafi notast við sjö daga viku. Frá þeim barst sjö daga vikan til Grikkja og Rómverja, og þaðan til Norðurlanda, en þar var áður miðað við fimm ...
Hvað éta smokkfiskar?
Smokkfiskar (Teuthida) tilheyra flokki höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar (Octopoda) og nokkrir smærri hópar dýra. Um 300 smokkfiskategundir eru þekktar. Flestar eru tæplega stærri en 60 cm á lengd en sú stærsta, risasmokkfiskar (Architeuthis spp.), getur orðið allt að 13 metra löng. Smokkfiskar eru...
Er Kárahnjúkavirkjun stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu? Ef ekki hvar er hún í röðinni?
Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar var gangsett í nóvember 2007 og er hún langstærsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Uppsett afl virkjunarinnar er 690 MW og er orkuvinnslugetan 4.800 GWh á ári. Hverflarnir eru sex talsins sem hver um sig er 115 MW. Afl Kárahnjúkavirkjunar er meira en samanlagt afl þeirra þriggja va...
Hvað er ósonlagið og úr hverju er það?
Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúps jarðar þar sem styrkur ósons er meiri en annars staðar í lofhjúpnum. Lofthjúpurinn er þunnt gaslag utan um jörðina. Hann er að mestu úr súrefni og nitri en í honum eru einnig aðrar gastegundir. Óson finnst í raun alls staðar í andrúmsloftinu en í mismiklu magni eftir hæð. ...
Hvers vegna er suðurpóllinn ekki talinn land?
Svarið við þessari spurningu felst í því hvaða merkingu við viljum leggja í orð. Hér er gengið út frá því að með orðinu suðurpóll sé í raun átt við Suðurskautslandið en um muninn á þessu tvennu má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu? Það sem skiptir hins vegar ...
Hvað er grunnvatn?
Þegar grafið er í jörðu er fyrr eða síðar komið niður á vatn. Það kallast grunnvatn eða jarðvatn. Yfirborð þess, grunn- eða jarðvatnsflöturinn, fylgir nokkuð yfirborði jarðar (sjá mynd). Þetta vissu þeir gömlu, eins og segir í Prologus Snorra-Eddu, og meðal annars af þeim sökum þótti mönnum jörðin með nokkrum hætt...
Hvernig er hægt að þýða orðið melancholy á íslensku?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig myndi melancholy þýðast yfir á íslensku? Ég hef séð orðabækur þýða það yfir sem þunglyndur, en mér finnst það ekki góð þýðing. Þunglyndur er að sjálfsögðu depressed. Stutta svarið við þessari spurningu er að það fer eftir samhengi hvernig best er að þýða orði...
Hvernig mynduðust Rauðhólar?
Rauðhólar eru þyrping af gervigígum — fyrirbæri sem sagt er að ekki hafi fundist annars staðar en á Íslandi og reikistjörnunni Mars. Önnur dæmi hér á landi eru Álftavershólar og Landbrotshólar í Skaftafellssýslu (hvoru tveggja taldir vera í Eldgjárhrauni frá 934) og gígarnir við Mývatn, til dæmis Skútustaðagígar. ...
Hvað er nóróveira?
Hugtakið nóróveirur er notað sem samheiti yfir nokkrar gerðir af skyldum veirum sem valda iðrasýkingum í mönnum. Þessar veirur hafa einnig verið kallaðar Norwalk-veirur. Nóróveira greindist fyrst eftir að hafa valdið faraldri iðrasýkinga í skóla í Norwalk í Ohio í Bandaríkjunum árið 1968. Í kjölfar þessa greindust...
Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi?
Hubblessjónaukinn er á næstum því hringlaga braut umhverfis Jörðina í um 555 km hæð. Sjónaukinn ferðast umhverfis Jörðina á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og tekur hringferðin 96 mínútur en þar af er hann 48 mínútur í skugga Jarðar. Það reynir á þol sjónaukans gagnvart hitasveiflum. Sjónaukinn er ...
Gervitungl á Háskólatorgi
Dagana 15.-18. janúar 2018 gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi en um er að ræða hátæknitungl sem notað er til að mynda jörðina úr mikilli hæð. Margir ætla að gervitungl séu gríðarstór, sem þau hafa auðvitað verið og sum um tíu tonn að þyngd, en með aukinni þróun, og ekki s...