Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4625 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verður efni til?

Stutta svarið er að við vitum ekki allt um það hvernig efni getur orðið til, en við vitum þó að það getur orðið til úr orku og getur líka breyst í orku. Í daglegu lífi er efnið eða massinn þó varðveitt; þar verður nýtt efni bara til úr öðru efni. En þetta er afar eðlileg spurning sem menn hafa lengi velt fyrir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...

category-iconLæknisfræði

Geta afleiðingar tíðra höfuðhögga í æsku komið fram seinna á lífsleiðinni?

Stutta svarið er já, tíð höfuðhögg í æsku geta haft afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Höfuðhögg er algengasta orsök heilahristings og alvarlegri heilaáverka. Heilahristingur, með einkennum svo sem tímabundinni ógleði og svima, er vægasta form heilaáverka. Það að rotast og muna ekki það sem gerðist eru vísbendin...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Gæti týndur ferðamaður á jökli í blindbyl gert vart við sig með öflugum leysigeisla?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er öflugt leysiljós sýnilegt yfir einhverja marktæka vegalengd í gegnum snjóstorm? Dæmi: Ferðamaður upp á jökli týnist í blindbyl, hann er með öflugt leysiljós (1000mW+). Mundi björgunarsveitin sjá leysiljósið yfir einhverja marktæka vegalengd? Stutta svarið við þessar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru pandabirnir svona latir?

Nýlega birtist á vefsíðunni News from Science skýring á því hvers vegna pandabirnir (risapöndur) eru svo latir sem raun ber vitni – þeir nenna varla að eðla sig, hvað þá annað. Skýringin reynist vera sú, að enda þótt þeir nærist helst eingöngu á bambuslaufi eru meltingarfæri þeirra illa til þess hæf að melta laufi...

category-iconFélagsvísindi

Hafa utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir atkvæðarétt í atkvæðagreiðslu á alþingi?

Í íslenskri stjórnskipan er gert ráð fyrir því að svonefndir utanþingsráðherrar sitji á þingi. Með utanþingsráðherra er átt við ráðherra sem hefur verið skipaður í starf sitt þrátt fyrir að hann hafi ekki verið kjörinn á þing. Hefðin er sú að ráðherrar eru jafnframt þingmenn og njóta áfram allra réttinda sem slíki...

category-iconHugvísindi

Hvað er rétttrúnaðarkirkja?

Leiðtogar kirkjunnar á fyrstu öldum kristninnar kölluðust patríarkar sem þýðir í raun eins konar æðstu biskupar. Sat einn í Róm, annar í Jerúsalem, sá þriðji í Antíokkíu og hinn fjórði í Konstantínópel þar sem nú heitir Ístanbúl. Stjórnaði hver sínu svæði Rómaveldis og þar með kirkjunnar. Patríarkinn í Róm nefn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma?

Tubifex-ánar eða röraánar eins og þeir hafa verið kallaðir á íslensku eru tegundir af flokki ána (e. oligochaeta). Kunnust þessara tegunda er Tubifex tubifex sem finnst í mjúkum leirbotni í ám og vötnum. Tubifex-ormar hafa óvenjumikið þol fyrir súrefnisbreytingum í vatni. Þeir geta lifað við mjög lágt súrefnish...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að benda á ákveðna stjörnu sem hefur plánetu á braut um sig?

Fyrsta plánetan sem fannst á braut um aðra stjörnu en sólina var 47 Ursa Majoris b. Hún uppgötvaðist árið 1996. Síðan þá hafa stjörnufræðingar fundið rúmlega 300 plánetur utan okkar sólkerfis og með betri aðferðum finnast fleiri og fleiri plánetur á hverju ári. Teikning listamanns af sólkerfinu 55 Capri, sem er e...

category-iconVísindavefur

Á hvað trúa Mongólar?

Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru krist...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið ekta og hver er uppruni þess?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég er að reyna að komast að þýðingu og útskýringu á íslenska orðinu ‘ekta’. Getið þið aðstoðað mig með uppruna, merkingu og fleira á þessu orði? Vísast er verið að spyrja um lýsingarorðið ekta í merkingunni ‘ósvikinn, upprunalegur’. Það er óbeygjanlegt, eins í öllum föllum og...

category-iconHagfræði

Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri?

Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson rannsakað?

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson er lektor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði. Þéttsetnar burstafjölliður hafa aðalkeðju með ágræddar hliðarkeðjur. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað?

Árni Daníel Júlíusson er sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar einkum rannsóknir á sviði félagssögu og umhverfissögu. Hann hefur fyrst og fremst rannsakað sögu íslenska bændasamfélagsins á tímabilinu 1300-1700, en einnig bæði fyrir og eftir það. Einkum hafa þrjú svið vakið áhuga hans. H...

Fleiri niðurstöður