Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9536 svör fundust
Getið þið bent mér á heimildir um sólina þar sem ég er að gera verkefni um hana?
Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um sólina, meðal annars þessi:Hvað er sólin stór? eftir Tryggva ÞorgeirssonHvað er sólin heit? eftir Tryggva ÞorgeirssonAf hverju er sólin til? eftir Árdísi Elíasdóttur og Gunnlaug BjörnssonHvert er flatarmál sólarinnar? eftir EÖÞHvað er sólin þung? eftir Björn Brynjúlf Bj...
Er guð til?
Vísindavefurinn fær reglulega sendar fyrirspurnir frá lesendum sínum um tilvist æðri máttarvalda. Vitanlega eru menn ekki sammála um það hvort guð sé til eða ekki. Þeir sem svara spurningunni játandi hafa mismunandi skoðanir á því hvað einkenni þá þennan guð eða jafnvel guði. Þetta sést best á því hversu margvísle...
Hvers vegna myndast samgróningar, og er hætta á að þeir haldi áfram?
Samgróningar eru bandvefur sem myndast eftir aðgerðir eða bólgur í kviðarholi. Myndun þeirra tekur ákveðinn tíma en síðan hjaðna þeir eða mýkjast. Vonir standa til að samgróningar eftir aðgerðir minnki með nýjum aðferðum í skurðlækningum þar sem líffærin verða fyrir minna hnjaski. Samgróningar (adhesion) my...
Gætuð þið vísað mér í heimildir um kjarnorkusprengjuna, kjarnorkuvopnakapphlaupið, hver fann kjarnorkuna upp?
Hér er einnig svarað spurningu Guðmundar Magnússonar: „Hvar finn ég upplýsingar um tilraunir með kjarnorkusprengjur?“ Kjarnorkusprengjan í Nagasaki, Japan.Um heimildir ber fyrst að nefna tvær afbragðsgóðar bækur eftir Richard Rhodes. Í fyrsta lagi bókina The Making of the Atomic Bomb, sem segir frá forsögu kjarn...
Hversu stór eru stærstu risaeðlusporin sem hafa fundist?
Útlimir risaeðlanna voru mjög fjölbreytilegir. Flestar stóru jurtaæturnar notuðu alla fjóra útlimina til gangs og voru með sterka og svera fótleggi og breiðar iljar. Hjá flestum þeirra voru þó afturlimirnir stærri en framlimirnir. Flestar ráneðlurnar gengu hins vegar nær eingöngu á afturlimunum (e. bipedal), sem v...
Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er maður lengi að rotna eftir að hann er grafinn?Hvernig rotna menn, það er hvernig er rotnunarferlið?Af hverju rotna manna- og dýralíkamar eftir dauðann? Hvaðan koma rotverurnar (litlu hvítu ormarnir) sem éta lífverur eftir að þær deyja?Fræðin um niðurbrot líkama eftir dauð...
Verður ekki þröngt um skjaldbökur í skelinni ef þær fitna mikið?
Skjaldbökur (Chelonia) fæðast með skel sem er hluti af beinagrind þeirra. Í fyrstu er skelin mjúk þar sem beinin í skelinni hafa ekki kalkast en þegar dýrin hafa náð fullri stærð er skjöldurinn orðinn fullkalkaður og samanstendur þá af um 60 beinum sem þakin eru hörðu hornkenndu efni. Efnið er gert úr keratíni en ...
Hvaða ár fór fyrsta víkingaskipið á flot?
Í dag veit enginn hvenær fyrsta víkingaskipinu var siglt. Ýmsar heimildir eru til um siglingar víkinga. Frá þeim er meðal annars sagt í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum. Ein erlend heimild segir frá því að fyrsta víkingaferðin hafi verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið...
Hver er hæsta tala í heimi?
Ekki er hægt að benda á neina eina sérstaka tölu og segja að hún sé hæsta tala í heimi. Það er alveg sama hvaða tölu maður nefnir, það væri alltaf hægt að bæta annarri tölu við hana og fá út enn hærri tölu en maður byrjaði með. Um svipað efni er hægt að lesa í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum: Hver er hæ...
Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?
Svarið er einfalt nei; það gerðu þeir ekki. Tóbakið er planta sem óx upphaflega aðeins í Ameríku. Það var því óþekkt í Evrópu þar til eftir landafundina miklu í lok 15. aldar og í byrjun þeirrar sextándu (Kólumbus „fann“ fyrstu eyjarnar við Ameríku árið 1492). Svona er þetta líka með margar aðrar vörur úr jurta...
Hvað er Frakkland mörgum sinnum stærra en Ísland?
Flatarmál Íslands er um það bil 103 þúsund km2 (ferkílómetrar) en Frakklands um 544 þúsund km2. Frakkland er því um 5,28 sinnum stærri en Ísland. Þess má geta að Frakkland er þriðja stærsta land Evrópu á eftir Rússlandi og Úkraínu en Ísland lendir í 16 sætinu þegar löndum álfunnar er raða eftir flatarmáli. ...
Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?
Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750. Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyr...
Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?
Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd og eru mörg þeirra hættuleg heilsu manna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum. Talið er að um 1,3 milljarður manna í heiminum rey...
Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?
Frumur líkamans endurnýjast ekki endalaust. Það er mjög misjafnt eftir vefjagerðum hversu hröð endurnýjunin er. Beinvefur grær til dæmis hratt eftir brot og vefir húðarinnar og slímhúða endurnýjast hratt, enda verður mikið slit á þeim. Vöðvavefir, taugavefir og sumir blóðvefir endurnýjast hins vegar mjög lítið eft...
Var ekki fastað á miðöldum en hverjir voru það, lútherstrúarmenn eða katólikkar?
Þessu er frekar auðvelt að svara: Já, það var fastað á miðöldum og það gerðu katólskir menn en lúterstrúarmenn komu síðar til sögunnar. Siðaskiptin urðu á sextándu öld, það er að segja í byrjun nýaldar og eftir að miðöldum lauk. Fram að þeim tíma var rómversk-katólska kirkjan eina trúfélag kristinna manna í Ve...