Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Helgi Gunnlaugsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og lúta rannsóknir hans einkum að afbrotum og afbrotafræði. Í doktorsverkefni sínu tók Helgi fyrir afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi þar sem hann skoðaði meðal annars ólík viðbrögð samfélagsins gagnvart annars vegar áfengis- og vímuefnum og hins vegar kynferðisbrotum.

Helgi hefur gert fjölmargar rannsóknir á sviði félags- og afbrotafræðinnar á síðustu árum og áratugum. Má þar nefna rannsókn í upphafi aldarinnar á ítrekunartíðni afbrota á Íslandi í samvinnu við bandaríska og íslenska fræðimenn, norræna rannsókn á menntunarstöðu fanga og að lokum norræna rannsókn á afstöðu borgaranna til refsinga í samanburði við dómara. Þar kom fram að ekki er sjálfgefið að almenningur vilji alltaf sjá harðari refsingar en dómarar eins og stundum er haldið fram í opinberri umfjöllun. Helgi hefur stuðst við margvíslegar aðferðir í rannsóknum sínum bæði megindlegar og eigindlegar.

Helgi hefur meðal annars rannsakað ítrekunartíðni afbrota á Íslandi og afstöðu borgaranna til refsinga í samanburði við dómara.

Helgi er fæddur 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörn árið 1977, BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1982, MA-prófi frá Missouri-háskóla í Columbia í Bandaríkjunum, 1985 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1992, þar sem hann sérhæfði sig í réttarfélagsfræði og afbrotafræði. Helgi var stundakennari í félagsfræði við Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1987-1996 og hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Íslands árið 1990.

Helgi hlaut viðurkenningu frá Missouri-háskóla árið 2002 (Distinguished Alumnus Award). Hann hefur kennt afbrotafræði við erlenda háskóla, Háskólann í Grænlandi í Nuuk 2015 og 2016 og háskólann í Kraká (Wydział Humanistyczny AGH w Krakowiee) í Póllandi vorið 2017. Helgi sat í stjórn Norræna sakfræðiráðsins (Nordisk Samarbeidsråd for Kriminologi) á árunum 2001-2015 og var deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar á árunum 2013-2016.

Helgi hefur einn eða í samstarfi við aðra gefið út fjölda verka, þar á meðal bækurnar Wayward Icelanders: Punishment, Boundary Maintenance and the Creation of Crime, Afbrot og Íslendingar (2000), Afbrot á Íslandi (2008) og Afbrot og íslenskt samfélag (2018). Auk þess hafa greinar og bókakaflar eftir Helga birst víða í fræðiheiminum bæði austan hafs og vestan.

Mynd:

    © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

11.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Helgi Gunnlaugsson stundað?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2018, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75821.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. maí). Hvaða rannsóknir hefur Helgi Gunnlaugsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75821

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Helgi Gunnlaugsson stundað?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2018. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75821>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Helgi Gunnlaugsson stundað?
Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og lúta rannsóknir hans einkum að afbrotum og afbrotafræði. Í doktorsverkefni sínu tók Helgi fyrir afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi þar sem hann skoðaði meðal annars ólík viðbrögð samfélagsins gagnvart annars vegar áfengis- og vímuefnum og hins vegar kynferðisbrotum.

Helgi hefur gert fjölmargar rannsóknir á sviði félags- og afbrotafræðinnar á síðustu árum og áratugum. Má þar nefna rannsókn í upphafi aldarinnar á ítrekunartíðni afbrota á Íslandi í samvinnu við bandaríska og íslenska fræðimenn, norræna rannsókn á menntunarstöðu fanga og að lokum norræna rannsókn á afstöðu borgaranna til refsinga í samanburði við dómara. Þar kom fram að ekki er sjálfgefið að almenningur vilji alltaf sjá harðari refsingar en dómarar eins og stundum er haldið fram í opinberri umfjöllun. Helgi hefur stuðst við margvíslegar aðferðir í rannsóknum sínum bæði megindlegar og eigindlegar.

Helgi hefur meðal annars rannsakað ítrekunartíðni afbrota á Íslandi og afstöðu borgaranna til refsinga í samanburði við dómara.

Helgi er fæddur 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörn árið 1977, BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1982, MA-prófi frá Missouri-háskóla í Columbia í Bandaríkjunum, 1985 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1992, þar sem hann sérhæfði sig í réttarfélagsfræði og afbrotafræði. Helgi var stundakennari í félagsfræði við Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1987-1996 og hlaut kennsluréttindi frá Háskóla Íslands árið 1990.

Helgi hlaut viðurkenningu frá Missouri-háskóla árið 2002 (Distinguished Alumnus Award). Hann hefur kennt afbrotafræði við erlenda háskóla, Háskólann í Grænlandi í Nuuk 2015 og 2016 og háskólann í Kraká (Wydział Humanistyczny AGH w Krakowiee) í Póllandi vorið 2017. Helgi sat í stjórn Norræna sakfræðiráðsins (Nordisk Samarbeidsråd for Kriminologi) á árunum 2001-2015 og var deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar á árunum 2013-2016.

Helgi hefur einn eða í samstarfi við aðra gefið út fjölda verka, þar á meðal bækurnar Wayward Icelanders: Punishment, Boundary Maintenance and the Creation of Crime, Afbrot og Íslendingar (2000), Afbrot á Íslandi (2008) og Afbrot og íslenskt samfélag (2018). Auk þess hafa greinar og bókakaflar eftir Helga birst víða í fræðiheiminum bæði austan hafs og vestan.

Mynd:

    © Kristinn Ingvarsson.

...