Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti?

Karl Skírnisson

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:
Getur sullur borist í fólk sem neytir lambakjöts ef afurðin hefur verið fryst áður en til neyslu hennar kemur? Í stuttu máli: Drepst sullur (bandormur) við frystingu eða suðu?

Bandormar eru sníkjudýr með flókinn lífsferil þar sem fullorðinsstigið (bandormurinn) lifir í þörmum lokahýsils en lirfustigið (stundum vökvafylltar blöðrur sem nefnast sullur) lifir í einhverjum millihýsli. Eggin berast út úr lokahýslinum með saurnum. Hjá sumum bandormum fjölga lirfurnar sér kynlaust á sullstiginu og hver lirfa breytist í bandorm í lokahýsli sem étur millihýsilinn. Aðrar tegundir framleiða gífurlegt magn af eggjum og nota þá aðferð til að viðhalda lífsferlinum.

Sauðkind getur bæði verið lokahýsill og millihýsill bandorma. Einungis ein bandormstegund lifir á fullorðinsstigi í meltingarvegi sauðfjár á Íslandi, mjólkurmaðkurinn Moniezia expansa. Sá er stór og áberandi en lirfustigið er smávaxið og lifir í skordýri sem nær í eggin á beitarlandinu og berst það óviljandi með gróðri niður í sauðfé á beit. Þessi bandormur lifir ekki í mönnum. Sauðfé getur einnig gegnt hlutverki millihýsils og er þekkt af því að hýsa lirfustig nokkurra tegunda bandorma. Oftast eru þessi lirfustig nefndir sullir. Fullorðnu bandormarnir lifa í iðrum rándýra svo sem í hundum eða melrakka, rándýrin smitast við að leggja sér til munns sollin líffæri úr smituðu fé.

Einungis ein bandormstegund lifir á fullorðinsstigi í meltingarvegi sauðfjár á Íslandi, mjólkurmaðkurinn Moniezia expansa.

Þremur bandormum, sem á árum áður voru þekktir af því að geta myndað sulli í sauðfé, hefur þegar verið útrýmt á Íslandi. Fyrstan ber frægan að nefna sullaveikibandorminn Echinococcus granulosus, illskeyttan bandorm sem iðulega myndaði lífshættulega sulli í mönnum ef eggin (mengun úr hundaskít) bárust niður í meltingarveg fólks. Sauðfé og hundar viðhéldu þessum lífsferli á Íslandi þar til menn fundu það út hvernig smitferillinn var og skipulegar viðnámsaðgerðir hófust. Hinar tvær tegundirnar voru höfuðsóttarbandormurinn Taenia multiceps og netjusullsbandormurinn Taenia hydatigena, báðar eru einnig löngu horfnar á Íslandi fyrir tilverknað skipulegrar bandormahreinsunar á hundum landsmanna og þeirri breyttu hegðan bænda að koma í veg fyrir að hundar kæmust í sollin líffæri á blóðvelli.

Fjórða tegundin, vöðvasullsbandormurinn Taenia ovis fannst aftur á móti ekki í sauðfé á Íslandi fyrr en á öndverðum 9. áratug síðustu aldar. Síðan hefur sullurinn af og til fundist við kjötskoðun í sláturhúsum landsmanna, bæði vestan- og norðanlands og nú nýverið einnig norðaustan- og austanlands. Þessi víðfeðma útbreiðsla á Íslandi bendir raunar til þess að hundar á þessum svæðum hafi af og til fengið tækifæri til að dreifa smitinu yfir á beitarland sauðfjár. Annars er flest enn óljóst um tilvist bandormsins á Íslandi. Hann hefur þó aldrei fundist í melrakka þannig að smitdreifingin er líklegast einkum bundin við hunda sem ekki hafa verið bandormahreinsaðir.

Einfalda svarið við spurningunni um það hvort menn geti smitast við það að éta vöðvasulli sem hafa verið frystir eða soðnir er nei.

Einfalda svarið við spurningunni um það hvort menn geti smitast við það að éta vöðvasulli sem hafa verið frystir eða soðnir er nei. Engin sníkjudýr lifa það af að soðna rækilega í gegn, við það eðlissviptast prótín sníkjudýrsins. Sama er einnig talið gilda um frystingu svipað því og gert er í dag í kjötgeymslum landsmanna. En kannski er mikilvægast í þessu sambandi að nefna það að engar heimildir hafa fundist sem benda til þess að þessi rándýrabandormur geti þroskast í mönnum - jafnvel þótt fólk legði sér til munns hráa vöðvasulli. Þróunin hefur einfaldlega orðið með öðrum hætti.

Myndir:


Sigurður Einar spurði um hvað væri vitað um sull og bandorma.

Höfundur

Karl Skírnisson

dýrafræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Útgáfudagur

10.1.2017

Spyrjandi

Björn Haraldsson, Sigurður Einar Traustason

Tilvísun

Karl Skírnisson. „Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2017, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73218.

