Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1556 svör fundust

category-iconOrkumál

Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?

Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilin...

category-iconStjórnmálafræði

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

category-iconLífvísindi: almennt

Hverjir hlutu Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 og fyrir hvað hlutu þeir verðlaunin?

Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 skiptast á milli tveggja vísindamanna, John B. Gurdon, við Cambridge háskóla í Englandi og Shinya Yamanaka, Kyoto háskóla, Japan. Verðlaunin eru veitt fyrir að sýna að þroskaðar, sérhæfðar frumur er hægt að endurforrita í fjölhæfar stofnfrumur. Niðurstöður þeir...

category-iconNæringarfræði

Hvað er best að borða fyrir keppnishlaup?

Þeir sem hafa reynslu af hlaupum og undirbúningi fyrir keppnishlaup vita oftast hvað hentar best rétt fyrir hlaupið. Þeir hafa lært af öðrum og af eigin reynslu í gegnum tíðina. Öðru máli gegnir um þá sem teljast til byrjenda. Nauðsynlegt er að vakna tímanlega fyrir keppni og í raun fyrir alla áreynslu. Mismuna...

category-iconLæknisfræði

Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti?

Árstíðabundin flensa gengur yfir norðurhvel jarðar á hverjum vetri. Hér á landi er hún frá október til maí og nær hámarki í janúar og febrúar. Hinum megin á hnettinum, til dæmis í Ástralíu, gengur flensa frá maí til október og nær hámarki í ágúst. Algengustu sýklarnir sem valda inflúensu tilheyra þremur fjölsky...

category-iconHeimspeki

Hvað er gagnrýnin hugsun?

Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kertaloginn heitur? Er alls staðar sami hiti í honum?

Kerti eru búin til úr kertavaxi, sem er orkugjafinn, og kveikiþræði, sem er í miðju kertisins og sér til þess að brennsla sé stöðug. Þegar við kveikjum á kerti berum við eld að kveiknum. Kertavaxið næst kveiknum bráðnar vegna hitans frá eldinum, kertavaxið ferðast upp kveikinn (kveikurinn dregur í sig bráðið kerta...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju gengur fólk í hjónaband?

Orðalag þessarar spurningar krefst í raun réttri að svarið komi frá þeim sem leggja stund á félagsfræðilegar rannsóknir og hafa rannsakað raunverulegar ástæður þess að fólk gangi í hjónaband. Vísast er að svörin við spurningunni, væri hún borin fram í dag í víðtækri könnun, yrðu margvísleg. Einnig er trúlegt að s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru fótboltameiðsli mjög algeng og hver eru algengustu meiðslin hjá knattspyrnumönnum?

Til þess að svara því hvort meiðsli séu algeng í knattspyrnu þurfum við að setja okkur einhver viðmið. Hvað teljum við að sé algengt og við hvað á að miða? Hvernig eigum við til dæmis að geta borið saman ólíkar íþróttagreinar með tilliti til tíðni meiðsla? Það er ekki nóg að telja meiðslin og bera saman milli grei...

category-iconEfnafræði

Er það satt að allt gas sé lyktarlaust og lykt sé bætt í til að finna gasleka?

Gas eða lofttegund er efni í gasham við aðstæður sem ríkja í andrúmslofti jarðar, það er um einnar loftþyngdar þrýsting og hitastig milli - 50°C til + 50°C. Orðið gas hefur lengi verið notað einungis yfir brennanlegar gastegundir. Iðnaðarmenn hafa kallað asetýlengas og súrefni, gas og súr, en það er notað við logs...

category-iconHagfræði

Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hagfræði vísindi? Í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins voru íslenskir og erlendir fræðimenn spurðir álits um áhrif efnahagsaðgerða. Iðulega fengust þversæð svör, jafnvel um einfalda spurningu eins og t.d. áhrif vaxtahækkana Seðlabankans. Ef fræðimenn geta ekki orðið...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Getur sullur borist í fólk sem neytir lambakjöts ef afurðin hefur verið fryst áður en til neyslu hennar kemur? Í stuttu máli: Drepst sullur (bandormur) við frystingu eða suðu? Bandormar eru sníkjudýr með flókinn lífsferil þar sem fullorðinsstigið (bandormurinn) lifir í þörmum ...

category-iconEfnafræði

Hvaða frumefni inniheldur demantur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða frumefni inniheldur demantur og af hverju er hann svona harðgerður og verðmætur? Demantur er hreint kolefni en kolefni er frumefni sem hefur efnatáknið C og er númer 6 í lotukerfinu. Kolefni telst til málmleysingja og getur bundist saman á nokkra mismunandi vegu og my...

category-iconHugvísindi

Hvað voru skömmtunarárin?

Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949. Þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði safnaði íslenska þjóðin umtalsverðum fjárh...

category-iconHugvísindi

Er hægt að rökstyðja það af hverju mér finnst jarðarberjasulta bragðbetri en bláberjasulta?

Rökstuðningur getur verið með ýmsu móti og almennt er talað um tvenns konar rök, afleiðslu og tilleiðslu. Um þetta má til dæmis lesa í svari Erlendar Jónssonar við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? og svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Er hægt að rökstyðja allt? Hér verður gert ráð fyrir að fyrst o...

Fleiri niðurstöður