Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1058 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?

Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...

category-iconVísindi almennt

Hvernig eru Elo stig í skák reiknuð út?

Mönnum hefur lengi verið hugleikið að fá úr því skorið hver sé besti skákmaður heims og ekki síður að leggja mat á það hvar einstakir skákmenn standa hvor gegn öðrum. Áður en Elo-stigin komu til sögunnar var ekki til neitt samræmt kerfi til stigaútreikninga. Á Ísland fann skákfrömuðurinn Áki Pétursson (1913-1970) ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru smástirni?

Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...

category-iconHugvísindi

Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver var Ptólemaíos frá Alexandríu og hvert var framlag hans til stjörnufræðinnar?

Heimildir um ævi Kládíosar Ptólemaíosar og persónu hans eru mjög af skornum skammti og er helst að menn geti ályktað út frá því sem hann tilgreinir um stað og tíma vegna athugana sinna. Samkvæmt því er vitað að hann gerði athuganir sínar í Alexandríu í Egyptalandi og líklegt að hann hafi verið uppi frá um 100 til ...

category-iconLögfræði

Hvar get ég séð hvort og hvernig tiltekin ESB-gerð hafi tekið gildi á Íslandi?

Upprunalega barst Evrópuvefnum eftirfarandi spurning: Hefur tilskipun 2009/158 tekið gildi á Íslandi og þá hvenær? Er til íslensk þýðing á þeirri tilskipun eða er hún væntanleg? Á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið ber íslenskum stjórnvöldum að taka upp í íslensk lög þann hluta reglna Evrópusa...

category-iconLæknisfræði

Hvernig getur faraldur eins og COVID-19 náð hámarki og dvínað svo án þess að hjarðónæmi hafi náðst?

Faraldrar smitsjúkdóma eru margslungnir og flóknir - það má með sanni segja að þeir séu jafn fjölbreyttir og sýklarnir sem valda þeim. Það gerir okkur um leið erfitt að spá fyrir um þróun þeirra, þó til séu aðferðir sem aðstoða okkur við slíkt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Er hægt að reikna hvernig ...

category-iconJarðvísindi

Bera jökulár næringarefni til sjávar og væri hægt að skófla þeim upp og sturta í sjóinn ef árnar hverfa?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að jökulárnar okkar beri næringarefni fram í sjóinn sem fiskurinn lifir á? Ef svo er hvaðan koma þessi næringarefni upprunalega? Væri kannski hægt að skófla þessum næringarefnum upp og sturta í sjóinn án þess að nota jökulárnar? Stutta svarið: Rétt er að jökulárnar ...

category-iconVeðurfræði

Eru til margar gerðir skýja?

Hér er einnig svarað spurningunni: Úr hvaða skýjum rignir og úr hverjum rignir ekki? Vatn er alls staðar í andrúmsloftinu í kringum okkur en í mismiklu magni. Oftast er það á formi ósýnilegrar gufu en stundum sem ský. Skýin myndast þegar loft kólnar en það gerist oft þegar loftið þrýstist upp. Ský geta einnig my...

category-iconHeimspeki

Hvað er fyrirbærafræði?

Fyrirbærafræði (e. phenomenology, þ. Phänomenologie) er heimspekistefna sem kom fram á 20. öld og hefur haft ómæld áhrif á iðkun heimspekinnar. Kjarni fyrirbærafræðinnar er rannsókn á gerð mannlegrar vitundar eins og hún birtist frá sjónarhorni fyrstu persónu. Grundvallarformgerð vitundarinnar er í því fólgin að h...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um rússnesku byltinguna 1917 og hvernig hún byrjaði?

Byltingin í Rússlandi 1917 er einn af afdrifaríkustu atburðum 20. aldar og hún hafði mótandi áhrif á stjórnmál um allan heim. Hægt er að skilgreina byltinguna sem keðju uppreisna í Rússlandi sem leiddu fyrst til þess að einræðisstjórn Rússakeisara var hrundið en síðan til valdatöku ráða (sovéta) undir stjórn bolsé...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Georg Brandes og hvaða áhrif hafði hann á norrænar bókmenntir?

Georg Brandes var danskur bókmenntagagnrýnandi og fræðimaður en hans er sérstaklega minnst sem boðbera raunsæisstefnunnar í norrænum bókmenntum. Hafði hann meðal annars mikil áhrif á hóp íslenska rithöfunda og skálda á síðustu áratugum nítjándu aldar. Brandes, sem var gyðingur, fæddist í Kaupmannahöfn árið 1842...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmyndasaga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er hugmyndasaga og hvað getur maður mögulega orðið eftir að hafa menntað sig í henni? Einfalt svar gæti verið svohljóðandi: Hugmyndasaga er saga hugmynda, hugmyndastrauma eða hugmyndakerfa, hvort sem um er að ræða heimspekilegar hugmyndir, vísindakenningar, pólitís...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um John Locke?

John Locke var enskur heimspekingur og er oft álitinn merkastur bresku raunhyggjumannanna en hann var ekki síður áhrifamikill stjórnspekingur. Locke fæddist þann 29. ágúst árið 1632 í Somerset á Englandi. Hann var menntaður í Westminster og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið rökfræði og siðfræði, forngrísku o...

category-iconHugvísindi

Af hverju hernámu Bretar Ísland?

Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík snemma morguns og innan skamms var bærinn fullar af hermönnum. Margir bæjarbúar höfðu vaknað um nóttina vegna flugvéladyns en menn áttu því ekki að venjast á þessum tíma. Grunur vaknaði þegar um hvað væri í aðsigi. Óvissan sneri...

Fleiri niðurstöður