Karl Skírnisson. (2017, 10. janúar). Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73218

Karl Skírnisson. „Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2017. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73218>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur sullur borist í fólk úr frystu lambakjöti?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:

Getur sullur borist í fólk sem neytir lambakjöts ef afurðin hefur verið fryst áður en til neyslu hennar kemur? Í stuttu máli: Drepst sullur (bandormur) við frystingu eða suðu?

Bandormar eru sníkjudýr með flókinn lífsferil þar sem fullorðinsstigið (bandormurinn) lifir í þörmum lokahýsils en lirfustigið (stundum vökvafylltar blöðrur sem nefnast sullur) lifir í einhverjum millihýsli. Eggin berast út úr lokahýslinum með saurnum. Hjá sumum bandormum fjölga lirfurnar sér kynlaust á sullstiginu og hver lirfa breytist í bandorm í lokahýsli sem étur millihýsilinn. Aðrar tegundir framleiða gífurlegt magn af eggjum og nota þá aðferð til að viðhalda lífsferlinum.

Sauðkind getur bæði verið lokahýsill og millihýsill bandorma. Einungis ein bandormstegund lifir á fullorðinsstigi í meltingarvegi sauðfjár á Íslandi, mjólkurmaðkurinn Moniezia expansa. Sá er stór og áberandi en lirfustigið er smávaxið og lifir í skordýri sem nær í eggin á beitarlandinu og berst það óviljandi með gróðri niður í sauðfé á beit. Þessi bandormur lifir ekki í mönnum. Sauðfé getur einnig gegnt hlutverki millihýsils og er þekkt af því að hýsa lirfustig nokkurra tegunda bandorma. Oftast eru þessi lirfustig nefndir sullir. Fullorðnu bandormarnir lifa í iðrum rándýra svo sem í hundum eða melrakka, rándýrin smitast við að leggja sér til munns sollin líffæri úr smituðu fé.

Einungis ein bandormstegund lifir á fullorðinsstigi í meltingarvegi sauðfjár á Íslandi, mjólkurmaðkurinn Moniezia expansa.

Þremur bandormum, sem á árum áður voru þekktir af því að geta myndað sulli í sauðfé, hefur þegar verið útrýmt á Íslandi. Fyrstan ber frægan að nefna sullaveikibandorminn Echinococcus granulosus, illskeyttan bandorm sem iðulega myndaði lífshættulega sulli í mönnum ef eggin (mengun úr hundaskít) bárust niður í meltingarveg fólks. Sauðfé og hundar viðhéldu þessum lífsferli á Íslandi þar til menn fundu það út hvernig smitferillinn var og skipulegar viðnámsaðgerðir hófust. Hinar tvær tegundirnar voru höfuðsóttarbandormurinn Taenia multiceps og netjusullsbandormurinn Taenia hydatigena, báðar eru einnig löngu horfnar á Íslandi fyrir tilverknað skipulegrar bandormahreinsunar á hundum landsmanna og þeirri breyttu hegðan bænda að koma í veg fyrir að hundar kæmust í sollin líffæri á blóðvelli.

Fjórða tegundin, vöðvasullsbandormurinn Taenia ovis fannst aftur á móti ekki í sauðfé á Íslandi fyrr en á öndverðum 9. áratug síðustu aldar. Síðan hefur sullurinn af og til fundist við kjötskoðun í sláturhúsum landsmanna, bæði vestan- og norðanlands og nú nýverið einnig norðaustan- og austanlands. Þessi víðfeðma útbreiðsla á Íslandi bendir raunar til þess að hundar á þessum svæðum hafi af og til fengið tækifæri til að dreifa smitinu yfir á beitarland sauðfjár. Annars er flest enn óljóst um tilvist bandormsins á Íslandi. Hann hefur þó aldrei fundist í melrakka þannig að smitdreifingin er líklegast einkum bundin við hunda sem ekki hafa verið bandormahreinsaðir.

Einfalda svarið við spurningunni um það hvort menn geti smitast við það að éta vöðvasulli sem hafa verið frystir eða soðnir er nei.

Einfalda svarið við spurningunni um það hvort menn geti smitast við það að éta vöðvasulli sem hafa verið frystir eða soðnir er nei. Engin sníkjudýr lifa það af að soðna rækilega í gegn, við það eðlissviptast prótín sníkjudýrsins. Sama er einnig talið gilda um frystingu svipað því og gert er í dag í kjötgeymslum landsmanna. En kannski er mikilvægast í þessu sambandi að nefna það að engar heimildir hafa fundist sem benda til þess að þessi rándýrabandormur geti þroskast í mönnum - jafnvel þótt fólk legði sér til munns hráa vöðvasulli. Þróunin hefur einfaldlega orðið með öðrum hætti.

Myndir:


Sigurður Einar spurði um hvað væri vitað um sull og bandorma.

...