Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2499 svör fundust
Getið þið útskýrt fyrir mér af hverju blýlóð og fjöður falla jafnhratt í lofttæmi?
Samkvæmt öðru lögmáli Newtons er heildarkraftur á hlut sama og massi hans margfaldaður með hröðuninni. Massinn er einfaldlega efnismagnið og hann er mældur í kg. Hröðun er sama og hraðabreyting á tímaeiningu. Þegar hlutur fellur frá kyrrstöðu segir hröðunin til um hversu ört hraðinn vex: Því meiri sem hröðunin er,...
Getið þið sagt mér hvar ég finn nákvæmar og góðar heimildir um upphaf kvikmyndalistarinnar?
Nokkrar ágætar bækur eru til um sögu kvikmyndalistarinnar. Hér bendum við á tvær þeirra en önnur er nýútkomin í íslenskri þýðingu. Hægt er að nálgast ritin annað hvort á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, á öðrum bókasöfnum eða í bókabúðum:Parkinson, David, Saga kvikmyndalistarinnar (þýð. Vera Júlíusdóttir...
Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?
Fyrsti einstaklingurinn sem bar nafnið Ómar á Íslandi fæddist á fyrri hluta 20. aldar. Hér eru fæðingarár og full nöfn fyrstu fimm Ómara landsins samkvæmt gagnagrunni Íslendingabókar:Haraldur Ómar Vilhelmsson, 1913Ómar Allal, f. 1923Karl Ómar Jónsson, f. 1927Ómar Alfreð Elíasson, f. 1932Ómar Örn Bjarnason, f. 1...
Getið þið sagt mér allt um aðlögun og vistfræðilega stöðu áttfætlna hér á landi?
Áttfætlur hér á landi (Arachnida) tilheyra fjórum ættbálkum: Ættbálki köngulóa (Araneae), langfætlna (Opiliones), áttfætlumaura (Acari) og dreka (Pseudoscorpiones). Vistfræðilegur sess þeirra er mjög mismunandi milli hópa og tegunda en þær hafa lagað sig að margvíslegum búsvæðum. Köngulær (Araneae) Köngulær...
Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?
Eins og fram kemur í spurningunni eru pit bull hundar bannaðir hér á landi. Pit bull er ekki eitt ræktunarafbrigði heldur samheiti yfir nokkur afbrigði vöðvastæltra hunda svo sem American pit bull terrier, Staffordshire terrier og Staffordshire bull terrier. Pit bull-hundar teljast til svokallaðra vígahunda o...
Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?
Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr m...
Hvað heitir Bitis arietans á íslensku og hvað getið þið sagt mér um hana?
Hér er spurt um einn þekktasta snák Afríku. Á ensku kallast hann puff adder en á íslensku hefur hann verið nefndur hvæsir eða blísturnaðra (Bitis arietans eins og spyrjandi nefnir). Blísturnaðran finnst víða í Afríku, en það er aðeins á regnskógarsvæðum eða þurrustu eyðimörkum álfunnar sem hana er ekki að finn...
Getið þið sagt mér hvernig sullaveikin smitast, breiðist út, meðferð við henni og einkennum?
Sullaveiki er smitsjúkdómur af völdum sníkjudýrs sem herjar á menn og önnur spendýr, svo sem kindur, hunda, nagdýr og hesta. Sjúkdómsvaldur er lirfustig nokkurra undirtegunda Echinococcus bandormsins. Þeirra algengust er Echinococcus granulosus, sem finnst nánast alls staðar í heiminum. Sú tegund olli sullaveiki á...
Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um afkvæmi leðurblaka og lífsferil þeirra?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Í þessu svari verður einungis fjallað um smáblökurnar, æxlun og þroska ungviðis þeirra en sumir vilja meina að smáblökurnar séu hi...
Hvað getið þið sagt mér um Arthur Schopenhauer og hver eru hans helstu verk?
Arthur Schopenhauer fæddist 22. febrúar árið 1788 í borginni Danzig sem nú heitir Gdańsk í Póllandi. Faðir hans var nokkuð stöndugur verslunarmaður sem leist ekkert á blikuna þegar borgin féll undir prússnesk yfirráð árið 1793. Flutti hann því með fjölskyldu sína til Hamborgar en þar var einna mest frjálsræði...
Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?
Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...
Ég fann ögn loðið skordýr í hveitipoka, getið þið sagt mér hvað dýrið heitir?
Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Þegar ég var við brauðbakstur í sumarbústaðnum fann ég lítið sníkjudýr í hveitipokanum. Skordýrið er á stærð við hrísgrjón eða um 0,5-1,0 cm. Það hefur margar fætur og er ögn loðið. Örmjó hár koma svo framan og aftan úr dýrinu, sem er með ljósbrúna skel og gæti líkst pínulítilli ...
Hvað getið þið sagt mér um ríki múslima á Spáni sem kallaðist Al-Andalus?
Árið 711 leiddi herforinginn Tariq ibn Ziyad 1200-1700 manna her Berba frá Norður-Afríku til Suður-Spánar. Herinn kom að landi við Gíbraltar en sem dregur nafn sitt af brenglaðri útgáfa af arabíska heitinu Jebal Tarik sem merkir 'fjall Tariqs'. Eftir að hafa komið her sínum á land er sagt að Tariq hafi látið brenn...
Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?
MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....
Hver er uppruni orðsins bongóblíða? Er að að velta því fyrir mér í rigningunni.
Orðið bongóblíða kom fyrst fram í laginu Sólarsamba sem Magnús Kjartansson söng á sínum tíma, fyrst 1988. Á vefnum Bland.is fann ég þessi ummæli: Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem lím...