Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2264 svör fundust
Er einhver árstími á Íslandi þar sem sólin hefur engin áhrif á húðina og óþarfi að nota sólarvörn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er einhver viss tími á Íslandi sem sólin hefur engin áhrif á húðina og óþarfi að vera með sólarvörn? Sá hluti sólarljóssins sem skaðar húðina kallast útfjólublá geislun. Þessi geislun er einnig til staðar þegar farið er í ljósabekki og getur valdið margvíslegum áhrifu...
Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?
Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...
Hvers vegna sýnast sól og máni stærri lágt á himni?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna er tunglið stærra við sjóndeildarhringinn en hátt á lofti? (Ragnar Sverrisson)Ég hef tekið eftir því að tunglið sýnist mun stærra þegar það er við sjóndeildarhring en þegar það er í hvirfilstöðu. Eru þetta sjónhverfingar eða er firð tunglsins svo mismunandi að fjarlægð...
Hvað getið þið sagt mér um kínverskt samfélag?
Hér skal „kínverskt samfélag“ skilið sem samfélag Kínverska alþýðulýðveldisins. Talin verða upp fimm almenn atriði sem einkum gera þetta samfélag frábrugðið þeim vestrænu: 1. menningarhefðin á sér ólíkar rætur; 2. kínversk matarmenning hefur ómetanleg áhrif á daglegt líf og ásýnd samfélagsins; 3. fólksfjöldi er m...
Í hvers konar skóm voru landnámsmenn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég undirrituð er að vinna grein um fótabúnað fólks frá upphafi frá því að fólk fór að hlífa fótum sínum með einhverjum vafningum eða öðru. Vitað er að líkamsleifar Ötzi voru með einskonar skó fóðraðar með grasi. Er eitthvað til um þróun fótabúnaðar frameftir öldum? Hverni...
Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?
Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...
Hver hefur mesta valdið í lýðræði?
Þetta er mjög viðamikil spurning sem best er að svara í nokkrum skrefum. Fyrst er það að segja að lýðræði er stjórnarform sem hvílir á þeirri sannfæringu að valdið til að stjórna ríkinu eigi uppruna sinn hjá almenningi. Það þýðir þó ekki að almenningur fari með stjórn landsins frá degi til dags. Þess í stað veita ...
Hvernig fer ofnæmispróf fram?
Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...
Er til siðanefnd sem siðar fjölmiðla til vegna þess hvernig þeir orða fréttir sínar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðið fjölskylduharmleikur er notað ósjaldan í fréttum. Orðið er hefur verið notað þegar fjölskylda ferst af slysförum, þegar fjölskylda missir faðir í sjóslysi og þegar fjölskylda missir heimili sitt í bruna. Orðið er líka oft notað um annarskonar hryggðarmál einsog þ...
Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?
Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...
Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?
Það að segja vöru "diet" eða "létta" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru. Það er svolítið erfitt að skilgreina orðið "fitandi". Orkuinntaka...
Hvers vegna daprast sjónin hjá fólki sem fær hreint súrefni til innöndunar?
Aftansteinstrefjun (retrolental fibroplasia) er algengasti fylgikvilli innöndunar á súrefni í háum styrkleika. Aftansteinstrefjun kallast augnsjúkdómur sem einkum sést meðal fyrirbura sem þurfa á aukinni súrefnisgjöf að halda fyrstu daga eða vikur eftir fæðingu. Aukinn súrefnisstyrkur í blóði stöðvar vöxt æða í sj...
Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?
Ripped fuel er efni ("fæðubótarefni") sem er meðal annars notað til að auka brennslu. Það inniheldur ýmis örvandi efni svo sem guarana og koffein, sem geta valdið óþægindum og eitrunareinkennum ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum. Koffeininnihald í Ripped fuel er hærra en leyfilegt er hér á landi. Sumar tegun...
Hvert er öflugasta andoxunarefnið? Og stafar öldrun ekki aðallega af oxun í líkamanum?
Það er ekki svo fráleitt að ýmislegt sem við tengjum við forgengileika megi rekja til oxunar þegar að er gáð. Ryðgun járns er oxun eins og fram kemur í svari Ágústs Kvaran og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Ryðga málmar í frosti? Spanskgrænan sem fellur á kopar í lofti, til dæmis á myndastyttur, verður l...
Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?
Spurningin í heild var svohljóðandi:Í nýlegu svari um pabba Jesú telur svarandi HMH að "það er honum (Guði) að þakka að þú ert til." Er það ekki föður mínum og móður að þakka að ég er til?Spyrjandi vísar til svars við spurningu frá 10 ára barni og í svari HMH var tekið tillit til aldursins en hann kom því miður ek...