Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1636 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn?

Ummál hrings, $U$, er í beinu hlutfalli við geisla (radía) hringsins, $r$, samkvæmt jöfnunn$$U=2\cdot\pi\cdot r$$ Gríski bókstafurinn $\pi$ (pí) táknar hér óræða tölu sem er nálægt 3,14 eða 22/7. Í jöfnunni felst að hringur með geislann 1 m hefur ummál sem er því sem næst 6,29 m. Einnig leiðir af þessu að umm...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?

Stærsta sundlaugin á Íslandi er Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut, 50 m á lengd og 25 m á breidd. Flatarmálið er því 1.250 m2 og rúmmál hennar 1.700 m3, mesta dýpt 1,8 m og grynnst er hún 0,93 m. Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun 1. febrúar 1991 og við hana er að finna fimm heita potta, eimbað og sána ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?

Í Alfræði Menningarsjóðs: Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson (Reykjavík 1972) segir svo um massa stjarna: Massa (efnismagn) þeirra reikistjarna, sem hafa tungl, er tiltölulega auðvelt að finna með því að mæla umferðartíma einhvers tunglsins og meðalfjarlægð þess frá móðurhnettinum og beita síðan þriðja lö...

category-iconEfnafræði

Hver eru mengunaráhrif brennisteins?

Brennisteinn er frumefni sem þekkt hefur verið allt frá forsögulegum tíma og flest tungumál heimsins hafa um það sérheiti, eins og til dæmis:brimstone – enskaschwefel - þýskaazufre - spænskarikki - finnskaiwo - japanskaliu huang - kínverskagundhuk - hindíisibabule - zúlúmál Orðið súlfúr sem er nokkuð alþjóðlegt he...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?

Áður en við ræðum hve hratt Vatnajökull gæti bráðnað á komandi árum þarf að lýsa honum með nokkrum orðum. Vatnajökull er rúmlega 8000 km2 að flatarmáli og tæplega 500 m þykkur að meðaltali, en mest er hann 950 m þykkur. Hann hvílir á hásléttu sem er að mestu í 600-800 m hæð, en botn fer niður fyrir sjávarmál og hæ...

category-iconLæknisfræði

Valda stærri skammtar af veiru verri COVID-19-sjúkdómi?

Nokkuð hefur verið rætt um mögulegt samband milli þess magns SARS-CoV-2 (veirunnar sem orsakar COVID-19) sem berst í einstakling og alvarleika veikinda í kjölfarið. Tilgátan hljómar þannig að magn veirunnar sem sýkir okkur í upphafi hafi áhrif á alvarleika sjúkdóms — þeim mun meira af veirunni, þeim mun alvarlegri...

category-iconEfnafræði

Hvað eru vetnishalíðar?

Halógenar skipa sautjánda flokk lotukerfisins (áður kallaður 7. flokkur). Þeir eru flúor (F), klór (Cl), bróm (Br), joð (I), astat (At) og frumefni númer 117 en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Samheiti mínushlaðinna ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?

Upprunalega spurningin var: Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað? Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAP...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „meme“ og er til íslenskt orð yfir það?

Breski líffræðingurinn Richard Dawkins kom fram með hugtakið meme í bók sinni The Selfish Gene sem kom út árið 1976 og fjallar um hópa, erfðir og náttúruval. Dawkins myndaði orðið meme með því að fella saman enska orðið gene og gríska orðið mimeme (μίμημα „það sem hermt er eftir“)....

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft?

Aðrar spurningar um bjór og bjórbann: Af hvaða ástæðu var bjór bannaður á Íslandi í svo mörg ár en ekki sterkara áfengi? Af hverju var bjór bannaður á Íslandi? Hvenær var bjór fyrst leyfður á Íslandi? Hvenær var bjór bannaður á Íslandi? Hver voru áhrif afléttingar bjórbanns á áfengisneyslu Íslendinga? Áfen...

category-iconLæknisfræði

Er kransæðasjúkdómur arfgengur?

Það hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdómur er ættlægur sjúkdómur[1] og hefur ættlægnin verið metin allt að 50%.[2] Arfgeng kólesterólhækkun er dæmi um vel skilgreindan erfðasjúkdóm sem veldur snemmkomnum kransæðasjúkdómi vegna mikillar hækkunar í blóði á eðlisléttu fituprótíni (e. low density lipoprotein, LD...

category-iconHeimspeki

Hvað merkir hugtakið landslag?

Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?

Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða orð er oftast notað í heiminum?

Við vitum ekki nákvæmlega hvert er algengasta orðið í heiminum. Það gæti verið eitthvað orð á mandarínsku, en hana tala flestir í heiminum, um 850 milljónir manna. Ensku tala um um 340 milljónir manna og á vefsíðu um tíðni enskra ritmálsorða fundum við þessa þulu um algengustu orðin:the of and a to in is you th...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að skælbrosa og hvaðan er orðið komið?

Skæl- í skælbrosa er fengið frá sögninni að skæla ‘gráta, gretta sig’. Í Corvinuspostillu frá miðri 16. öld er þetta dæmi samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: hæddu at mier / skældu sig oc skoku hofudin. Þarna er merkingin greinilega ‘grettu sig’. Nafnorðið skæla merkir ‘grátur’ en í fleirtölu einnig ...

Fleiri niðurstöður