Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5772 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?

Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...

category-iconEfnafræði

Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni? segir þetta um efnasamband: Að lokum má nefna hugtakið efnasamband (e. chemical compound) sem á við þegar tvö eða fleiri frumefni af mismunandi gerð tengjast í ákveðnum hlutföllum. Öll jónaefni (með fáeinum undantekningum eins og Fe1-xO) og s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?

Mávar tilheyra mávaætt (Laridae) og teljast til strandfugla (Charadriiformes). Að staðaldri verpa sjö tegundir máva hér á landi. Fimm þeirra teljast til ættkvíslarinnar Larus, það er hvítmávur (Larus hyperboreus), svartbakur (Larus marinus), silfurmávur (Larus argentatus), sílamávur (Larus fuscus) og stormmávur (L...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna verður vatn eins og kúla í laginu í þyngdarleysi?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður vatnsdropi sem maður lætur detta á borð alltaf kúlulaga? Hvað gerist þegar vatn fer í þyngdarleysi, t.d. í geimnum? Byrjum á að skoða vatn á vökvaformi og eiginleika þess. Milli vatnssameinda ríkja vetnistengi (e. hydrogen bonds), sem eru með sterkustu aðdrát...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til skordýr sem éta maura?

Flestir hafa heyrt um maurætur sem brjóta upp maurabú með sterkum klóm og sópa maurum upp með langri tungu sinni. En eru rándýr meðal skordýra sem éta maura? Margar tegundir skordýra eru rándýr sem éta önnur dýr til að lifa af. Þekktastar eru bjöllur, sporðdrekar og köngulær sem geta verið mikilvirk rándýr í sínum...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?

Hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Af þessum ástæðum grípa rannsakendur til ýmissa ráðstafana til að stemma stigu við brottfalli og að hvetja þá sem valdir eru í úrtak til að svara spurningalista viðkomandi könnunar. Til dæmis eru send kynningarbréf áður en framkvæmd könnunar hefst, boðið er u...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?

Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða medister er í medisterpylsu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er medisterpylsa og hvað merkir þetta medister forskeyti? Orðið medisterpylsa er fengið að láni úr dönsku medisterpølse. Fyrri liður danska orðsins medister, med-, er fenginn úr miðlágþýsku met, sem merkir ‘svínakjöt’, og ister er úr gamalli dönsku í merkingunni ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir. Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstr...

category-iconLandafræði

Hver er stærsta eyjan við Ísland?

Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?

Fjölmargar ormategundir lifa í meltingarfærum fólks erlendis en tiltölulega fáar þeirra hafa fundist hér á landi. Hér á eftir verður einungis fjallað um ormategundir sem lifa, eða lifðu fyrr á árum, í meltingarfærum Íslendinga en ekki fjallað um ormategundir sem ferðalangar hafa borið til landsins erlendis frá og...

category-iconHugvísindi

Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?

Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan ofríki Haralds konungs hárfagra eða af einhvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mikið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, Þór...

category-iconJarðvísindi

Er ísaldarjökull að hluta til valdur að jarðlagahalla á Íslandi eða er farg gosefna eina ástæðan?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna hallast hraunlögin í Steindórsstaðaöxl í Borgarfirði inn til landsins? Er það vegna jökuls eða yngra hraunlags sem þrýstir því niður? Af hverju hallar jarðlögunum á Austurlandi til vesturs en ekki í einhverja aðra átt? Síðarnefnda uppástungan, það er farg gosefna, e...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru flestir steinar gráir?

Það er rétt að langflestir steinar í umhverfi okkar eru gráir og skýrist það af þeirri berggerð sem algengust er hér á landi. Steinar finnast samt sem áður einnig í öðrum litum og er slíkt nokkuð algengt sums staðar erlendis. Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir). ...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis fjallagrös virki?

Fjallagrös eru náttúruvara, það er að segja þau flokkast sem fæðubótarefni og hafa ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til ...

Fleiri niðurstöður