Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2209 svör fundust
Hver er heimsins besti ofurleiðari?
Hér er einnig svarað í stuttu máli spurningu Edvards Jónssonar:Hvað er ofurleiðari og að hvaða notum kemur hann?Ofurleiðarar (e. superconductors) eru efni sem leiða rafstraum því sem næst án viðnáms. Ýmsir málmar, málmblöndur og fleiri efni verða ofurleiðandi þegar þau eru kæld niður undir alkul (0 K; absolute zer...
Af hverju gaus í Vestmannaeyjum?
Eldvirkni er oftast tengd flekaskilum (úthafshryggjum) eða flekamótum (fellingafjöllum). Ísland liggur á flekaskilum þar sem Ameríku- og Evrópu-Asíuflekinn reka í sundur. Vegna þess að undir landinu er svokallaður möttulstrókur verður eldvirkni hér enn meiri en skýra má með flekaskilunum einum saman (lesa má um mö...
Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?
Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? má lesa almenna skýringu á því hvað felst í orðunum veðrun og rof en orðið jökulrof vísar til þess náttúrufyrirbæris sem rofinu veldur, það er að segja skriðjökla. Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást h...
Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?
Strúturinn (struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann getur orðið allt að 155 kg á þyngd, og fullorðnir karlfuglar ná oft 250 cm hæð. Hálsinn er þó helmingurinn af þeirri hæð. Áður fyrr voru strútar um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en þeim fór fækkandi og eru nú flestir í sunnanverðri ...
Hvernig mælir maður magn nitursambanda í jarðvegi?
Algengustu mælingar á nitursamböndum (köfnunarefnissamböndum) í jarðvegi eru mælingar á heildarmagni niturs (N) og ólífræns niturs (ammóníum og nítrat). Auk þess eru margvísleg nitursambönd í lífrænum efnum í jarðvegi, allt frá plöntuleifum til moldarefna. Í stuttu máli er hér greint frá nokkrum algengum mæliaðfe...
Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra?
Dýr hafa þróað með sér ýmsar „lausnir“ við öndun. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þess að fanga súrefni úr umhverfinu eða beita ósérhæfðum aðferðum eins og öndun gegnum húð. Öndunarfærum má skipta í fjóra meginflokka: húð, tálkn, loftgöng og lungu. Eftir því sem dýrið er s...
Hvers vegna er ekki hægt að brjóta blað saman til helminga oftar en 8 sinnum, óháð flatarmáli og þykkt blaðsins?
Hér er margs að gæta og meðal annars þarf að huga að merkingu orðanna eins og oft er í slíkum spurningum. Þykkt pappírsins tvöfaldast við hvert brot og verður því fljótt svo mikil að ekki er lengur eðlilegt að tala um að "brjóta blað". Til að átta okkur á þykkt venjulegs pappírs getum við rifjað það upp að 400 ...
Hvers vegna lýsa loftsteinar þegar þeir ferðast í gegnum gufuhvolfið og eru þeir heitir ef þeir rekast á jörðina?
Geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar, eru litlar ryk- og bergörður, ís eða járnklumpar sem skera braut jarðar. Þá sem rekast á lofthjúpinn köllum við hrapsteina en þegar þeir komst inn í lofthjúpinn hitna þeir svo mikið að þeir byrja að lýsa og sjást víða að. Þeir sem ná til jarðar kallast loftsteinar, þó oft s...
Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?
Eins og getið er um í svari sömu höfunda við spurningunni Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn? eru helstu lofttegundirnar sem streyma upp á háhitasvæðum koltvísýringur og brennisteinsvetni, og á vissum svæðum einnig vetni. Tvær þær fyrrnefndu eru þyngri en andrúmsloftið og hafa því tilhneigingu til þes...
Hvað er kawasaki-sjúkdómur?
Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...
Hvað getið þið sagt mér um ranakollur?
Ranakollur fylla einn hóp skriðdýra sem nefnist Sphenodontidae. Þær hafa langminnsta útbreiðslu allra núlifandi skriðdýrahópa, lifa einungis á afar takmörkuðu svæði á Nýja-Sjálandi og á nokkrum eyjun undan ströndum Nýja-Sjálands. Ranakolluhópurinn er forn og var blómaskeið þessara skiðdýra fyrir meira en 150 millj...
Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?
Egyptaland, „landið við fljótið“ eða „gjöf Nílar“ eins og þetta forna menningarsvæði hefur verið kallað, er að langmestu leyti eyðimörk og því er náttúra landsins á engan hátt eins fjölbreytt og þekkist sunnar í Afríku. Egyptaland er 995.450 km2 á stærð og þekja eyðimerkur stærstan hluta landsins. Vinjar finnast v...
Fá fuglar nýtt par af vængjum þegar þeir deyja og verða fuglaenglar?
Svarið við þessu er auðvitað já eða: já, auðvitað! Það að einhver verður engill jafngildir því að hann/hún/það fái vængi. Formúlan fyrir þessu er sem hér segir:x verður engill <=> x -> x + vængirMeð því að setja x = fugl í þessari almennu formúlu fáum viðfugl verður engill <=> fugl -> fugl + vængiro...
Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...
Af hverju komu fótspor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti?
Á myndum sem tunglfarar tóku af geimferjunni á tunglinu sést enginn gígur fyrir neðan hana. Geimfarar mynda hins vegar greinileg fótspor á tunglinu og því ætti stór eldflaug sem þar lendir að mynda stóran gíg á yfirborðinu. En hvar er hann? Hönnun lendingarbúnaðar fyrir geimferjuna var á sínum tíma afar vandasö...