Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2972 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til?

Í heild hljóðuðu spurningarnar svona: Teljast Íslendingasögurnar til skáldverka eða eru hetjur þeirra, s.s. Grettir sterki, Gunnar á Hlíðarenda og Gísli Súrsson, raunverulegar persónur sem sannanlega voru til? Eru Íslendingasögurnar sögulegar heimildir eða eru þær skáldskapur? Einfaldast er að skilgreina Ís...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var farið að halda uppboð á Íslandi og hvernig þróuðust þau?

Því miður eru rannsóknir á sögu uppboða á Íslandi af skornum skammti og því er ekki hægt að svara spurningunni án þess að gera grein fyrir því að saga þeirra sé að miklu leyti gloppótt eins og staðan er í dag. Svarið tekur því mið af yfirstandandi rannsókn minni þar sem áhersla er lögð á opinber uppboð á persónule...

category-iconUmhverfismál

Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á sjávarstöðu?

Okkur kann að finnast að spegilsléttur sjávarflöturinn sé algjörlega láréttur. Meðalsjávarborð liggur hins vegar nærri því sem kallast jafnmættisflötur í þyngdarsviði jarðar. Oft er talað um jörðina eins og hún sé kúlulaga hnöttur, en hún er í raun sporvölulaga, aðeins breiðari um sig um miðbaug en pólana. Jafnmæ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist eiginlega á Woodstockhátíðinni?

Woodstockhátíðin er vafalaust frægasta rokkhátíð sögunnar. Hún var haldin helgina 15.-17. ágúst 1969 en lauk reyndar ekki fyrr en mánudaginn 18. Hátíðin hefur alla tíð verið sveipuð miklum ljóma og þar komu fram frægustu popp- og rokktónlistarmenn þess tíma. Woodstock var ekki aðeins tónlistarhátíð, heldur sveif y...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Enginn veit hvar gröf Kleópötru Egyptalandsdrottningar er að finna en víst er að hún er ekki í píramída. Talið er að fyrsti egypski píramídinn, sem kallast þrepapíramídinn í Sakkara, hafi verið reistur í valdatíð Djoser fyrsta konungs þriðju konungsættarinnar...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldgos undir jökli?

Rúmlega helmingur allra eldgosa á Íslandi á sögumlegum tíma hefur orðið í jöklum, í Kötlu og einkum í Grímsvötnum.1 Flest unnu þau sig upp í gegnum ísinn svo úr urðu sprengigos, oftast surtseysk tætigos. Á jökulskeiðum hafa svo til öll eldgos á Íslandi orðið í jöklum.2 Móbergsfjöllin hafa myndast í slíkum gosum. Á...

category-iconJarðvísindi

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

category-iconFöstudagssvar

Fá fuglar nýtt par af vængjum þegar þeir deyja og verða fuglaenglar?

Svarið við þessu er auðvitað já eða: já, auðvitað! Það að einhver verður engill jafngildir því að hann/hún/það fái vængi. Formúlan fyrir þessu er sem hér segir:x verður engill <=> x -> x + vængirMeð því að setja x = fugl í þessari almennu formúlu fáum viðfugl verður engill <=> fugl -> fugl + vængiro...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru bananar gulir?

Til eru meira en 1000 afbrigði af banönum og koma þeir í ýmsum stærðum og litum. Afbrigðið sem Evrópubúar kannast best við kallast Cavendish. Cavendish-bananar eru upphaflega grænir vegna litarefnisins blaðgrænu í grænukornum frumna hýðisins. Þegar fræ banananna, sem eru inni í aldinkjötinu (þeim hluta banananna s...

category-iconSálfræði

Af hverju eru börn matvönd en hætta því svo oftast þegar þau verða eldri?

Áhyggjur af matvendni barna eru eðlilegar og ekki aðeins byggðar á takmörkuðu fæðuvali og afleiðingum þess eins og næringarskorti, heldur einnig á lífsgæðum út frá sálrænum-, sálfélagslegum- og líkamlegum þáttum barnanna og foreldra/forsjáraðila þeirra. Mikil streita getur fylgt því að eiga barn með matvendni og s...

category-iconHugvísindi

Hvernig var kosningakerfi Grikkja til forna?

Til þess að útskýra kosningakerfi Forngrikkja verður að segja einnig lítið eitt um helstu stjórnmálastofnanir þeirra. Í flestum grískum borgum var aðalstjórnmálasamkundan þing sem kallaðist ekklesia. Þangað gátu allir frjálsir borgarar komið og greitt atkvæði en þátttakan takmarkaðist þó við karlmenn sem náð hö...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?

Vísindamenn hafa mikið rannsakað áhrif geislunar á útvarpsbylgjutíðni á heilsu fólks, en þar undir fellur geislun frá þráðlausu neti. Það er á fárra færi að kynna sér allar rannsóknir sem til eru á þessu sviði og þess vegna er skynsamlegt að skoða hvað alþjóðastofnanir eða hópar vísindamanna hafa um málið að segja...

category-iconVeðurfræði

Af hverju hefur hlýnandi loftslag þau áhrif að úrhellisrigning verður algengari?

Fyrir réttum tveim öldum (árið 1824) birti franski verkfræðingurinn Sadi Carnot (1796–1832) grundvallarrit um varmavélar og það afl sem fá má úr eldi (Réflexions sur la puissance motrice du feu et sur les machines propres à développer cette puissance).[1] Þetta rit lagði grunninn að nútíma varmafræði og á grund...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Enrico Fermi og hvert var hans framlag til vísindanna?

Enrico Fermi var eðlisfræðingur sem fæddist á Ítalíu árið 1901 og lést árið 1954 í Bandaríkjunum. Hann markaði djúp spor í eðlisfræði tuttugustu aldar, einkum í kjarneðlisfræði og öreindafræði. Lengdareiningin fermi er til dæmis kennd við hann, og sömuleiðis fermíeindir en skiptaeðli þeirra er lykilatriði í skammt...

category-iconHagfræði

Hver vinnur tollastríð?

Tæki og tól leikjafræðinnar (e. game theory) eru oft notuð til að greina mögulegar niðurstöður hernaðarátaka. Tollastríð felur í sér valdbeitingu af hálfu þess sem byrjar og varnarviðbrögð þolanda, þó blóðsúthellingar séu fátíðar. Þess vegna má nota leikjafræði til að greina líklega niðurstöðu tollastríðs. Nær...

Fleiri niðurstöður