Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3819 svör fundust
Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?
Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...
Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?
Þessari spurningu er best að svara með tveimur kortum af Reykjavík. Á kortunum er miðað við að flóðbylgjan kæmi inn til Reykjavíkur á meðal fjöru, það er viðmiðun er núverandi meðal sjávarmál. Á fyrri myndinni eru sýnd þau svæði er yrðu fyrir áhrifum í Reykjavík og nágrenni ef flóðbylgjan yrði um 20 m há. Ljó...
Hvað eru eðalsteinar?
Eðalsteinar eða gimsteinar eru skrautsteinar sem hafa næga hörku til þess að rispast ekki við daglega notkun. Skrautsteinar eru náttúrulegar steindir eða bergtegundir sem notaðar eru í skrautmuni. Harka steinda er gefin upp samkvæmt svonefndum Mohs-kvarða sem nær frá einum og upp í tíu. Mjúkar steindir, til dæ...
Hvað ákvarðar bræðslumark frumefna og efnasambanda?
Bræðslumark er það hitastig þar sem jafnvægi ríkir milli storkuhams (fastefnisfasa) og vökvafasa viðkomandi efnis. Bræðslumark er háð þrýstingi sem umleikur efnið. Storka eða fast efni einkennist af reglubundinni niðurröðun efniseinda (sameinda eða frumeinda) í kristallsgrind. Slík kristallögun helst vegna te...
Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?
Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989). Gnitaheiði er ekki ...
Er lúpínan dulfrævingur og hvaða fylkingu tilheyrir hún?
Fræplöntum er skipt í tvo hópa; dulfrævinga (Magnoliophyta) sem dylja fræ sín aldini og bera blóm sem innihalda æxlunarfæri þeirra og berfrævinga (Gymnosperm) þar sem fræin eru í könglum. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis). Alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis) er dulfrævingur. Dulfrævingar skiptast í einkí...
Gáta: Trukkurinn á brúnni
Stór trukkur er á leið yfir brú. Brúin ber einungis 7000 kg og engu máli skiptir hvar bíllinn er staðsettur, brúin mun alltaf þola sömu þyngd. Trukkurinn er hins vegar nákvæmlega 7000 kg og getur þannig keyrt út á brúna vandræðalaust. Brúin er heldur löng, um 50 km. Enginn annar bíll né nokkuð annað er á ferð um b...
Hvað er klyfjagangur eða lestagangur, margir kílómetrar á klukkustund?
Hugtökin klyfjagangur og lestagangur eru samheiti og vísa til þess hversu langt klyfjuð hestalest fer yfirleitt á einni klukkustund, en það er um 5 km. Önnur samheiti eru fet, fetgangur og einnig seinagangur. Klyfjagangur er um 5 km á klukkustund. Á myndinni sjást klyfjaðir hestar fara yfir Jökulsá á Sólheimasa...
Af hverju er nafnorðið bull notað um þvælu eða vitleysu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins „bull“ í merkingunni þvæla eða vitleysa? Nafnorðið bull ‘suða, suðuhljóð; þvættingur’ er leitt af sögninni bulla ‘sjóða, vella; þvaðra, rugla’. Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist nafnorðið í málinu að minnsta kosti frá 17. öld. ...
Hvað eru ormagöng?
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotstundu eða jafnvel til að fara aftur í tímann eða til annarra alheima. Þrátt fyrir að hugmyndin um orma...
Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?
Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...
Halda mýs að leðurblökur séu englar?
Þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka hvert orð alveg bókstaflega. Til að komast að raun um hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar fékk Vísindavefurinn Félagsvísindastofnun til að gera skoðanakönnun meðal músa, og var hlutfallið milli húsamúsa og hagamúsa jafnt. Því miður fékkst engin niðurs...
Hvað getið þið sagt mér um brandháf?
BrandháfurBrandháfurinn (Hexanchus griseus) er líklega næstalgengasti háfiskurinn, næst á eftir hvíthákarlinum (Carcharodon carcharias). Eins og sjá má á mynd 2 þá finnst hann víða. Kortið sýnir að útbreiðsla hans sé allt í kringum Ísland en það er að öllum líkindum rangt því hann hefur einungis komið í veiðarfæri...
Hvers vegna er ekki hægt að brjóta blað saman til helminga oftar en 8 sinnum, óháð flatarmáli og þykkt blaðsins?
Hér er margs að gæta og meðal annars þarf að huga að merkingu orðanna eins og oft er í slíkum spurningum. Þykkt pappírsins tvöfaldast við hvert brot og verður því fljótt svo mikil að ekki er lengur eðlilegt að tala um að "brjóta blað". Til að átta okkur á þykkt venjulegs pappírs getum við rifjað það upp að 400 ...
Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum?
Meðaltíðni fæðinga og dauðsfalla er mismunandi ár hvert. Í þessu svari er miðað við tölur frá 2017. Til samanburðar má benda á svar TÞ frá 22.6.2000 við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? en þar er að finna samskonar tölur fyrir árið 2000. Á heimasíðu Bandarísku manntalsskrifstofunnar (US Census Bureau) er a...