Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?

EDS

Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsmet sem voru 260 klukkutímar án svefns.

Ekki er talið að þessi mikla vaka hafi haft varanleg áhrif á heilsu Gardners en á meðan á henni stóð sýndi hann veruleg einkenni svefnleysis eins og við er að búast. Hann átti erfitt með að einbeita sér og varð sljór, ofskynjanir gerðu vart við sig, minnið slappaðist verulega og hann varð óskýr í tali svo fátt eitt sé nefnt.

Þó sýnt hafi verið fram á að manneskjan geti vakað sólahringum saman er nú alltaf ósköp gott að fá sér smá blund!

Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að vaka svona lengi og slá met Gardners en lengri samfelld vaka hefur ekki verið almennt viðurkennd þó einhverjir kunni að hafa slegið honum við. Heimsmetabók Guinness staðfestir ekki lengur met í vöku þar sem vísindamenn telja að slík vökumaraþon geti reynst skaðleg. Það er líka í raun mjög erfitt að staðfesta langa vöku nema einstaklingurinn sé undir ströngu eftirliti. Ástæðan er sú að þegar fólk er orðið þreytt er mjög auðvelt er að dotta aðeins, jafnvel án þess að taka eftir því.

Að lokum má bæta við að Vísindavefurinn mælir alls ekki með því að fólk reyni að slá þetta vökumet, eða sleppi úr svefni yfir höfuð. Þótt það sé margt í sambandi við svefn sem vísindamenn hafa ekki náð að skilja þá er vitað að hann er okkur nauðsynlegur, ekki bara til að hvíla líkamann heldur líka til að endurnæra huga og heila. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni: Hvers vegna sofum við?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.3.2008

Síðast uppfært

26.6.2018

Spyrjandi

Dagmar Helga Einarsdóttir, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2008, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7208.

EDS. (2008, 10. mars). Hvað getur maður vakað lengi samfleytt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7208

EDS. „Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2008. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7208>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?
Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsmet sem voru 260 klukkutímar án svefns.

Ekki er talið að þessi mikla vaka hafi haft varanleg áhrif á heilsu Gardners en á meðan á henni stóð sýndi hann veruleg einkenni svefnleysis eins og við er að búast. Hann átti erfitt með að einbeita sér og varð sljór, ofskynjanir gerðu vart við sig, minnið slappaðist verulega og hann varð óskýr í tali svo fátt eitt sé nefnt.

Þó sýnt hafi verið fram á að manneskjan geti vakað sólahringum saman er nú alltaf ósköp gott að fá sér smá blund!

Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að vaka svona lengi og slá met Gardners en lengri samfelld vaka hefur ekki verið almennt viðurkennd þó einhverjir kunni að hafa slegið honum við. Heimsmetabók Guinness staðfestir ekki lengur met í vöku þar sem vísindamenn telja að slík vökumaraþon geti reynst skaðleg. Það er líka í raun mjög erfitt að staðfesta langa vöku nema einstaklingurinn sé undir ströngu eftirliti. Ástæðan er sú að þegar fólk er orðið þreytt er mjög auðvelt er að dotta aðeins, jafnvel án þess að taka eftir því.

Að lokum má bæta við að Vísindavefurinn mælir alls ekki með því að fólk reyni að slá þetta vökumet, eða sleppi úr svefni yfir höfuð. Þótt það sé margt í sambandi við svefn sem vísindamenn hafa ekki náð að skilja þá er vitað að hann er okkur nauðsynlegur, ekki bara til að hvíla líkamann heldur líka til að endurnæra huga og heila. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni: Hvers vegna sofum við?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....