Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1067 svör fundust
Hver var Barbara McClintock og hvert var framlag hennar til erfðafræðinnar?
Barbara McClintock var fædd árið 1902 í Hartford í Connecticut. Hún lauk doktorsprófi í grasafræði frá Cornell-háskóla árið 1927, en í rannsóknum sínum hafði hún fengist við erfðir maísplöntunnar. Hún starfaði áfram við Cornell með litlum hléum til ársins 1936 og gerði á þeim árum merkar athuganir á litningum plön...
Hvað getið þið sagt mér um John Locke?
John Locke var enskur heimspekingur og er oft álitinn merkastur bresku raunhyggjumannanna en hann var ekki síður áhrifamikill stjórnspekingur. Locke fæddist þann 29. ágúst árið 1632 í Somerset á Englandi. Hann var menntaður í Westminster og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið rökfræði og siðfræði, forngrísku o...
Er hægt að endurlífga útdauð dýr?
Í sögu lífs á jörðinni eru þekktar fimm stórar útdauðahrinur þar sem margar tegundir og fjölskyldur lífvera dóu út. Ein slík hrina varð til dæmis við lok permtímabilsins og önnur í lok krítartímans þegar risaeðlurnar dóu út (endanlega, nema fuglarnir sem eru af þeim komnir). Sjötta útdauðahrinan er hafin. Ólíkt þe...
Er vísindafólk að þróa nýjar og afkastameiri leiðir til að skima eftir veirunni sem veldur COVID-19?
Kjarnsýruprófin sem nú eru notuð til að greina veirusmit eru býsna áreiðanleg, eins og hægt er að lesa nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi? Þau eru einnig gífurlega næm og geta numið veiruna í sýnum sem hafa aðeins þúsund eintök eða...
Hvað er kolefnisbinding?
Með hugtakinu kolefnisbinding er einfaldlega átt við það þegar kolefni (C) í andrúmsloftinu binst til lengri tíma, til dæmis gróðri eða jarðvegi. Líf er sú birtingarmynd kolefnis sem við höfum hvað mestan áhuga á, enda erum við lífverur. Þó er mun meira kolefni í efnasamböndum utan lífríkisins, til dæmis í kolt...
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?
Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...
Hvaða heimspeki er í The Truman Show?
Kvikmyndir geta veitt nýja innsýn í heimspekileg viðfangsefni. Á síðustu árum hafa til dæmis myndirnar The Truman Show og The Matrix vakið mikla athygli fyrir heimspekileg efnistök. Efniviður beggja myndanna er að stofni til þekkt heimspekilegt viðfangsefni: hvað ef veruleikinn er í grundvallaratriðum frábrugði...
Eru þeir sem oft fá berkjubólgu í áhættuhópi vegna COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Er fólk sem er gjarnt á að fá berkjubólgu, í flokki þeirra sem eru í áhættuhóp vegna COVID-19? Það er mjög mikilvægt að huga að því hvaða einstaklingsbundnu þættir auka hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Við erum enn að læra hratt og mikið um þennan nýja smitsjúkdóm en ...
Hvenær varð vefnaður til og hvað er vitað um hann?
Vefnaður er eitt elsta listhandverkið sem ennþá er stundað á jörðinni. Hann varð ekki til á einum stað heldur þróaðist sjálfstætt í ýmsum heimshornum og er samofinn fastri búsetu mannkynsins á jörðinni. Fundist hafa leifar af allt að 7000 ára gömlum teppum eða efnum í Egyptalandi og við fornleifauppgröft í Tékklan...
Hvað er hæðarveiki?
Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...
Hvert var framlag Karls Landsteiner til vísindanna?
Austurrísk-bandaríski líffræðingurinn og læknirinn Karl Landsteiner (1868-1943) er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað ABO-blóðflokkakerfið og er litið á hann sem föður blóðgjafarfræðinnar. Framlag hans til vísindanna var mjög fjölbreytt, á sviði meinafræði, vefjafræði, blóðvatnsfræði, ónæmis- og bakteríufræði, auk...
Er siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum?
Á undanförnum árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting á því hvernig við teljum æskilegt að koma fram við umhverfi okkar. Margt af því sem áður þótti eðlilegt þykir núna fullkomlega óásættanlegt. Stærstu breytingarnar tengjast líklega því hvernig við förum með úrgang og rusl, en á síðustu árum hafa viðhorf okkar ti...
Er endurheimt votlendis gagnleg og viðurkennd aðferð til að vinna gegn hlýnun jarðar?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hvernig virkar endurheimt votlendis og er það besta leiðin til að berjast gegn loftslagsvánni? Af hverju að breyta ræktuðu landi í mýrlendi aftur? Hvernig getur mýrlendi "mengað" minna en graslendi sem er þurrt? Er endurheimt votlendis inni í Parísarsamkomulaginu? Er hún ...
Hvaða hvalastofnar eru í mestri útrýmingarhættu?
Af 93 hvalategundum á lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) eru fimm tegundir taldar í bráðri hættu á aldauða (e. critically endangered – CR) en það þýðir að eindregnar líkur eru á að viðkomandi tegundir deyi út í náinni framtíð samkvæmt tilteknum forsendum. Auk þess telja samtökin að tólf hvalategundir...