Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5225 svör fundust
Af hverju eru síberíutígrisdýr kölluð því nafni ef þau lifa ekki í Síberíu? Hvaðan kemur nafnið?
Það er rétt að svokölluð síberíutígrisdýr lifa ekki í Síberíu en sennilega er þetta heiti upprunalega tilkomið vegna misskilnings eða vanþekkingar á landsvæðum. Í Rússlandi eru þessi tígrisdýr yfirleitt kennd við Amurfljótið eða Ussuriland og því kölluð amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr. Landsvæðið þar sem dý...
Af hverju dóu ekki öll dýr þegar risaeðlurnar dóu út?
Nokkrum sinnum í sögu lífsins á jörðinni hafa orðið meiriháttar hamfarir sem leiddu til þess að mikill meirihluti (yfir 90%) tegunda sem þá voru uppi dóu út. Auðvitað er hægt að hugsa sér svo miklar náttúruhamfarir að allt líf deyi, en það hefur ekki gerst í veruleikanum. Við eigum svör á Vísindavefnum um hamf...
Er hættulegt að láta braka í puttunum?
Brak í liðamótum og afleiðingar þess hefur ekki mikið verið rannsakað, en svo virðist sem það auki ekki líkurnar á liðagigt eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Rannsóknaniðurstöður taka þó ekki af allan vafa um það mál. Það bendir hins vegar ýmislegt til þess að sé oft og mikið látið braka í liðum geti þa...
Getur fólk sem hefur ekki stúdentspróf sótt námskeið við Háskóla Íslands, til dæmis í jarðfræði?
Almennt gildir við Háskóla Íslands að þeir einir mega skrá sig í námskeið við skólann sem lokið hafa stúdentsprófi, en til þess að innritast í námskeið í jarðfræði þurfa menn að hafa lokið stúdentsprófi með minnst 30 einingum í náttúruvísindum og 21 einingu í stærðfræði. Háskólanum er heimilt að veita undanþág...
Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?
Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleir...
Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?
Heitið hringdúfa hefur sjálfsagt borist í málið úr dönsku því Danir nefna Columba palumbus 'ringdue'. Svíar kalla dúfuna 'ringduva' og Norðmenn 'ringdue'. Á þýsku er hún nefnd 'ringeltaube' og Hollendingar nota orðið 'houtduif'. Nafngiftin á hringdúfunni gæti verið tilkomin vegna þess að hún hefur hvítt hálfmán...
Hvað kostar ein kind?
Eins og gildir um vörur sem ganga kaupum og sölum er verð á sauðfé breytilegt eftir markaðsaðstæðum. Eins er verðið örugglega breytilegt eftir „gæðum“ þess fjár sem um ræðir. Hvað ætli þessar kindur kosti? Það má hins vegar fá ágæta hugmynd um hvers virði kindur eru í peningum með því að kanna hvernig ríkis...
Hvaðan kemur lífið?
Vísindamenn vita ekki hvernig lífið kviknaði á jörðinni. Hugsanlega barst það til jarðarinn utan úr geimnum. Ein kenning er sú að það hafi borist með lofsteinum frá Mars. Einnig gæti verið að lífið hafi borist hingað úr öðru sólkerfi. Vísindamenn telja það hins vegar ólíklegt. Mynd frá yfirborði reikistjörnunnar ...
Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess?
Merking fyrri liðar í götuheitinu Ánaland er ekki fullkomlega ljós. Fleiri örnefni eru til á landinu með þessum forlið eins og Ánastaðir, Ánabrekka, Ánavatn (tvö) og götuheitið Ánanaust. Ánanaust var upphaflega hjáleiga frá bænum Hlíðarhúsum en götuheitið ákveðið 1948 en þá hafði hjáleigan verið rifin. Mannsnaf...
Ef Ísland vantar peninga af hverju framleiðum við þá bara ekki peninga? - Myndband
Ef ríkið lætur prenta meira af peningum býr það ekki til nein verðmæti. Það verða bara til fleiri pappírssnifsi og myntir sem hægt er að nota til að kaupa þau raunverulegu verðmæti sem framleidd eru af íbúum landsins. Afleiðingin verður líklega einkum sú að það þarf meira af peningum til að kaupa hvern einstakan h...
Stóðu stigamenn í einhvers konar stiga?
Orðið stigamaður kemur þegar fyrir í fornu máli. Orðið var þá notað í tvenns konar merkingu, annars vegar um ferðamann almennt en hins vegar um þann sem sat fyrir mönnum á vegum úti og rændi þá. Síðari merkingin varð síðan ráðandi. Að baki liggur nafnorðið stigr ‛vegur, gata’ í fornu máli en einnig var þá no...
Er siðferðilega réttlætanlegt að eyða 190.000 kr. í iPhone 5? - Myndband
Þessi spurning snýst bæði um siðferðislega og efnahagslega þætti en stjórnmál ganga einmitt út á samspil þeirra. Stjórnmál fjalla að miklu leyti um samband okkar við aðra og það kerfi sem stýrir þeim samskiptum. Hins vegar er hér verið að spyrja um hvort ákvörðun einstaklings um kaup á tiltekinni vöru séu réttmæt....
Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?
Munurinn er sá að Suðurskautslandið er meginland en suðurpóllinn einn ákveðinn staður á þessu meginlandi. Suðurskautslandið eða Antarktíka er meginland á syðsta hluta jarðarinnar. Það er um 14,4 milljón km2 að flatarmáli og fimmta í röðinni ef talið er frá stærstu heimsálfunni til þeirrar minnstu. Þetta e...
Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds?
Orðið niðurlag er notað í merkingunni ‛endir, lok einhvers’, til dæmis niðurlag ritgerðar eða sögu. Í sambandinu að ráða niðurlögum einhvers er orðið alltaf haft í fleirtölu og sambandið hefur tvær merkingar. Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds.Annars vegar er það notað um að sigrast á einhverju ...
Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?
Náttúrulegt útlit okkar ræðst mestmegnis af þeim genum sem við fáum frá foreldrum okkar og höfum við lítið að segja um hver útkoman verður. Hins vegar eru ýmis ráð til í dag ef fólki líkar ekki sitt upprunalega útlit. Mjög hátt hlutfall fólks hefur einhvern tíma litað hár sitt, hægt er að skarta öðrum augnlit með ...