Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8462 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?

Guðmundur Hrafn Guðmundsson er prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð. Náttúrulegt ónæmi (e. innate immunity) er grunnvarnarkerfi gegn sýklum og myndar fyrstu varnarlínuna gegn örverum,...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað?

Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rósa hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og tekið þátt í þróun gagnagrunnsins ismus.is þar sem efni safnsins er aðgengilegt. Hún hefur einnig séð um margs konar útgáfur á þjóðfræðiefni safnsins. R...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Ögmundsdóttir rannsakað?

Helga Ögmundsdóttir er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar hafa verið af ýmsum toga, en einkum snúið að krabbameinsrannsóknum. Helga stofnsetti ásamt Jórunni Eyfjörð Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði og snérust rannsóknir hennar þar meðal annars að litn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni?

Sjúkdómar leggjast misjafnlega á jarðarbúa eftir því hvar menn búa og hvernig efnahag þeirra er háttað. Alþjóðlega heilsustofnunin hefur gert lista yfir sjúkdóma eftir því hve há dánartíðni þeirra er. Þeir sjúkdómar sem valda hæstri dánartíðni í heiminum um þessar mundir eru hjarta- og æðasjúkdómar. Þar næst k...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?

Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru skilningarvitin mörg og hvað heita þau?

Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins: Sjón. Heyrn. Snerting. Bragð. Lykt. Stundum eru fleiri nefnd til sögunar, svo sem jafnvægisskyn, varmaskyn og sársaukaskyn. Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins. Flestir eru sammála um að sjónin sé okkur hvað mikilvægust. Öll g...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör janúarmánaðar 2018?

Í janúarmánuði 2018 voru birt 57 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Mest lesna svar janúarmánaðar tilheyrir nýjum flokki á Vísindavefnum sem helgaður er ártalinu 1918. Í þessum ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör desembermánaðar 2018?

Í desembermánuði 2018 voru birt 50 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir vildu vita um bestu leiðina til að fá six pack, en svör við spurningum um fullveldi, fæðu og bólgur...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Helgi Gunnlaugsson stundað?

Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og lúta rannsóknir hans einkum að afbrotum og afbrotafræði. Í doktorsverkefni sínu tók Helgi fyrir afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi þar sem hann skoðaði meðal annars ólík viðbrögð samfélagsins gagnvart annars vegar áfengis- og vímuefnum og hin...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Ástráður Eysteinsson stundað?

Ástráður Eysteinsson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við stefnur og strauma í nútímabókmenntum Vesturlanda, með áherslu á bókmenntir innan málsvæða ensku, þýsku og íslensku, en jafnframt rannsakað alþjóðlega virkni og vægi lykilhugtaka eins og módernism...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Annadís Gréta Rúdólfsdóttir rannsakað?

Annadís Gréta Rúdólfsdóttir er dósent í aðferðafræði rannsókna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bakgrunnur hennar er í félagssálfræði en rannsóknarverkefni hennar hafa einkum snúið að menningarlegum og félagslegum birtingarmyndum kyngervis og áhrifum þeirra á reynsluheim og sjálfsskilning einstaklinga. Hún h...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Njörður Sigurjónsson stundað?

Njörður Sigurjónsson er dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Rannsóknir hans eru einkum á sviðum menningarstjórnunar og menningarstefnu en einnig hefur hann rannsakað hljóðmenningu og fagurfræði skipulagsheilda. Rannsóknir Njarðar felast í greiningu á hugmyndum um stjórnun menningarstofnana með ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör septembermánaðar 2018?

Í septembermánuði 2018 voru birt 53 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar um börn og grænmetisfæði, tvö svör úr sérstökum flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fu...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2019?

Í aprílmánuði 2019 birtust 25 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um ketófæði en svör um skyr, frystingu vatns, neyðaráætlanir við hraunrennsli og v...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í janúar 2020?

Alls voru birt 25 ný svör á Vísindvefnum í janúar 2020. Notendur Vísindavefsins í sama mánuði voru 147.608, innlitin 217.790 og flettingar 311.764. Flestir höfðu áhuga á að lesa kærastuna sem vildi fá ogguponsu mjólk í teið sitt - og hvað hún ætti eiginlega við. Svör um kórónaveiru, Jósef Stalín, gróðurelda og ...

Fleiri niðurstöður