Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 987 svör fundust
Hvaðan kemur orðið busi?
Athugasemd ritstjórnar: Svar við þessari spurningu var fyrst birt 20.7.2009 en var endurbirt 17.4.2018. Höfundur svarsins hafði þá bætt aðeins við það, eftir að Vísindavefnum barst þetta bréf frá Rakel Önnu: Rakel Anna heiti ég og er nemi við Menntaskólann á Akureyri. Ég fór um daginn að velta fyrir mér hvaða...
Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu? Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að l...
Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?
Moskítóflugur angra fólk og önnur spendýr á Grænlandi helst frá miðjum júní og fram í ágúst. Á þessum tíma sækjast kvendýrin eftir blóði en í því er prótín sem þarf til þess að egg flugnanna þroskist. Stærstur hluti lífsferils moskítóflugna er í vatni en hversu langur lífsferillinn er fer eftir aðstæðum, allt f...
Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?
Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé e...
Hvernig elta menn vísitölu?
Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í október 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör októbermánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar? Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar? Eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu, eða jafnvel loftsteini, heldur en að vinna stærst...
Hvernig er hægt að láta jöfnuna 5 + 5 + 5 = 550 standast með því að bæta við einu striki?
Hægt er að láta útreikningana 5 + 5 + 5 = 550 standast á að minnsta kosti tvennan hátt með því að bæta við einu striki. Í fyrsta lagi má setja strik þvert á "jafnt og" merkið til að fá út "ekki jafn og" merkið og þá stendur 5 + 5 + 5 er ekki jafnt og 550 sem er alveg rétt. Skemmtilegri aðferð er þó sú ...
Eru flóðhestar hættulegir?
Það er rétt að flóðhestar (Hippopotamus amphibius) eru stórhættuleg dýr og valda fleiri dauðsföllum í Afríku en nokkur önnur spendýr. Tölulegar upplýsingar um hversu margir láta lífið af völdum flóðhesta á hverju ári er á reiki, en talið er að það geti verið allt að 400 manns. Þótt flóðhestar virðist silalegir ...
Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?
Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...
Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“?
Máltækið hver hefur sinn djöful að draga merkir ‘allir þurfa að glíma við erfiðleika’ og þekkist frá fyrri hluta 18. aldar samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Djöfull vísar alltaf til einhvers sem er neikvætt og eru fjölmörg dæmi í Nýja testamentinu um að menn þurfi að gæta sín á því að láta djöfulinn ekki ...
Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?
Vísindamenn telja að það geti verið mögulegt að einrækta útdauð dýr. Vitað er að það eru tilraunir í gangi með slíkt, til dæmis telja japanskir vísindamenn að þeir geti einræktað loðfíl innan nokkurra ár. Hins vegar er einræktun mjög flókin, jafnvel þó ekki sé um útdauðar tegundir að ræða. Sem dæmi má nefna að þeg...
Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?
Fjölmargar ormategundir lifa í meltingarfærum fólks erlendis en tiltölulega fáar þeirra hafa fundist hér á landi. Hér á eftir verður einungis fjallað um ormategundir sem lifa, eða lifðu fyrr á árum, í meltingarfærum Íslendinga en ekki fjallað um ormategundir sem ferðalangar hafa borið til landsins erlendis frá og...
Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa dyraverðir á skemmtistöðum rétt til þess að taka skilríki af einstaklingum? Telst það ekki vera þjófnaður?Reglur sem fjalla um eftirlit á skemmtistöðum er að finna víða í lögum og reglugerðum. Meginreglurnar eru í reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um sl...
Þarf alltaf að nota punkt í lok málsgreina?
Það er áberandi á síðustu árum að margt ungt fólk notar ekki punkt í lok málsgreina í stafrænum samskiptum svo sem tölvupósti, smáskilaboðum, spjallrásum og samfélagsmiðlum – og finnst jafnvel stuðandi að sjá punkt í lok málsgreina. Í þessu samhengi skiptir máli að hafa í huga það meginhlutverk greinarmerkja að ve...
Hvaðan kemur orðið 'brussa' um klaufskan kvenmann?
Uppruni orðsins brussa í merkingunni 'sver og skessuleg kona' er ekki alveg öruggur. Ekkert sambærilegt orð er þekkt í Norðurlandamálum eða í öðrum nágrannamálum. Ásgeir Blöndal Magnússon tengir það í Íslenskri orðsifjabók lýsingarorðinu bryssinn 'beysinn, burðugur' og norsku sögninni brysja 'láta mikið, hreyk...