Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1708 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Er eldvirkni á Íslandi sveiflukennd?

Þegar svara á þessari spurningu skiptir máli til hve langs tíma er litið. Þegar horft er yfir langan tíma má gera ráð fyrir að eldvirkni aukist á um 6 milljón ára fresti þegar rekbeltið, þar sem gliðnun skorpuflekanna verður, er staðsett yfir miðjum möttulstróknum undir landinu. Það gerðist síðast fyrir um 3-4 mil...

category-iconHugvísindi

Hvenær hófst Víetnamstríðið og hvenær lauk því?

Skipta ber Víetnamstríðinu í tvö aðskilin skeið. Hið fyrra var stríð Frakka til að halda nýlendu sinni Víetnam og hindra að þjóðernisssinnaðir kommúnistar næðu henni á vald sitt. Þetta nýlendustríð hófst 1945 og stóð til 1954. Hitt Víetnamstríðið hófst smám saman á árunum um og eftir 1960, var komið í fullan gang ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar gin- og klaufaveiki og hvað gerir hún dýrunum?

Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá ýmsum spyrjendum. Gin- og klaufaveiki hefur valdið gífurlegu tjóni víða um heim öldum saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar og víðar. Í sumum löndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að he...

category-iconLæknisfræði

Hvaða líffæri er hægt að gefa sem líffæragjafi?

Þegar rætt er um líffæragjöf er einkum átt við hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Brottnám hornhimnu augans til ígræðslu má einnig telja til líffæragjafar. Þegar gefinn er blóðmergur eða blóð er um að ræða endurnýjanlega hluta af stærri heild og fellur það tæpast undir líffæragjöf. Gera verður greinarmun á líf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu langt frá jörðu er þyngdarleysi?

Við höfum þegar svarað ýmsum spurningum um þyngdarleysi og má finna svörin með því að setja það orð inn í leitarvél Vísindavefsins hér efst á vefsíðunni. Hér lítum við svo á að hér sé átt við þyngdarleysi í þeirri merkingu að þyngdarsvið sé 0, það er að segja að enginn þyngdarkraftur verki á hlut á viðkomandi ...

category-iconVeðurfræði

Hvað verður um allar blöðrurnar sem svífa upp í loftið, til dæmis á 17. júní?

Georg spurði: Hvað verður um helínblöðrur þegar þær fara upp í loftið?Er ofar dregur lækkar loftþrýstingur umhverfis blöðrurnar og þær þenjast út, springa eða fara að leka og falla síðan til jarðar. Ris blöðru Það er eðli lofts og vökva að leita í það ástand sem lægsta hefur stöðuorku. Þungt loft l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um þróun apa?

Frá sjónarhóli þróunarfræðinnar eru prímatar eða mannapar afar ungur hópur spendýra. Talið er að fyrstu "sönnu" prímatarnir hafi komið fram á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára eða stuttu eftir að risaeðlurnar dóu út. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög l...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er uppruni listarinnar?

Þessari stóru spurningu er ekki auðsvarað í stuttu máli, ef reynt er að skoða málið frá fleiri en einni hlið eins og því hæfir. Frá sögulegu sjónarmiði verður upphaf listarinnar ekki tímasett eins og hver annar merkisatburður, svo sem fundur Vínlands, eða tilkoma einhverrar tækninýjungar, svo sem atómsprengjunnar...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er venjulegt? Hver eru viðmiðin fyrir venjulegt?

Þetta er föstudagssvar. Eins og venjulegt er um slík svör ber ekki að taka hvert orð í því bókstaflega, þó að það geti kannski vakið til umhugsunar. Ritstjórn hefur þann sem samdi frumdrög svarsins sterklega grunaðan um að hafa brugðið á leik með mál og stíl undir lok vinnuvikunnar enda hafi endorfín verið farið a...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er ættartré mannsins?

Spurningin er í heild sinni svona:Hvert er ríki, fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og tegund Homo sapiens sapiens? Maðurinn (Homo sapiens sapiens) er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum, e. Kingdom) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylum...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju notum við grenitré fyrir jólatré?

Um uppruna jólatrésins er flest á huldu, en talið er að rætur þess liggi í einhverskonar trjádýrkun djúpt í mannkynssögunni. Í Róm og víðar skreyttu menn til dæmis í fornöld hús sín um nýárið með grænum trjágreinum eða gáfu þær hver öðrum, og átti það að boða gæfu. Mistilteinninn í Englandi var afsprengi sömu hugs...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Á hvaða reikistjörnu er mesta þyngdartogið?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna dó sverðkötturinn út?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Getið þið sagt mér sem flest um sverðköttinn og sýnt mér mynd? Hvað voru tennurnar í sverðkettinum stórar? Sverðkettir (Smilodon, e. sabertooth cat) eru meðal best þekktu ísaldardýranna og hafa steingerðar leifar þeirra fundist bæði í Ameríku og Evrópu. Í La Brea í Los...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta anakondur étið menn í heilu lagi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað vitið þið um anakondur? Anakondur tilheyra ætt kyrkislanga (boidae) en innan hennar eru einnig aðrar stórvaxnar slöngur svo sem pítuslöngur og bóa-kyrkislöngur. Tvær tegundir kyrkislanga ganga undir heitinu anakonda. Sú stærri er yfirleitt nefnd risa anakondan eða græna an...

category-iconLæknisfræði

Hversu nálægt háspennulínum er talið óhætt að búa?

Við hönnun og lagningu á íslenskum háspennulínum er þess gætt að þær liggi ekki of nálægt öðrum mannvirkjum. Almennt gildir að fjarlægð á milli íbúðarhúss og háspennulínu skuli vera að minnsta kosti 10 metrar og meiri ef línan stendur hærra en mannvirkið. Upplýsingar um leyfilegar fjarlægðir má meðal annars finna ...

Fleiri niðurstöður