Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2436 svör fundust
Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?
Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi. Þess í stað verður vitnað í rannsóknir sem hafa verið gerðar á meðal dýra og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þær rannsóknir. Fjölmargir atferlisfræðingar og dýrafræðingar hafa b...
Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann?
Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“. Súkkulaði hefur verið til í þúsundir ára, en áður fyrr var þess einkum neytt í fljótandi formi súkkulaðidrykkjar. Það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar tókst að ...
Hver er stærsti api í heimi?
Stærsti api í heimi er górilluapinn Gorilla gorilla. Górilluapinn lifir í frumskógum Mið- Afríku nánar tiltekið í Kongó, sem hét áður Zaire, og í Rwanda og Úganda. Karldýrin vega venjulega um 200 kg og eru yfir 170 cm langir. Kvendýrin eru yfirleitt minni. Dýrin verða yfirleitt þyngri ef þau búa í dýragörðum e...
Hvað er ónæmisminni?
Hugtakið ónæmisminni er notað um þann hæfileika ónæmiskerfisins að geyma upplýsingar um fyrri ónæmisviðbrögð. Enska heitið er anamnesis en það kemur úr grísku og vísar til þess sem menn muna eða rifja upp.[1] Ónæmisminni er forsenda bólusetninga. Bóluefni geta verið unnin úr dauðum, óvirkum eða veikluðum sýklum...
Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar?
Hraði jarðskjálftabylgju í jarðlögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarðar en önnur sömu tegundar sem fylg...
Hvernig verka venjulegar kjarnorkusprengjur?
Kjarnorkan myndast við kjarnahvörf þar sem atómkjarnar breytast hverjir í aðra og gefa frá sér orku um leið. Þannig á kjarnorkan upptök sín í atómkjarnanum en venjuleg efnaorka sem myndast við bruna og önnur efnahvörf á upptök sín í rafeindaskipan frumeinda og sameinda utan atómkjarnans. Í kjarnahvörfum breytist m...
Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?
Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafin...
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...
Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær?
Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna. Ý...
Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...
Hvers vegna myndast sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur í glas af vatni þar sem enginn sykur mældist áður?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega að þetta gerist ekki. Hvorki vatn (H2O) né vetnisperoxíð (H2O2) innihalda kolefni (C) og því getur sykur ekki myndast með nokkru móti. Hér verður hins vegar svarað spurningunni "Hvers vegna mælist sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur út í glas...
Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?
Margir notendur Vísindavefsins hafa áhuga á að fræðast um kínversku og flestir sem senda inn spurningar vilja vita eitthvað um 'kínverska stafrófið' en eru í raun að spyrja um kínverskt myndletur. Hér eru dæmi um spurningar sem hafa borist Vísindavefnum:Getið þið sýnt mér nokkur kínversk tákn og merkingu þeirra? ...
Eru stjörnuspár sannar?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er fylgni milli hegðunar eða persónuleika við fæðingardag? (Albert Teitsson)Hvað er til í stjörnumerkjafræði; að þessi sé svona eða hinsegin eftir því hvenær hann er fæddur? (Sigurlaug Jónasdóttir)Í stuttu máli: nei. Stjörnuspeki virkar ekki og spárnar eru því ek...
Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?
Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...
Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau?
Dýra- og plöntufrumur eru kjarnafrumur. Eins og nafnið gefur til kynna er helsta einkenni þeirra svokallaður kjarni. En ýmis önnur frumulíffæri eru sameiginleg báðum þessum megingerðum kjarnfrumna og verður greint frá þeim helstu og hlutverkum þeirra hér á eftir. Frumukjarni.Kjarni er stórt frumulíffæri sem get...