Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 999 svör fundust
Hver var Níels Bohr og hvert var framlag hans til vísindanna?
Níels Bohr (1885-1962) var danskur eðlisfræðingur, einn af frægustu mönnum þeirrar vísindagreinar á sínum tíma. Auk þess sem hann setti fram nýmæli í nútíma eðlisfræði kom hann á fót merkri stofnun í Kaupmannahöfn þar sem margir af helstu eðlisfræðingum heimsins unnu að þróun eðlisfræðinnar, einkum í skammtafræði....
Hvenær og hvers vegna breyttist „ek em“ í „ég er“?
Í þessu felast eiginlega tvær spurningar, annars vegar breytingin frá ek í ég og hins vegar breytingin úr em í er. Breytingin frá ek í ég Eintölubeyging 1. persónu fornafnsins í forníslensku og nútímaíslensku er sýnd í Töflu 1. eintala físl. nísl. ...
Er líklegt að olíu sé að finna á Drekasvæðinu?
Bandarískir vísindamenn hófu rannsóknir á Drekasvæðinu, við syðri hluta Jan Mayen-hryggjarins, á sjöunda áratug síðustu aldar, meðal annars til að staðfesta landrek á svæðinu. Niðurstöður þessara rannsókna bentu snemma til þess að Jan Mayen-svæðið væri ólíkt venjulegum úthafsbotni: Segulsviðið var veikara og óregl...
Hvað getið þið sagt mér um Leonhard Euler og framlag hans til stærðfræðinnar?
Leonhard Euler (1707-1783) var afkastamesti stærðfræðingur sögunnar. Að jafnaði námu rannsóknir hans yfir 800 blaðsíðum á ári og útgefin verk hans urðu alls 866. Nýlega hefur þessum verkum verið safnað saman á vefsetrið Euler Archive, þar sem hægt er að skoða þau í upphaflegu formi. Euler stuðlaði að framþróun á ...
Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?
Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...
Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?
Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...
Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið? Er slíkt skattkerfi góður kostur? Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fyl...
Hver var Georges Bataille og hvert var framlag hans til fræðanna?
Georges Bataille var franskur rithöfundur og heimspekingur. Höfundarverk hans er sérkennileg, görótt og einkar forvitnileg blanda af bölsýni, lífsþorsta og óslökkvandi þörf fyrir að horfast hispurslaust í augu við veruleikann. Bataille fæddist 10. september 1897 í smábænum Billom í Auvergne í Mið-Frakklandi en ...
Hver var Enrico Fermi og hvert var hans framlag til vísindanna?
Enrico Fermi var eðlisfræðingur sem fæddist á Ítalíu árið 1901 og lést árið 1954 í Bandaríkjunum. Hann markaði djúp spor í eðlisfræði tuttugustu aldar, einkum í kjarneðlisfræði og öreindafræði. Lengdareiningin fermi er til dæmis kennd við hann, og sömuleiðis fermíeindir en skiptaeðli þeirra er lykilatriði í skammt...