Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Kárahnjúkavirkjun stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu? Ef ekki hvar er hún í röðinni?

EDS

Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar var gangsett í nóvember 2007 og er hún langstærsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Uppsett afl virkjunarinnar er 690 MW og er orkuvinnslugetan 4.800 GWh á ári. Hverflarnir eru sex talsins sem hver um sig er 115 MW. Afl Kárahnjúkavirkjunar er meira en samanlagt afl þeirra þriggja vatnsaflsvirkjana sem koma næst henni að stærð, en það eru Búrfell 270 MW, Hrauneyjafoss 210 MW og Sigalda 150 MW.

Hálslón við fremri Kárahnjúk.

Kárahnjúkavirkjun er sem sagt stór á íslenskan mælikvarða en hún er alls ekki stærsta vatnsaflsvirkjun Evrópu. Eftir því sem næst verður komist trónir þar á toppnum virkjun í ánni Volgu í Rússlandi norðan borgarinnar Volgograd. Virkjunin var tekin í notkun árið 1961. Hverflarnir eru 22, uppsett afl 2.582,5 MW og er vinnslugetan 12.300 GWh á ári.

Það eru fleiri lönd í Evrópu en Rússland sem eru með stærri vatnsaflsvirkjanir en finnast á Íslandi, til dæmis Rúmenía, Serbía, Sviss, Noregur, Svíþjóð og Spánn. Ekki tókst að finna upplýsingar um hvar í röðinni Kárahnjúkavirkjun er þegar virkjunum Evrópu er raðað eftir stærð.

Vatnsaflsvirkjanir í Evrópu lenda ekki ofarlega á blaði þegar stærstu virkjanir heims eru skoðaðar. Stærsta vatnsaflsvirkjun jarðar er Þriggja gljúfra stífla í Jangtse-fljóti í Kína. Þar er uppsett afl 22,5 GW og árleg orkuvinnslugeta yfir 80 TWh. Kínverjar eru með margar stórar virkjanir og það sama má segja um Asíuhluta Rússlands, Brasilíu, Bandaríkin og Kanada eins og sjá má á lista yfir stærstu vatnsaflsvirkjanir heims á vefnum Wikipedia.

Stærsta virkjun heims, Þriggja gljúfra stífla í Kína.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

31.12.2013

Spyrjandi

Andri Reyr Haraldsson

Tilvísun

EDS. „Er Kárahnjúkavirkjun stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu? Ef ekki hvar er hún í röðinni?“ Vísindavefurinn, 31. desember 2013, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54558.

EDS. (2013, 31. desember). Er Kárahnjúkavirkjun stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu? Ef ekki hvar er hún í röðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54558

EDS. „Er Kárahnjúkavirkjun stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu? Ef ekki hvar er hún í röðinni?“ Vísindavefurinn. 31. des. 2013. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54558>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Kárahnjúkavirkjun stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu? Ef ekki hvar er hún í röðinni?
Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar var gangsett í nóvember 2007 og er hún langstærsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Uppsett afl virkjunarinnar er 690 MW og er orkuvinnslugetan 4.800 GWh á ári. Hverflarnir eru sex talsins sem hver um sig er 115 MW. Afl Kárahnjúkavirkjunar er meira en samanlagt afl þeirra þriggja vatnsaflsvirkjana sem koma næst henni að stærð, en það eru Búrfell 270 MW, Hrauneyjafoss 210 MW og Sigalda 150 MW.

Hálslón við fremri Kárahnjúk.

Kárahnjúkavirkjun er sem sagt stór á íslenskan mælikvarða en hún er alls ekki stærsta vatnsaflsvirkjun Evrópu. Eftir því sem næst verður komist trónir þar á toppnum virkjun í ánni Volgu í Rússlandi norðan borgarinnar Volgograd. Virkjunin var tekin í notkun árið 1961. Hverflarnir eru 22, uppsett afl 2.582,5 MW og er vinnslugetan 12.300 GWh á ári.

Það eru fleiri lönd í Evrópu en Rússland sem eru með stærri vatnsaflsvirkjanir en finnast á Íslandi, til dæmis Rúmenía, Serbía, Sviss, Noregur, Svíþjóð og Spánn. Ekki tókst að finna upplýsingar um hvar í röðinni Kárahnjúkavirkjun er þegar virkjunum Evrópu er raðað eftir stærð.

Vatnsaflsvirkjanir í Evrópu lenda ekki ofarlega á blaði þegar stærstu virkjanir heims eru skoðaðar. Stærsta vatnsaflsvirkjun jarðar er Þriggja gljúfra stífla í Jangtse-fljóti í Kína. Þar er uppsett afl 22,5 GW og árleg orkuvinnslugeta yfir 80 TWh. Kínverjar eru með margar stórar virkjanir og það sama má segja um Asíuhluta Rússlands, Brasilíu, Bandaríkin og Kanada eins og sjá má á lista yfir stærstu vatnsaflsvirkjanir heims á vefnum Wikipedia.

Stærsta virkjun heims, Þriggja gljúfra stífla í Kína.

Heimildir og myndir:...